Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2025 10:44 Árásarmaðurinn flúði inn í skóg eftir að hann skaut tvo lögregluþjóna til bana. AP/Simon Dallinger Gífurlega umfangsmikil lögregluaðgerð á sér nú stað í Ástralíu, þar sem þungvopnaður maður skaut tvo lögregluþjóna til bana og særði þann þriðja. Maðurinn flúði af vettvangi og er hans nú leitað. Hann er sagður vopnaður nokkrum byssum. Lögreglan segir árásarmanninn heita Dezi Freeman en hann er sagður aðhyllast fjar-hægri stefnu og telur áströlsk stjórnvöld ólögmæt. Á ensku kallast þetta fólk iðulega „sovereign citizen“ og þekkist þetta vel í Bandaríkjunum. Anthony Albanese segir hugmyndafræði þessa hættulega og mikið áhyggjuefni. Árásin átti sér stað í norðausturhluta Viktoríufylkis í morgun en þá fóru tíu lögregluþjónar að húsi í bænum Porepunkah. Þangað voru þeir komnir til að gera húsleit, samkvæmt ABC News. Ekki liggur fyrir hvert tilefni húsleitarinnar var. Freeman skaut 59 ára og 35 ára lögregluþjóna til bana og særði þann þriðja í skotbardaga, sem er ekki sagður í lífshættu, og flúði hann fótgangandi inn í skóg. Hundruð lögregluþjóna leita hans í skóginum og er meðal annars notast við þyrlur og hunda. Sólin er sest í Ástralíu. Íbúum á svæðinu hefur verið sagt að halda sig innandyra og hefur almannarýmum verið lokað. AP fréttaveitan segir að síðast hafi lögregluþjónn verið skotinn til bana í Ástralíu árið 20023. Árið 2022 voru tveir lögregluþjónar svo skotnir til bana af kristnum öfgamönnum og samsæringum sem höfðu lýst yfir hatri í garð lögreglunnar. Mennirnir þrír voru skotnir til bana af lögreglu eftir sex klukkustunda umsátur. Skotárásir sem þessar þykja sjaldgæfar í Ástralíu en eftir að maður skaut 35 manns til bana í Port Arthur árið 1996 var gripið til umfangsmikilla aðgerða og lög um skotvopnaeign hert verulega. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Lögreglan segir árásarmanninn heita Dezi Freeman en hann er sagður aðhyllast fjar-hægri stefnu og telur áströlsk stjórnvöld ólögmæt. Á ensku kallast þetta fólk iðulega „sovereign citizen“ og þekkist þetta vel í Bandaríkjunum. Anthony Albanese segir hugmyndafræði þessa hættulega og mikið áhyggjuefni. Árásin átti sér stað í norðausturhluta Viktoríufylkis í morgun en þá fóru tíu lögregluþjónar að húsi í bænum Porepunkah. Þangað voru þeir komnir til að gera húsleit, samkvæmt ABC News. Ekki liggur fyrir hvert tilefni húsleitarinnar var. Freeman skaut 59 ára og 35 ára lögregluþjóna til bana og særði þann þriðja í skotbardaga, sem er ekki sagður í lífshættu, og flúði hann fótgangandi inn í skóg. Hundruð lögregluþjóna leita hans í skóginum og er meðal annars notast við þyrlur og hunda. Sólin er sest í Ástralíu. Íbúum á svæðinu hefur verið sagt að halda sig innandyra og hefur almannarýmum verið lokað. AP fréttaveitan segir að síðast hafi lögregluþjónn verið skotinn til bana í Ástralíu árið 20023. Árið 2022 voru tveir lögregluþjónar svo skotnir til bana af kristnum öfgamönnum og samsæringum sem höfðu lýst yfir hatri í garð lögreglunnar. Mennirnir þrír voru skotnir til bana af lögreglu eftir sex klukkustunda umsátur. Skotárásir sem þessar þykja sjaldgæfar í Ástralíu en eftir að maður skaut 35 manns til bana í Port Arthur árið 1996 var gripið til umfangsmikilla aðgerða og lög um skotvopnaeign hert verulega.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira