Sport

Dag­skráin: Risaleikur í Kópa­vogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben

Sindri Sverrisson skrifar
Breiðablik gæti tekið stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitli með sigri í kvöld. Liðið fagnaði afar sætum sigri gegn FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.
Breiðablik gæti tekið stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitli með sigri í kvöld. Liðið fagnaði afar sætum sigri gegn FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. vísir/Anton

Það er svo sannarlega glæsileg dagskrá á sportstöðvum Sýnar í dag þar sem meðal annars má sjá titilslag í Bestu deild kvenna, U21-landsleik í fótbolta, Erling Haaland reyna að komast á HM og frábæra þætti í beinni útsendingu.

Breiðablik tekur á móti FH í slag sem gæti ráðið miklu um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna í ár. Bikarúrslitaleikur liðanna á dögunum var afar fjörugur og má búast við einhverju svipuðu í Kópavogi í kvöld. Þetta er einn af þremur leikjum í Bestu deild kvenna í kvöld.

Áður verður þó hægt að fylgjast með ungu strákunum okkar í U21-landsliðinu í fótbolta mæta Færeyingum í undankeppni EM, í leik sem hefst klukkan 17.

Tímabilið er að hefjast í NFL-deildinni og af því tilefni verður Lokasóknin í beinni útsendingu í kvöld, líkt og Big Ben þar sem Gummi Ben verður að vanda með afar góða gesti, eitthvað gott að drekka og opna símalínu.

Þá er vert að minna á þrjá leiki í undankeppni HM karla í fótbolta, þar sem meðal annars Haaland og félagar í norska landsliðinu mæta Finnum í grannaslag.

Lista yfir beinar útsendingar dagsins má sjá hér að neðan.

Sýn Sport

16.50 Ísland - Færeyjar (Undankeppni EM U21)

20.00 Lokasóknin (NFL)

22.10 Big Ben

00.20 Cowboys - Eagles (NFL)

Sýn Sport Ísland

19.00 Breiðablik - FH (Besta deild kvenna)

Sýn Sport Ísland 2

17.50 Víkingur - Valur (Besta deild kvenna)

Sýn Sport Ísland 3

17.50 Tindastóll - Fram (Besta deild kvenna)

Sýn Sport Viaplay

13.50 Kasakstan - Wales (undankeppni HM í fótbolta)

15.55 Noregur - Finnland (undankeppni HM í fótbolta)

18.35 Slóvakía - Þýskaland (undankeppni HM í fótbolta)

Sýn Sport 4

15.00 Amgen Irish Open (DP World Tour)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×