„Við viljum alls ekki fá of marga“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júlí 2025 12:16 Margir tjalda á Borgarfirði eystra þegar þeir sækja Bræðsluna. Vísir/Kolbeinn Tumi Bræðslan fagnar 20 ára afmæli í dag en forvígismaður hátíðarinnar útilokar ekki tuttugu ár til viðbótar. Dagskráin sé veglegri í ár en vanalega og búið að ráða lúðrasveit og bæta við auka kvöldi vegna tilefnisins. Uppselt er á hátíðina og er biðlað til fólks að leggja ekki leið sína á hátíðarsvæðið án miða. Nóg er um að vera um allt land næstu daga enda fer ein stærsta ferðahelgi Íslendinga nú í hönd. Til að mynda má nefna Trilludaga á Siglufirði, Mærudagar á Húsavík og þá fagnar Bræðslan á Borgarfirði Eystra tuttugu ára afmæli með sérstakri hátíðardagskrá. Fagna í kvöld eins og hátíðin var í upphafi Heiðar Ásgeirsson, sem hefur stýrt Bræðslunni öll árin frá 2005 ásamt bróður sínum Magna Ásgeirssyni, segir að dagskráin verði sérstaklega vegleg vegna tilefnisins. „Það eru sérstakir afmælistónleikar í Bræðslunni í kvöld á föstudagskvöldi. Það er í fyrsta skipti sem við opnum hana á föstudagskvöldi. Venjulega höfum við bara verið þarna í eitt kvöld á laugardagskvöldi. Það er Emilíana Torrini sem verður með sérstaka afmælistónleika þar í kvöld og það var einmitt hún sem byrjaði þetta með okkur hérna árið 2005.“ Of snemmt sé til að segja til um hvort föstudagskvöldið sé komið til að vera. Dagskráin á morgun sé einnig sveipuð nostalgíu. „Á morgun erum við með ungt og efnilegt fólk eins og alltaf en við erum líka með á sviði svona fólk sem er búið að fylgja okkur svolítið í gegnum tíðina og koma nokkru sinnum. Þetta verður svolítið bland af afturhvarfi til fortíðar og svo einhverju nýju líka.“ Aldrei verið meiri eftirspurn Aldrei hefur skapast jafn mikil stemmning fyrir Bræðslunni og í ár að mati Heiðars. „Þessi fjörður, hér búa ekki nema 100 manns yfir árið. Við viljum alls ekki fá of marga gesti þó við viljum auðvitað taka á móti öllum. Það er algjörlega uppselt og eftirspurnin aldrei verið meiri en núna.“ Hann tekur fram að um stór tímamót sé að ræða og að þeir bræðurnir hafi aldrei búist við að þetta myndi ganga í tuttugu ár. „Á meðan þetta er gaman og gengur vel. Á meðan að samfélagið á Borgarfirði tekur þessu svona vel og á meðan að íbúarnir ná svona vel saman þá er engin ástæða önnur en að halda áfram.“ Tuttugu ár til viðbótar jafnvel? „Það er aldrei að vita. Aldrei að vita. Það er búið að halda þjóðhátíð í nokkuð mörg ár til dæmis.“ Bræðslan Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Nóg er um að vera um allt land næstu daga enda fer ein stærsta ferðahelgi Íslendinga nú í hönd. Til að mynda má nefna Trilludaga á Siglufirði, Mærudagar á Húsavík og þá fagnar Bræðslan á Borgarfirði Eystra tuttugu ára afmæli með sérstakri hátíðardagskrá. Fagna í kvöld eins og hátíðin var í upphafi Heiðar Ásgeirsson, sem hefur stýrt Bræðslunni öll árin frá 2005 ásamt bróður sínum Magna Ásgeirssyni, segir að dagskráin verði sérstaklega vegleg vegna tilefnisins. „Það eru sérstakir afmælistónleikar í Bræðslunni í kvöld á föstudagskvöldi. Það er í fyrsta skipti sem við opnum hana á föstudagskvöldi. Venjulega höfum við bara verið þarna í eitt kvöld á laugardagskvöldi. Það er Emilíana Torrini sem verður með sérstaka afmælistónleika þar í kvöld og það var einmitt hún sem byrjaði þetta með okkur hérna árið 2005.“ Of snemmt sé til að segja til um hvort föstudagskvöldið sé komið til að vera. Dagskráin á morgun sé einnig sveipuð nostalgíu. „Á morgun erum við með ungt og efnilegt fólk eins og alltaf en við erum líka með á sviði svona fólk sem er búið að fylgja okkur svolítið í gegnum tíðina og koma nokkru sinnum. Þetta verður svolítið bland af afturhvarfi til fortíðar og svo einhverju nýju líka.“ Aldrei verið meiri eftirspurn Aldrei hefur skapast jafn mikil stemmning fyrir Bræðslunni og í ár að mati Heiðars. „Þessi fjörður, hér búa ekki nema 100 manns yfir árið. Við viljum alls ekki fá of marga gesti þó við viljum auðvitað taka á móti öllum. Það er algjörlega uppselt og eftirspurnin aldrei verið meiri en núna.“ Hann tekur fram að um stór tímamót sé að ræða og að þeir bræðurnir hafi aldrei búist við að þetta myndi ganga í tuttugu ár. „Á meðan þetta er gaman og gengur vel. Á meðan að samfélagið á Borgarfirði tekur þessu svona vel og á meðan að íbúarnir ná svona vel saman þá er engin ástæða önnur en að halda áfram.“ Tuttugu ár til viðbótar jafnvel? „Það er aldrei að vita. Aldrei að vita. Það er búið að halda þjóðhátíð í nokkuð mörg ár til dæmis.“
Bræðslan Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira