Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2025 20:55 Pedro Neto og Joao Pedro voru báðir á skotskónum gegn West Ham United. getty/Chris Lee Þrátt fyrir að lenda undir vann Chelsea öruggan sigur á West Ham United, 1-5, í fyrsta leik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Cole Palmer gat ekki spilað með Chelsea eftir að hafa meiðst í upphitun. Og strax á 6. mínútu kom Lucas Paquetá West Ham yfir með góðu skoti fyrir utan vítateig. Gestirnir létu þetta ekki á sig fá og Joao Pedro jafnaði metin með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á 15. mínútu. Átta mínútum síðar sendi Joao Pedro boltann fyrir á Pedro Neto sem kom Chelsea í 1-2. Estevao, sem kom inn í byrjunarlið Chelsea fyrir Palmer, átti frábæran sprett á 34. mínútu og sendi boltann á Enzo Fernández sem skoraði. Staðan var 1-3 í hálfleik, Chelsea í vil. Á 54. mínútu kom Moises Caideo gestunum í 1-4 eftir slæm mistök Mads Hermansen í marki West Ham. Fjórum mínútum síðar skoraði Trevor Chalobah svo fimmta og síðasta mark Chelsea. Strákarnir hans Enzos Maresca eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig en Hamrarnir eru á botninum og hafa fengið á sig átta mörk í fyrstu tveimur leikjunum. West Ham hefur aðeins unnið fimm af tuttugu deildarleikjum síðan Graham Potter tók við liðinu í janúar. Enski boltinn Fótbolti
Þrátt fyrir að lenda undir vann Chelsea öruggan sigur á West Ham United, 1-5, í fyrsta leik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Cole Palmer gat ekki spilað með Chelsea eftir að hafa meiðst í upphitun. Og strax á 6. mínútu kom Lucas Paquetá West Ham yfir með góðu skoti fyrir utan vítateig. Gestirnir létu þetta ekki á sig fá og Joao Pedro jafnaði metin með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á 15. mínútu. Átta mínútum síðar sendi Joao Pedro boltann fyrir á Pedro Neto sem kom Chelsea í 1-2. Estevao, sem kom inn í byrjunarlið Chelsea fyrir Palmer, átti frábæran sprett á 34. mínútu og sendi boltann á Enzo Fernández sem skoraði. Staðan var 1-3 í hálfleik, Chelsea í vil. Á 54. mínútu kom Moises Caideo gestunum í 1-4 eftir slæm mistök Mads Hermansen í marki West Ham. Fjórum mínútum síðar skoraði Trevor Chalobah svo fimmta og síðasta mark Chelsea. Strákarnir hans Enzos Maresca eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig en Hamrarnir eru á botninum og hafa fengið á sig átta mörk í fyrstu tveimur leikjunum. West Ham hefur aðeins unnið fimm af tuttugu deildarleikjum síðan Graham Potter tók við liðinu í janúar.
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn