Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júlí 2025 10:42 Tónleikagestir Dylans neyðast til að njóta augnabliksins. EPA Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur tilkynnt um strangt símabann á tónleikaröð sinni á Bretlandseyjum og Írlandi. Tónleikagestum verður gert að koma símunum sínum fyrir í læsanlegum pyngjum sem ekki verður hægt að opna fyrr en að tónleikum loknum. Tónleikaröðin Rough and Rowdy Ways, sem Dylan hefur ferðast með síðustu fjögur ár, heldur áfram síðar á árinu. Rokkarinn setur stefnuna á þrettán áfangastaði víðs vegar um Írland og Bretland. Aðdáendur verða þó að bíta í það súra epli að geta ekki birt myndefni af tónleikunum á samfélagsmiðla í rauntíma. Pyngjurnar sem um ræðir læsast sjálfkrafa þegar inn í tónleikasalinn er komið. EPA Í frétt Mirror um málið segir að símarnir verði ekki teknir af tónleikagestum, heldur verði þeim gert að koma þeim fyrir í svokölluðum Yondr-pyngjum, sem læsast sjálfkrafa þegar í tónleikasalinn er komið, en hægt er að opna þá á vissum svæðum utan rýmisins. „Við erum stolt af þeirri leið sem við höfum farið með því að halda tónleikunum símalausum til þess að varðveita þá nánd sem verður til þegar tónlist er í lifandi flutningi,“ hefur miðillinn eftir framkvæmdastjórn tónleikanna. Tónlist Samfélagsmiðlar Bretland Írland Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónleikaröðin Rough and Rowdy Ways, sem Dylan hefur ferðast með síðustu fjögur ár, heldur áfram síðar á árinu. Rokkarinn setur stefnuna á þrettán áfangastaði víðs vegar um Írland og Bretland. Aðdáendur verða þó að bíta í það súra epli að geta ekki birt myndefni af tónleikunum á samfélagsmiðla í rauntíma. Pyngjurnar sem um ræðir læsast sjálfkrafa þegar inn í tónleikasalinn er komið. EPA Í frétt Mirror um málið segir að símarnir verði ekki teknir af tónleikagestum, heldur verði þeim gert að koma þeim fyrir í svokölluðum Yondr-pyngjum, sem læsast sjálfkrafa þegar í tónleikasalinn er komið, en hægt er að opna þá á vissum svæðum utan rýmisins. „Við erum stolt af þeirri leið sem við höfum farið með því að halda tónleikunum símalausum til þess að varðveita þá nánd sem verður til þegar tónlist er í lifandi flutningi,“ hefur miðillinn eftir framkvæmdastjórn tónleikanna.
Tónlist Samfélagsmiðlar Bretland Írland Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira