Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 09:32 Emma skilur lítið í gagnrýninni og segir um grín að ræða, íþróttafólk sé bara svo fallegt. getty Stelpurnar okkar á EM í Sviss eru ekki þær einu sem sæta gagnrýni fyrir að birta TikTok myndbönd á miðju móti. Emma Tainio, 21 árs gamall spretthlaupari sem keppti fyrir Finnland á Evrópumóti í frjálsum íþróttum, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, meðal annars frá forseta finnska frjálsíþróttasambandsins, fyrir að birta TikTok myndband þar sem hún bendir á keppendur af hinu kyninu sem hún myndi vilja sofa hjá. Emma var meðal keppenda, líkt og fimm stelpur frá Íslandi, á EM u23 sem fór fram í Bergen í Noregi um síðustu helgi. Hún var dugleg að deila myndböndum af mótinu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram, þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eitt myndbandið vakti sérlega mikla athygli og hefur fengið tæplega þrjú hundruð þúsund áhorf. Þar sést Emma ganga um keppnissvæðið og benda á karlkyns keppendur á mótinu með lag undir sem segir „Smash, Smash, Smash“ eða á íslensku „Negla, Negla, Negla“ sem er slanguryrði, notað til að lýsa yfir kynferðislegum áhuga. „Fallegt fólk allt um kring“ skrifar Emma við myndbandið. @emmatainio Beautiful people all around me 🥹💕! #bergen2025 ♬ smash Emma hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá finnsku þjóðinni og fleirum og nú hefur forseti finnska frjálsíþróttasambandsins fordæmt hennar hegðun. „Þegar þú ferðast með landsliðinu eða klæðist merkjum Finnlands, verður þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur eitthvað upp og birtir á netið. Ef þú ert í landsliðinu, verðurðu að sýna gott fordæmi“ segir Harri Aalto, forseti finnska frjálsíþróttasambandsins, við finnska miðilinn Iltalehti. Emma sér sjálf ekkert rangt við myndbandið sem hún birti og segir það bara ómerkilegt grín. „Hugmyndin var að íþróttafólk er allt svo fallegt, þetta er ekkert dýpra en það. Þetta snerist ekki um að hlutgera eða kyngera karlmenn“ sagði Emma og var spurð hvað hún héldi að myndi gerast ef karlmaður birti samskonar myndband. „Ég er handviss um að karlmenn geri þetta líka, en ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Mér finnst þetta algjört bull.“ Frjálsar íþróttir Finnland Tengdar fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17 Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Emma var meðal keppenda, líkt og fimm stelpur frá Íslandi, á EM u23 sem fór fram í Bergen í Noregi um síðustu helgi. Hún var dugleg að deila myndböndum af mótinu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram, þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eitt myndbandið vakti sérlega mikla athygli og hefur fengið tæplega þrjú hundruð þúsund áhorf. Þar sést Emma ganga um keppnissvæðið og benda á karlkyns keppendur á mótinu með lag undir sem segir „Smash, Smash, Smash“ eða á íslensku „Negla, Negla, Negla“ sem er slanguryrði, notað til að lýsa yfir kynferðislegum áhuga. „Fallegt fólk allt um kring“ skrifar Emma við myndbandið. @emmatainio Beautiful people all around me 🥹💕! #bergen2025 ♬ smash Emma hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá finnsku þjóðinni og fleirum og nú hefur forseti finnska frjálsíþróttasambandsins fordæmt hennar hegðun. „Þegar þú ferðast með landsliðinu eða klæðist merkjum Finnlands, verður þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur eitthvað upp og birtir á netið. Ef þú ert í landsliðinu, verðurðu að sýna gott fordæmi“ segir Harri Aalto, forseti finnska frjálsíþróttasambandsins, við finnska miðilinn Iltalehti. Emma sér sjálf ekkert rangt við myndbandið sem hún birti og segir það bara ómerkilegt grín. „Hugmyndin var að íþróttafólk er allt svo fallegt, þetta er ekkert dýpra en það. Þetta snerist ekki um að hlutgera eða kyngera karlmenn“ sagði Emma og var spurð hvað hún héldi að myndi gerast ef karlmaður birti samskonar myndband. „Ég er handviss um að karlmenn geri þetta líka, en ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Mér finnst þetta algjört bull.“
Frjálsar íþróttir Finnland Tengdar fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17 Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17
Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn