Fannst látinn í hótelherbergi sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 06:33 Pedro Antonio Rodriguez sést hér til vinstri á myndinni eftir að hafa tapað bardaganum á móti Phillip Vela. Nokkrum klukkutímum seinna var hann látinn. @delsolboxing Eiginkonan talaði við hann eftir bardagann en heyrði svo ekkert meira fyrr en lögreglan hafði samband og lét hana vita af því að eiginmaðurinn væri allur. Mexíkóski hnefaleikakappinn Pedro Antonio Rodriguez var staddur í Bandaríkjunum þar sem hann steig inn í hnefaleikahringinn á móti Phillip Vela. Daginn eftir var þessi 37 ára gamli bardagamaður látinn. Bardaginn, sem fékk nafnið „Brawl in the Barrio“ eða „Barrio bardaginn“, fór fram í Phoenix í Ariziona fylki og Phillip Vela hafði betur. Samkvæmt frétt hjá spænska blaðinu Marca þá fór Rodriguez upp á hótelherbergið sitt eftir bardagann. Rodriguez ætlaði að fara út til að fá sér að borða en fannst svo látinn af hótelstarfsmanni á sunnudagsmorgninum. Leigubíllinn beið fyrir utan Starfsmaðurinn braust inn í hótelherbergið þegar hann fékk engin viðbrögð en þá var leigubíll að bíða eftir hnefaleikakappanum til að flytja hann út á flugvöll. Engin dánarorsök var gefin upp en lögreglurannsókn stendur yfir. Það er því ekki ljóst hvort bardaginn hafi eitthvað með það að segja hvernig fór fyrir Rodriguez. Eiginkona Rodriguez hefur komið fram og tjáð sig um fráfall eiginmannsins. Veit ekki hvað kom fyrir hann „Ég veit ekki hvað gerðist, einhvers konar áfall. Ég veit ekki hvað kom fyrir hann. Ég er mjög ringluð. Við verðum að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókninni,“ hafði Marca eftir eiginkonu Rodriguez, Karla Valenzuela. „Hann hringdi í mig eftir bardagann og ég sá hann þá í mynd. Hann sagðist ætla að fara út að ná sér í mat en hann kæmi fljótt til baka því hann væri að fara út á flugvöll klukkan 3.30. Við ræddum ekki saman um annað,“ sagði Valenzuela. Andstæðingur Rodriguez, Phillip Vela, sagðist vera algjörlega niðurbrotinn eftir að hafa fengið fréttirnar af örlögum mótherja síns. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Box Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Mexíkóski hnefaleikakappinn Pedro Antonio Rodriguez var staddur í Bandaríkjunum þar sem hann steig inn í hnefaleikahringinn á móti Phillip Vela. Daginn eftir var þessi 37 ára gamli bardagamaður látinn. Bardaginn, sem fékk nafnið „Brawl in the Barrio“ eða „Barrio bardaginn“, fór fram í Phoenix í Ariziona fylki og Phillip Vela hafði betur. Samkvæmt frétt hjá spænska blaðinu Marca þá fór Rodriguez upp á hótelherbergið sitt eftir bardagann. Rodriguez ætlaði að fara út til að fá sér að borða en fannst svo látinn af hótelstarfsmanni á sunnudagsmorgninum. Leigubíllinn beið fyrir utan Starfsmaðurinn braust inn í hótelherbergið þegar hann fékk engin viðbrögð en þá var leigubíll að bíða eftir hnefaleikakappanum til að flytja hann út á flugvöll. Engin dánarorsök var gefin upp en lögreglurannsókn stendur yfir. Það er því ekki ljóst hvort bardaginn hafi eitthvað með það að segja hvernig fór fyrir Rodriguez. Eiginkona Rodriguez hefur komið fram og tjáð sig um fráfall eiginmannsins. Veit ekki hvað kom fyrir hann „Ég veit ekki hvað gerðist, einhvers konar áfall. Ég veit ekki hvað kom fyrir hann. Ég er mjög ringluð. Við verðum að bíða eftir niðurstöðum úr rannsókninni,“ hafði Marca eftir eiginkonu Rodriguez, Karla Valenzuela. „Hann hringdi í mig eftir bardagann og ég sá hann þá í mynd. Hann sagðist ætla að fara út að ná sér í mat en hann kæmi fljótt til baka því hann væri að fara út á flugvöll klukkan 3.30. Við ræddum ekki saman um annað,“ sagði Valenzuela. Andstæðingur Rodriguez, Phillip Vela, sagðist vera algjörlega niðurbrotinn eftir að hafa fengið fréttirnar af örlögum mótherja síns. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Box Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum