Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2025 09:35 Áætlað hefur verið að vetrarhiti á Íslandi gæti lækkað um allt að níu gráður að meðaltali. Miðað við það væri meðalhiti að vetri á landinu langt undir frostmarki en hann hefur verið einni til tveimur gráðum yfir frostmarki síðari ár. Vísir/Vilhelm Hættan á því að lykilhringrás í Norður-Atlantshafi gæti stöðvast vegna loftslagsbreytingar hefur verið verulega vanmetin samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Allt að fjórðungslíkur gætu verið á hruni hringrásarinnar jafnvel þótt menn drægju verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) flytur hlýjan sjó sunnan úr höfum norður á bóginn og gerir aðstæður við norðanvert Atlantshaf töluvert vistlegri en ella, þar á meðal á Íslandi. Golfstraumurinn við Íslandsstrendur er einn angi hringrásarinnar. Vaxandi vísbendingar hafa verið undanfarin ár um að hringrásin hafi veikst vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Afleiðingar þess að hringrásin stöðvaðist yrðu hörmulegar fyrir samfélög manna, ekki aðeins á norðurslóðum heldur víðar um heim. Hrun hefði í för með sér verulega kólnun við Norður-Atlantshaf en aukna hlýnun sunnar. Vetrarhiti á Íslandi gæti orðið allt að níu gráðum lægri en hann er nú. Hrun AMOC hefur fram að þessu verið talið fremur ólíklegt. Ný rannsókn sem byggir hermilíkönum sem voru keyrð út frá ólíkum losunarsviðsmyndum bendir þó til þess að slíkt hrun geti ekki lengur talist fjarlægur möguleiki. Sjötíu prósent keyrslanna sýndu hrun hringrásarinnar ef losun gróðurhúsalofttegunda héldi áfram að aukast. Miðlungslosun leiddi til þess að AMOC stöðvaðist í 37 prósent keyrslanna en í 25 prósent tilfella ef menn drægju verulega úr losun sinni á þessari öld. Ennfremur bentu hermanirnar til þess að vendipunkti þar sem hrun hringrásarinnar yrði óumflýjanleg gæti verið náð strax á næstu tíu til tuttugu árunum þótt hrunið sjálft ætti sér ekki stað fyrr en fimmtíu til hundrað árum síðar. Vendipunkti náð á næstu áratugum Stefan Rahmstorf, þýskur hafeðlisfræðingur sem hefur verið leiðandi í rannsóknum á mögulegu hruni AMOC, segir niðurstöður hans og félaga hans sláandi. „Vegna þess að ég var vanur að segja að líkurnar á því að AMOC hryndi vegna hnattrænnar hlýnunar væru innan við tíu prósent. Nú lítur út fyrir að þær séu frekar um tuttugu og fimm prósent jafnvel í sviðsmyndum þar sem losun er lítil og menn halda sig við Parísarsamkomulagið,“ segir Rahmstorf við breska blaðið The Guardian. Mikil óvissa sé í niðurstöðunum en jafnvel þótt líkurnar á hruni AMOC væru tíu prósent væru þær alltof miklar vegna þess hversu alvarlegar afleiðingar þess yrðu. Rahmstorf varar við því að ef eitthvað er séu líkurnar vanmetnar þar sem ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa bráðnunar Grænlandsjökul á hringrásina. Tugir vísindamanna vöruðu ráðherra við hættunni í fyrra Rahmstorf afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi loftslagsráðherra, bréf sem hópur vísindamanna skrifaði undir á Hringborði norðurslóða síðasta haust þar sem norrænir ráðherrar voru varaðir við hættunni af því að hringrásin stöðvaðist. Voru þeir hvattir til þess að láta meta hættuna og nota áhrif sín til þess að hraða aðgerðum í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi. Nokkrir íslenskir fræðimenn voru á meðal þeirra sem rituðu nafn sitt við viðvörunina. Hann sagði þá við Vísi að þekkt væri úr jarðsögunni að snöggar breytingar hefðu átt sér stað á hafstraumum sem hefðu haft gríðarleg áhrif á loftslag á norðurhveli. Stöðvaðist AMOC alveg gæti það tekið fleiri aldir fyrir hana að ná sér á strik aftur. Loftslagsmál Vísindi Hafið Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) flytur hlýjan sjó sunnan úr höfum norður á bóginn og gerir aðstæður við norðanvert Atlantshaf töluvert vistlegri en ella, þar á meðal á Íslandi. Golfstraumurinn við Íslandsstrendur er einn angi hringrásarinnar. Vaxandi vísbendingar hafa verið undanfarin ár um að hringrásin hafi veikst vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Afleiðingar þess að hringrásin stöðvaðist yrðu hörmulegar fyrir samfélög manna, ekki aðeins á norðurslóðum heldur víðar um heim. Hrun hefði í för með sér verulega kólnun við Norður-Atlantshaf en aukna hlýnun sunnar. Vetrarhiti á Íslandi gæti orðið allt að níu gráðum lægri en hann er nú. Hrun AMOC hefur fram að þessu verið talið fremur ólíklegt. Ný rannsókn sem byggir hermilíkönum sem voru keyrð út frá ólíkum losunarsviðsmyndum bendir þó til þess að slíkt hrun geti ekki lengur talist fjarlægur möguleiki. Sjötíu prósent keyrslanna sýndu hrun hringrásarinnar ef losun gróðurhúsalofttegunda héldi áfram að aukast. Miðlungslosun leiddi til þess að AMOC stöðvaðist í 37 prósent keyrslanna en í 25 prósent tilfella ef menn drægju verulega úr losun sinni á þessari öld. Ennfremur bentu hermanirnar til þess að vendipunkti þar sem hrun hringrásarinnar yrði óumflýjanleg gæti verið náð strax á næstu tíu til tuttugu árunum þótt hrunið sjálft ætti sér ekki stað fyrr en fimmtíu til hundrað árum síðar. Vendipunkti náð á næstu áratugum Stefan Rahmstorf, þýskur hafeðlisfræðingur sem hefur verið leiðandi í rannsóknum á mögulegu hruni AMOC, segir niðurstöður hans og félaga hans sláandi. „Vegna þess að ég var vanur að segja að líkurnar á því að AMOC hryndi vegna hnattrænnar hlýnunar væru innan við tíu prósent. Nú lítur út fyrir að þær séu frekar um tuttugu og fimm prósent jafnvel í sviðsmyndum þar sem losun er lítil og menn halda sig við Parísarsamkomulagið,“ segir Rahmstorf við breska blaðið The Guardian. Mikil óvissa sé í niðurstöðunum en jafnvel þótt líkurnar á hruni AMOC væru tíu prósent væru þær alltof miklar vegna þess hversu alvarlegar afleiðingar þess yrðu. Rahmstorf varar við því að ef eitthvað er séu líkurnar vanmetnar þar sem ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa bráðnunar Grænlandsjökul á hringrásina. Tugir vísindamanna vöruðu ráðherra við hættunni í fyrra Rahmstorf afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi loftslagsráðherra, bréf sem hópur vísindamanna skrifaði undir á Hringborði norðurslóða síðasta haust þar sem norrænir ráðherrar voru varaðir við hættunni af því að hringrásin stöðvaðist. Voru þeir hvattir til þess að láta meta hættuna og nota áhrif sín til þess að hraða aðgerðum í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi. Nokkrir íslenskir fræðimenn voru á meðal þeirra sem rituðu nafn sitt við viðvörunina. Hann sagði þá við Vísi að þekkt væri úr jarðsögunni að snöggar breytingar hefðu átt sér stað á hafstraumum sem hefðu haft gríðarleg áhrif á loftslag á norðurhveli. Stöðvaðist AMOC alveg gæti það tekið fleiri aldir fyrir hana að ná sér á strik aftur.
Loftslagsmál Vísindi Hafið Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira