Fótbolti

Emilía sneri aftur eftir meiðsli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur leikið átta landsleiki fyrir Ísland.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur leikið átta landsleiki fyrir Ísland. getty/Alex Nicodim

Eftir að hafa verið frá keppni vegna meiðsla lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir fyrir Leipzig í 0-2 sigri á Köln í upphafsleik tímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Emilía missti af Evrópumótinu í sumar sökum meiðsla en sneri aftur á völlinn í dag. Hún lék síðustu þrettán mínúturnar.

Sandra María Jessen var í byrjunarliði Köln og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið eftir komuna frá Þór/KA. Sandra fór af velli á sama tíma og Emilía kom inn á.

Marleen Schimmer og Sandra Starke skoruðu mörk Leipzig í leiknum í dag.

Amanda Andradóttir var í byrjunarliði Twente sem sigraði Heerenveen, 1-3, í í 1. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×