Innlent

Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarð­hæð í í­búðar­húsi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. 
Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.  Vísir/Vilhelm

Einn var fluttur á bráðamóttöku vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi í austurborg Reykjavíkur í nótt.

Tilkynningin barst slökkviliði kortér fyrir þrjú og var allt tiltækt lið kallað til. Þegar fyrsti bíll kom á vettvang logaði eldur í íbúð á jarðhæð hússins. Einum var bjargað út af efrí hæð hússins og var sá fluttur til skoðunar en að öðru leyti gekk greiðlega að slökkva eldinn að sögn varðstjóra hjá Slökkvliði höfuðborgarsvæðisins. Í framhaldinu var unnið að reykræstingu.

Að öðru leyti var erill hjá sjúkraliði að sögn varðstjórans. Útköll á sjúkrabílana voru níutíu talsins og þar af fleiri en tuttugu eftir miðnættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×