Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2025 21:04 Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar og Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sem héldu upp á 70 ára afmæli stofnunarinnar í dag með sínu starfsfólki og fjölmörgum gestum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um að vera í Hveragerði í dag því þar fékk fólk að smakka á furðu ísum, auk þess sem haldið var upp á 70 ára afmæli Heilsustofnunar en um eitt hundrað þúsund manns hafa notið dvalar á stofnunni á þessum sjötíu árum. Við byrjum á Stóra Ísdegi Kjörís, sem er alltaf haldin í tengslum við Blómstrandi daga. Öllum var boðið upp á ís í ómældu magni og þá voru kynntar nokkrar furðutegundir af ís. Talið er að á milli 20 og 25 þúsund manns hafi tekið þátt í deginum hjá Kjörís enda heppnaðist hann ótrúlega vel. En vinsælasti furðulegasti ísinn, hann vakti mikla athygli og aðdáun gesta. „Já, það var poppkorn ís, Poppkorn er gott og ísinn er góður, þetta hlýtur að vera geðveikt, þannig að það er bara að smakka,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri Kjörís. Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri hjá Kjörís er mjög ánægður með daginn og alla þá gesti, sem tóku þátt í deginum með fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvaða ís er bestur að þínu mati? Ég er rosalegur poppkorns maður, ég skal hundur heita ef poppkorns ís verður ekki næsti ís ársins,“ segir Elías hlæjandi. Tvíburarnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir tóku að sjálfsögðu þátt í Kjörísdeginum enda pabbi þeirra framkvæmdastjóri fyrirtækisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Langar raðir mynduðust í dag þar sem boðið var upp á nokkrar tegundir af furðuís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi, fjöldi fólks mætti á Ísdag Kjörís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá var það 70 ára afmæli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands en boðið var upp á glæsilega dagskrá á afmælishátíðinni í dag en stofnunin tók til starfa fyrir 70 árum fyrir tilstuðlan Jónasar Kristjánssonar læknis, sem var frumkvöðull náttúrulækninga stefnunnar hér á landi. Um 100 þúsund manns hafa notað sér þjónustu Heilsustofunar í þessi 70 ár, sem starfsemin hefur verið í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkar árangursmælingar sýna fram á mjög góðan árangur. Gestirnir lýsa yfir mikilli ánægju með dvölina og þeir 1400 manns, sem koma hérna á hverju einasta ári með tilvísun frá lækni í læknisfræðilega endurhæfingu, þeir sýna mikinn árangur. Já, við erum mjög ánægð með okkar starfsemi og árangur,“ segir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsustofnun og hafði þetta meðal annars að segja. „Við þurfum að bera ábyrgð á heilsunni okkar og þess vegna er Heilsustofnun, við erum hér til þess að styðja fólk í því,“ segir Margrét. Og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Heilsustofnunar í Hveragerði Heimasiða Kjörís í Hveragerði Hveragerði Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Við byrjum á Stóra Ísdegi Kjörís, sem er alltaf haldin í tengslum við Blómstrandi daga. Öllum var boðið upp á ís í ómældu magni og þá voru kynntar nokkrar furðutegundir af ís. Talið er að á milli 20 og 25 þúsund manns hafi tekið þátt í deginum hjá Kjörís enda heppnaðist hann ótrúlega vel. En vinsælasti furðulegasti ísinn, hann vakti mikla athygli og aðdáun gesta. „Já, það var poppkorn ís, Poppkorn er gott og ísinn er góður, þetta hlýtur að vera geðveikt, þannig að það er bara að smakka,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri Kjörís. Elías Þór Þorvarðarson, markaðsstjóri hjá Kjörís er mjög ánægður með daginn og alla þá gesti, sem tóku þátt í deginum með fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvaða ís er bestur að þínu mati? Ég er rosalegur poppkorns maður, ég skal hundur heita ef poppkorns ís verður ekki næsti ís ársins,“ segir Elías hlæjandi. Tvíburarnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir tóku að sjálfsögðu þátt í Kjörísdeginum enda pabbi þeirra framkvæmdastjóri fyrirtækisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Langar raðir mynduðust í dag þar sem boðið var upp á nokkrar tegundir af furðuís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjöldi, fjöldi fólks mætti á Ísdag Kjörís.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá var það 70 ára afmæli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands en boðið var upp á glæsilega dagskrá á afmælishátíðinni í dag en stofnunin tók til starfa fyrir 70 árum fyrir tilstuðlan Jónasar Kristjánssonar læknis, sem var frumkvöðull náttúrulækninga stefnunnar hér á landi. Um 100 þúsund manns hafa notað sér þjónustu Heilsustofunar í þessi 70 ár, sem starfsemin hefur verið í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkar árangursmælingar sýna fram á mjög góðan árangur. Gestirnir lýsa yfir mikilli ánægju með dvölina og þeir 1400 manns, sem koma hérna á hverju einasta ári með tilvísun frá lækni í læknisfræðilega endurhæfingu, þeir sýna mikinn árangur. Já, við erum mjög ánægð með okkar starfsemi og árangur,“ segir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunar. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsustofnun og hafði þetta meðal annars að segja. „Við þurfum að bera ábyrgð á heilsunni okkar og þess vegna er Heilsustofnun, við erum hér til þess að styðja fólk í því,“ segir Margrét. Og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn. Hátíðardagskráin hjá Heilsustofnun fór fram úti og voru fjölmargir gestir þá á staðnum. Einnig var hægt að skoða öll húsakynni stofnunarinnar og þiggja fjölbreyttar veitingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Heilsustofnunar í Hveragerði Heimasiða Kjörís í Hveragerði
Hveragerði Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira