Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. ágúst 2025 20:58 Til vinstri eru þeir Jørgen Boassen, grænlenskur múrari og vinur Bandaríkjastjórnar. Til hægri er athafnamaðurinn og Grænlandsvinurinn Tom Dans. Vísir/Samsett Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga. Danska ríkisútvarpið hafði eftir heimildarmönnum sínum að mennirnir þrír hafi unnið að því að skapa eins konar net andófsmanna innan stjórnmála- og viðskiptalífsins á Grænlandi. Í kjölfarið kallaði Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra bandarískan sendifulltrúa á teppið á skrifstofum utanríkisráðuneytisins danska. Í umfjölluninni segir meðal annars að einn mannanna, sem hafi náin tengsl við Bandaríkjaforseta, hafi tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Bandaríkin innlimi Grænland og sömuleiðis lista af grænlenskum og dönskum andstæðingum Bandaríkjaforseta. Málið hefur vakið mikla umfjöllun og reiði í Danmörku og ekki dregur það úr spennunni sem þegar ríkir á milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Grænlendingar hafa þó tekið fréttunum með mikilli ró. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands kvaðst ekki kannast við neinar tilraunir til að hafa óæskileg áhrif á Grænlendinga. Í viðtali við Sermitsiaq sagði hún grænlensku þjóðina hafa gert það alveg ljóst að hún vilji ekki gangast Bandaríkjunum á hönd. Bandarískir athafnamenn með náið samband við forsetann Eitt nafn sem hefur ítrekað verið nefnt í sambandi við þessa þrjá ónefndu Bandaríkjamenn er Tom Dans. Hann er athafnamaður sem hefur lengi haft mikinn áhuga á Grænlandi. Hann starfaði áður í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem eins konar norðurslóðaráðgjafi og grænlenska ríkisútvarpið lýsti honum í viðtali fyrr á árinu sem „manni Trump á Grænlandi.“ Hann var einn aðstandenda umdeildrar heimsóknar Donalds Trump yngri til Nuuk í janúar. Hann skipulagði hana í samráði við Jørgen Boassen múrara sem þáði síðar boð Dans um að ferðast til Washingtonborgar til að sækja innsetningarathöfn Donalds Trump. Fréttastofa ræddi við Jørgen um heimsóknina á sínum tíma. Thomas Emanuel Dans, bandarískur athafnamaður og Grænlandsvinur.Norðurslóðaskrifstofa Bandaríkjanna Tom Dans er einnig formaður félagsins Bandarísk dögun (American daybreak) sem er hagsmunafélag Bandaríkjanna á Grænlandi. Í því félagi er fyrrnefndur Jørgen Boassen titlaður formaður Grænlandsdeildar félagsins. Tom Dans svaraði ekki fyrirspurnum Politiken um málið. Annar bandarískur athafnamaður sem er títt nefndur í samhengi sambands Bandaríkjanna og Grænlands er Andrew Horn. Hann er fyrrverandi sérsveitar- og leyniþjónustumaður sem vann fyrir fyrri ríkisstjórn Donalds Trump að því marki að innlima Grænland. Frá því að Trump var settur í embætti forseta í janúar hefur hann ferðast mánaðarlega til Grænlands samkvæmt Politiken. Tjá sig ekki um athafnir borgara Fréttastofa hafði samband við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til að bera málið undir það en það vildi lítið tjá sig. Það segist ekki hafa athugasemdir við það að gera hvað bandarískir borgarar gera á Grænlandi en líkt og fyrr segir hafa þeir menn sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi náin tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. „Bandaríkin meta sambönd sín við Danmörku, bandamann innan Norðuratlantshafsbandalagsins, og ríkisstjórn og almenning á Grænlandi mikils, og leitast við að viðhalda samvinnu á öllum stigum á grundvelli sameiginlegra hagsmuna, gagnsæis og gagnkvæms trausts,“ hljóðar það í svari við fyrirspurn fréttastofu. Grænland Bandaríkin Danmörk Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Danska ríkisútvarpið hafði eftir heimildarmönnum sínum að mennirnir þrír hafi unnið að því að skapa eins konar net andófsmanna innan stjórnmála- og viðskiptalífsins á Grænlandi. Í kjölfarið kallaði Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra bandarískan sendifulltrúa á teppið á skrifstofum utanríkisráðuneytisins danska. Í umfjölluninni segir meðal annars að einn mannanna, sem hafi náin tengsl við Bandaríkjaforseta, hafi tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Bandaríkin innlimi Grænland og sömuleiðis lista af grænlenskum og dönskum andstæðingum Bandaríkjaforseta. Málið hefur vakið mikla umfjöllun og reiði í Danmörku og ekki dregur það úr spennunni sem þegar ríkir á milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Grænlendingar hafa þó tekið fréttunum með mikilli ró. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands kvaðst ekki kannast við neinar tilraunir til að hafa óæskileg áhrif á Grænlendinga. Í viðtali við Sermitsiaq sagði hún grænlensku þjóðina hafa gert það alveg ljóst að hún vilji ekki gangast Bandaríkjunum á hönd. Bandarískir athafnamenn með náið samband við forsetann Eitt nafn sem hefur ítrekað verið nefnt í sambandi við þessa þrjá ónefndu Bandaríkjamenn er Tom Dans. Hann er athafnamaður sem hefur lengi haft mikinn áhuga á Grænlandi. Hann starfaði áður í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem eins konar norðurslóðaráðgjafi og grænlenska ríkisútvarpið lýsti honum í viðtali fyrr á árinu sem „manni Trump á Grænlandi.“ Hann var einn aðstandenda umdeildrar heimsóknar Donalds Trump yngri til Nuuk í janúar. Hann skipulagði hana í samráði við Jørgen Boassen múrara sem þáði síðar boð Dans um að ferðast til Washingtonborgar til að sækja innsetningarathöfn Donalds Trump. Fréttastofa ræddi við Jørgen um heimsóknina á sínum tíma. Thomas Emanuel Dans, bandarískur athafnamaður og Grænlandsvinur.Norðurslóðaskrifstofa Bandaríkjanna Tom Dans er einnig formaður félagsins Bandarísk dögun (American daybreak) sem er hagsmunafélag Bandaríkjanna á Grænlandi. Í því félagi er fyrrnefndur Jørgen Boassen titlaður formaður Grænlandsdeildar félagsins. Tom Dans svaraði ekki fyrirspurnum Politiken um málið. Annar bandarískur athafnamaður sem er títt nefndur í samhengi sambands Bandaríkjanna og Grænlands er Andrew Horn. Hann er fyrrverandi sérsveitar- og leyniþjónustumaður sem vann fyrir fyrri ríkisstjórn Donalds Trump að því marki að innlima Grænland. Frá því að Trump var settur í embætti forseta í janúar hefur hann ferðast mánaðarlega til Grænlands samkvæmt Politiken. Tjá sig ekki um athafnir borgara Fréttastofa hafði samband við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til að bera málið undir það en það vildi lítið tjá sig. Það segist ekki hafa athugasemdir við það að gera hvað bandarískir borgarar gera á Grænlandi en líkt og fyrr segir hafa þeir menn sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi náin tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. „Bandaríkin meta sambönd sín við Danmörku, bandamann innan Norðuratlantshafsbandalagsins, og ríkisstjórn og almenning á Grænlandi mikils, og leitast við að viðhalda samvinnu á öllum stigum á grundvelli sameiginlegra hagsmuna, gagnsæis og gagnkvæms trausts,“ hljóðar það í svari við fyrirspurn fréttastofu.
Grænland Bandaríkin Danmörk Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira