Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2025 23:14 Arnar Pétursson var dæmdur úr leik og sakaður um að hafa stytt sér leið. @arnarpeturs Jóna Þórey Pétursdóttir, varaþingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Samfylkinguna, tjáir sig í kvöld um brottvísun Arnars Péturssonar úr Íslandsmeistarahlaupinu í 10 kílómetra hlaupi í gærkvöldi. Jóna, sem er systir Arnars, byrjar pistil sinn á orðunum: „Nú er nóg komið.“ Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið. Hún segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Hún segir líka svívirðilegt að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð Jóna hrósar bróður sinum. „Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð fyrir venjulegt fólk sem kann að hafa miklað það fyrir sér að fara hlaupa eða hreyfa sig. Hann hefur lyft hlaupum í umræðunni á Íslandi og gert þau skemmtilegri og aðgengilegri og aukið áhuga fólks á frjálsum íþróttum,“ skrifaði Jóna. „Í gær var hann, óréttilega, dæmdur úr leik í gær þegar hann vann 10 km götuhlaup á vegum Ármanns og hefði átt að hljóta Íslandsmeistaratitil fyrir sigurinn. Enn dómari hélt nú ekki, heldur sagði - í lok hlaups - að hann hefði stigið “3 skref” út fyrir gangstéttina sem hlaupið var á, þegar um 6,5 km voru búnir af hlaupinu. Já, skrefin tók hann þegar 6,5 km voru búnir. Nei honum var ekki veitt viðvörun um leið. Heldur var hann látinn klára hlaupið og tilkynnt um niðurstöðuna þegar titillinn var kominn í hús eftir alla 10 km,“ skrifaði Jóna. Aðrir fóru líka út fyrir gangstéttina „Skrefin höfðu engin áhrif á stöðu hans eða annarra keppenda, og höfðu engin áhrif á vegalengdina sem hlaupin var. Hann komst ekki fram úr neinum með þessum skrefum, og fór ekki styttri leið en aðrir. Aðrir hlauparar, þar á meðal skráður sigurvegar skv. úrslitum hlaupsins, fóru líka út fyrir gangstéttina,“ skrifaði Jóna. „Í dag gaf Frjálsíþróttadeild Ármanns út yfirlýsingu, þar sem formaður, mótsstjóri o.fl. aðilar, fullyrða að hlaupari (Arnar) “stytti sér þar með leið” með skrefunum þremur út af gangstéttinni, og taka þar með afstöðu í málinu - ranga afstöðu,“ skrifaði Jóna. Svívirðilegt „Að félagið beiti sér gegn keppanda með þessum hætti, sem á augljóslega eftir að kæra dóminn og úrslit mótsins og fá niðurstöðu í því máli, er svívirðilegt. Keppandinn, er einstaklingur, sem þarf að verja hlut sinn þar sem allt er upp í móti. Staða keppanda í þessum aðstæðum er virkilega erfið þegar kemur að kæruleiðum,“ skrifaði Jóna. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34 Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Jóna, sem er systir Arnars, byrjar pistil sinn á orðunum: „Nú er nóg komið.“ Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið. Hún segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Hún segir líka svívirðilegt að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð Jóna hrósar bróður sinum. „Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð fyrir venjulegt fólk sem kann að hafa miklað það fyrir sér að fara hlaupa eða hreyfa sig. Hann hefur lyft hlaupum í umræðunni á Íslandi og gert þau skemmtilegri og aðgengilegri og aukið áhuga fólks á frjálsum íþróttum,“ skrifaði Jóna. „Í gær var hann, óréttilega, dæmdur úr leik í gær þegar hann vann 10 km götuhlaup á vegum Ármanns og hefði átt að hljóta Íslandsmeistaratitil fyrir sigurinn. Enn dómari hélt nú ekki, heldur sagði - í lok hlaups - að hann hefði stigið “3 skref” út fyrir gangstéttina sem hlaupið var á, þegar um 6,5 km voru búnir af hlaupinu. Já, skrefin tók hann þegar 6,5 km voru búnir. Nei honum var ekki veitt viðvörun um leið. Heldur var hann látinn klára hlaupið og tilkynnt um niðurstöðuna þegar titillinn var kominn í hús eftir alla 10 km,“ skrifaði Jóna. Aðrir fóru líka út fyrir gangstéttina „Skrefin höfðu engin áhrif á stöðu hans eða annarra keppenda, og höfðu engin áhrif á vegalengdina sem hlaupin var. Hann komst ekki fram úr neinum með þessum skrefum, og fór ekki styttri leið en aðrir. Aðrir hlauparar, þar á meðal skráður sigurvegar skv. úrslitum hlaupsins, fóru líka út fyrir gangstéttina,“ skrifaði Jóna. „Í dag gaf Frjálsíþróttadeild Ármanns út yfirlýsingu, þar sem formaður, mótsstjóri o.fl. aðilar, fullyrða að hlaupari (Arnar) “stytti sér þar með leið” með skrefunum þremur út af gangstéttinni, og taka þar með afstöðu í málinu - ranga afstöðu,“ skrifaði Jóna. Svívirðilegt „Að félagið beiti sér gegn keppanda með þessum hætti, sem á augljóslega eftir að kæra dóminn og úrslit mótsins og fá niðurstöðu í því máli, er svívirðilegt. Keppandinn, er einstaklingur, sem þarf að verja hlut sinn þar sem allt er upp í móti. Staða keppanda í þessum aðstæðum er virkilega erfið þegar kemur að kæruleiðum,“ skrifaði Jóna. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34 Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34
Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05