„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. ágúst 2025 11:01 Hlynur Andrésson ætlar að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Metið er mánuði eldra en hann sjálfur. vísir / bjarni Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. Hlynur náði frábærum árangri um helgina og varð Íslandsmeistari en fagnaði sigrinum ekki lengi því stærri markmið eru framundan um næstu helgi. „Já það má segja að þetta hlaup hafi verið smá svona tune up eins og maður segir í hlaupaheiminum, fyrir næstu helgi.“ Hlynur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi þegar hann hljóp 10 kílómetra á tæpum hálftíma. FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hvað ætlarðu að gera næstu helgi? „Markmiðið er að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu, sem hefur staðið síðan 1993.“ Hlynur hefur unnið mörg mót og sett fjölda met en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið (42,2 km.)FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hlynur á núverandi Íslandsmet í maraþonhlaupi, 2 klukkutíma og 13 mínútur, en það met var sett erlendis og þó brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu sé fjórum mínútum hærra, fylgja því ákveðnar áskoranir. „Það eru þrjár drykkjarstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Vanalega erlendis eru drykkjarstöðvar á hverjum fimm kílómetrum, en við fáum bara þrjár í þetta skipti. Þannig að ég þarf bara að nýta þær eins vel og ég get… Ég hafði samband við ÍBR og spurði af hverju þeir væru með þetta svona, þeir sögðust bara alltaf hafa verið með þetta svona, þannig að ég gat ekki rökrætt við það. Hlutirnir eru bara svona og ég reyni að gera mitt besta við aðstæður“ segir Hlynur en á þar við að aðeins þrjár drykkjarstöðvar leyfa keppendum að vera með sína eigin drykki. Alls eru tíu drykkjarstöðvar á leiðinni. Hlynur í hálfmaraþoninu í Reykjavík 2018. FRÍ Hlynur segir andlega hlutann mikilvægastan í hlaupum, að gefast ekki upp þegar á móti blæs. „Andlega hliðin þarf að vera á réttum stað, þegar hlutirnir verða erfiðir þarftu að vera í mómentinu og ekki panikka ef hlutirnir ganga ekki alveg upp. Að vera andlega tilbúinn er það mikilvægasta við maraþonið.“ Á síðasta ári setti Hlynur brautarmetið í tíu kílómetra hlaupinu og hann hefur fimm sinnum fagnað sigri í hálfmaraþoninu, en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið sjálft. „Ég á bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna. Ég er ánægður með hvernig hefur gengið í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári en þetta er aðalprófið.“ Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira
Hlynur náði frábærum árangri um helgina og varð Íslandsmeistari en fagnaði sigrinum ekki lengi því stærri markmið eru framundan um næstu helgi. „Já það má segja að þetta hlaup hafi verið smá svona tune up eins og maður segir í hlaupaheiminum, fyrir næstu helgi.“ Hlynur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi þegar hann hljóp 10 kílómetra á tæpum hálftíma. FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hvað ætlarðu að gera næstu helgi? „Markmiðið er að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu, sem hefur staðið síðan 1993.“ Hlynur hefur unnið mörg mót og sett fjölda met en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið (42,2 km.)FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hlynur á núverandi Íslandsmet í maraþonhlaupi, 2 klukkutíma og 13 mínútur, en það met var sett erlendis og þó brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu sé fjórum mínútum hærra, fylgja því ákveðnar áskoranir. „Það eru þrjár drykkjarstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Vanalega erlendis eru drykkjarstöðvar á hverjum fimm kílómetrum, en við fáum bara þrjár í þetta skipti. Þannig að ég þarf bara að nýta þær eins vel og ég get… Ég hafði samband við ÍBR og spurði af hverju þeir væru með þetta svona, þeir sögðust bara alltaf hafa verið með þetta svona, þannig að ég gat ekki rökrætt við það. Hlutirnir eru bara svona og ég reyni að gera mitt besta við aðstæður“ segir Hlynur en á þar við að aðeins þrjár drykkjarstöðvar leyfa keppendum að vera með sína eigin drykki. Alls eru tíu drykkjarstöðvar á leiðinni. Hlynur í hálfmaraþoninu í Reykjavík 2018. FRÍ Hlynur segir andlega hlutann mikilvægastan í hlaupum, að gefast ekki upp þegar á móti blæs. „Andlega hliðin þarf að vera á réttum stað, þegar hlutirnir verða erfiðir þarftu að vera í mómentinu og ekki panikka ef hlutirnir ganga ekki alveg upp. Að vera andlega tilbúinn er það mikilvægasta við maraþonið.“ Á síðasta ári setti Hlynur brautarmetið í tíu kílómetra hlaupinu og hann hefur fimm sinnum fagnað sigri í hálfmaraþoninu, en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið sjálft. „Ég á bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna. Ég er ánægður með hvernig hefur gengið í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári en þetta er aðalprófið.“
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Sjá meira