Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 13:41 Donald Trump tilnefndi Susan Monarez sem forstöðumann CDC. Innan við mánuði eftir að skipan hennar var staðfest rak hann hana fyrir að standa uppi í hárinu á Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra. AP/J. Scott Applewhite Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. Allt varð vitlaust innan stofnunarinnar (CDC) eftir að það spurðist að Susan Monarez, forstöðumaður hennar, hefði verið rekin innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Þrír af æðstu stjórnendum CDC sögðu af sér. Upphaflega var óljóst hvort Monarez hefði verið rekin þar sem lögmenn hennar héldu því fram að hún hefði hvorki sagt af sér né fengið formlega tilkynningu um brottrekstur. Hvíta húsið staðfesti síðar að Monarez hefði verið rekin vegna þess að hún hefði fylgt stefnu forsetans. Lögmenn Monarez segja aftur á móti að hún hafi verið rekin fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar tilskipanir“ og að reka sérfræðinga stofnuna án raka. „Þetta snýst ekki um einn embættismann. Þetta snýst um kerfisbundna eyðileggingu á lýðheilsustofnunum, um að þagga niður í sérfræðingum og að blanda pólitík í vísindin á hættulegan hátt,“ sögðu lögmennirnir. Á eftir að leiða til „dauða og örkumlunar“ New York Times heldur því fram að Monarez og Kennedy hafi greint á um stefnu um bóluefni. Kennedy var alræmdur dreifari samsæriskenninga bóluefna áður en Donald Trump skipaði hann heilbrigðisráðherra. Hann hefur í embætti grafið undan bóluefnum, meðal annars með því að reka utanaðkomandi ráðgjafaráð sérfræðinga um bólusetningar og skipa það í staðinn viðhlæjendum sínum. Kennedy og undirsáti hans eru sagðir hafa þrýst á Monarez að segja af sér en hún hafi þvertekið fyrir það. Trump hafi því ákveðið að reka hana sjálfur. Í afsagnarbréfi sínu vegna brottrekstrar Monarez skrifaði Demetra Daskalakis, yfirmaður bólusetninga- og öndunarfærasjúkdómamiðstöðvar CDC, að fólk sem hefði vafasaman ásetning og enn vafasamari nálgun á vísindum hefði verið sett yfir bólusetningarstefnu stjórnvalda. Monarez hefði verið ýtt til hliðar og hendur hennar bundnar af „gerræðislegum leiðtoga“. „Þrá þeirra eftir að þjónka við pólitískt bakland sitt á eftir að leiða til dauðsfalla og örkumlunar viðkvæmra barna og fullorðinna,“ skrifaði Daskalakis sem sagðist ekki geta gegnt stöðu sinni við slíkar aðstæður. Þá varaði Debra Houry, yfirlæknir stofnunarinnar, við vaxandi upplýsingafalsi um bóluefni í bréfi sem hún skrifaði við afsögn sína. Harmaði hún einnig stórfelldan niðurskurð og uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Allt varð vitlaust innan stofnunarinnar (CDC) eftir að það spurðist að Susan Monarez, forstöðumaður hennar, hefði verið rekin innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Þrír af æðstu stjórnendum CDC sögðu af sér. Upphaflega var óljóst hvort Monarez hefði verið rekin þar sem lögmenn hennar héldu því fram að hún hefði hvorki sagt af sér né fengið formlega tilkynningu um brottrekstur. Hvíta húsið staðfesti síðar að Monarez hefði verið rekin vegna þess að hún hefði fylgt stefnu forsetans. Lögmenn Monarez segja aftur á móti að hún hafi verið rekin fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar tilskipanir“ og að reka sérfræðinga stofnuna án raka. „Þetta snýst ekki um einn embættismann. Þetta snýst um kerfisbundna eyðileggingu á lýðheilsustofnunum, um að þagga niður í sérfræðingum og að blanda pólitík í vísindin á hættulegan hátt,“ sögðu lögmennirnir. Á eftir að leiða til „dauða og örkumlunar“ New York Times heldur því fram að Monarez og Kennedy hafi greint á um stefnu um bóluefni. Kennedy var alræmdur dreifari samsæriskenninga bóluefna áður en Donald Trump skipaði hann heilbrigðisráðherra. Hann hefur í embætti grafið undan bóluefnum, meðal annars með því að reka utanaðkomandi ráðgjafaráð sérfræðinga um bólusetningar og skipa það í staðinn viðhlæjendum sínum. Kennedy og undirsáti hans eru sagðir hafa þrýst á Monarez að segja af sér en hún hafi þvertekið fyrir það. Trump hafi því ákveðið að reka hana sjálfur. Í afsagnarbréfi sínu vegna brottrekstrar Monarez skrifaði Demetra Daskalakis, yfirmaður bólusetninga- og öndunarfærasjúkdómamiðstöðvar CDC, að fólk sem hefði vafasaman ásetning og enn vafasamari nálgun á vísindum hefði verið sett yfir bólusetningarstefnu stjórnvalda. Monarez hefði verið ýtt til hliðar og hendur hennar bundnar af „gerræðislegum leiðtoga“. „Þrá þeirra eftir að þjónka við pólitískt bakland sitt á eftir að leiða til dauðsfalla og örkumlunar viðkvæmra barna og fullorðinna,“ skrifaði Daskalakis sem sagðist ekki geta gegnt stöðu sinni við slíkar aðstæður. Þá varaði Debra Houry, yfirlæknir stofnunarinnar, við vaxandi upplýsingafalsi um bóluefni í bréfi sem hún skrifaði við afsögn sína. Harmaði hún einnig stórfelldan niðurskurð og uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent