Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 19:17 Blóðug myndavél Mariam Dagga blaðakonu. Hún lést í sprengingunni. AP Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. Samkvæmt umfjöllun Reuters og Guardian hafnaði fyrsta sprengjan á þaki einnar álmu Nasser-sjúkrahússins. Hussam al-Masri, blaðamaður sem unnið hefur fyrir Reuters lést í sprengingunni. Eftir sprenginguna þyrptust blaðamenn og björgunarmenn að hinum særðu til bjargar en þá var annarri sprengju varpað um fimmtán mínútum síðar. Björgunarsveitarmenn í skærum vestum Jórdanski fréttamiðillinn Al-Ghad var með beint streymi af vettvangi í kjölfar fyrri sprengingarinnar og í upptöku sem þeir hafa birt af því þegar seinni sprengjan sprakk sést hvernig björgunarsveitarmenn í skærum, appelsínugulum vestum leita að særðum inni í talsvert skemmdri spítalaálmunni þegar sprengjan sprakk. Af myndbandinu að dæma er ólíklegt að þeir hafi haft það af. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt árásina. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, sagði sér hrylla við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ekki vera ánægður með hana og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði árásina óbærilega. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagðist harma „óhappið átakanlega.“ Langt frá því að vera einsdæmi Það liggur hins vegar fyrir að Ísraelsher veigri því ekki fyrir sér að gera blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn að skotmörkum loftárása, þrátt fyrir að það séu stríðsglæpir. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á sjúkrahús og hafa borið við að Hamasliðar noti þá sem bækistöðvar. Þá hafa þeir einnig ítrekað gerst uppvísir að því að drepa blaðamenn vísvitandi, fullyrða að þeir hafi verið virkir vígamenn en fært engin haldbær rök fyrir því. Fyrr í mánuðinum gerðu Ísraelar til að mynda loftárás á tjaldbúðir blaðamanna sem stóðu við inngang annars sjúkrahúss. Þar voru fimm blaðamenn drepnir. Einn þeirra sagði Ísraelsher vera Hamasliða án sannanna og færðu engin rök fyrir aðild hinna blaðamannanna hvorki að Hamas né öðrum sambærilegum samtökum. Í árásunum í dag létust Hussam al-Masri, starfsmaður Reuters, Mariam Abu Dagga sem vann fyrir Associated Press, Mohammed Salam, blaðamaður Al Jazeera, Moaz Abu Taha ljósmyndari og Ahmad Abu Aziz sem starfaði fyrir Quds Feed. Hatem Khaled, annar blaðamaður Reuters, særðist í sprengingunni. Þau bætast við hóp 193 palestínskra blaðamanna hið minnsta sem Ísraelsher hefur drepið frá 7. október 2023. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Reuters og Guardian hafnaði fyrsta sprengjan á þaki einnar álmu Nasser-sjúkrahússins. Hussam al-Masri, blaðamaður sem unnið hefur fyrir Reuters lést í sprengingunni. Eftir sprenginguna þyrptust blaðamenn og björgunarmenn að hinum særðu til bjargar en þá var annarri sprengju varpað um fimmtán mínútum síðar. Björgunarsveitarmenn í skærum vestum Jórdanski fréttamiðillinn Al-Ghad var með beint streymi af vettvangi í kjölfar fyrri sprengingarinnar og í upptöku sem þeir hafa birt af því þegar seinni sprengjan sprakk sést hvernig björgunarsveitarmenn í skærum, appelsínugulum vestum leita að særðum inni í talsvert skemmdri spítalaálmunni þegar sprengjan sprakk. Af myndbandinu að dæma er ólíklegt að þeir hafi haft það af. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt árásina. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, sagði sér hrylla við árásina. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ekki vera ánægður með hana og Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði árásina óbærilega. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagðist harma „óhappið átakanlega.“ Langt frá því að vera einsdæmi Það liggur hins vegar fyrir að Ísraelsher veigri því ekki fyrir sér að gera blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn að skotmörkum loftárása, þrátt fyrir að það séu stríðsglæpir. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á sjúkrahús og hafa borið við að Hamasliðar noti þá sem bækistöðvar. Þá hafa þeir einnig ítrekað gerst uppvísir að því að drepa blaðamenn vísvitandi, fullyrða að þeir hafi verið virkir vígamenn en fært engin haldbær rök fyrir því. Fyrr í mánuðinum gerðu Ísraelar til að mynda loftárás á tjaldbúðir blaðamanna sem stóðu við inngang annars sjúkrahúss. Þar voru fimm blaðamenn drepnir. Einn þeirra sagði Ísraelsher vera Hamasliða án sannanna og færðu engin rök fyrir aðild hinna blaðamannanna hvorki að Hamas né öðrum sambærilegum samtökum. Í árásunum í dag létust Hussam al-Masri, starfsmaður Reuters, Mariam Abu Dagga sem vann fyrir Associated Press, Mohammed Salam, blaðamaður Al Jazeera, Moaz Abu Taha ljósmyndari og Ahmad Abu Aziz sem starfaði fyrir Quds Feed. Hatem Khaled, annar blaðamaður Reuters, særðist í sprengingunni. Þau bætast við hóp 193 palestínskra blaðamanna hið minnsta sem Ísraelsher hefur drepið frá 7. október 2023.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira