Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2025 23:14 Arnar Pétursson var dæmdur úr leik og sakaður um að hafa stytt sér leið. @arnarpeturs Jóna Þórey Pétursdóttir, varaþingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Samfylkinguna, tjáir sig í kvöld um brottvísun Arnars Péturssonar úr Íslandsmeistarahlaupinu í 10 kílómetra hlaupi í gærkvöldi. Jóna, sem er systir Arnars, byrjar pistil sinn á orðunum: „Nú er nóg komið.“ Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið. Hún segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Hún segir líka svívirðilegt að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð Jóna hrósar bróður sinum. „Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð fyrir venjulegt fólk sem kann að hafa miklað það fyrir sér að fara hlaupa eða hreyfa sig. Hann hefur lyft hlaupum í umræðunni á Íslandi og gert þau skemmtilegri og aðgengilegri og aukið áhuga fólks á frjálsum íþróttum,“ skrifaði Jóna. „Í gær var hann, óréttilega, dæmdur úr leik í gær þegar hann vann 10 km götuhlaup á vegum Ármanns og hefði átt að hljóta Íslandsmeistaratitil fyrir sigurinn. Enn dómari hélt nú ekki, heldur sagði - í lok hlaups - að hann hefði stigið “3 skref” út fyrir gangstéttina sem hlaupið var á, þegar um 6,5 km voru búnir af hlaupinu. Já, skrefin tók hann þegar 6,5 km voru búnir. Nei honum var ekki veitt viðvörun um leið. Heldur var hann látinn klára hlaupið og tilkynnt um niðurstöðuna þegar titillinn var kominn í hús eftir alla 10 km,“ skrifaði Jóna. Aðrir fóru líka út fyrir gangstéttina „Skrefin höfðu engin áhrif á stöðu hans eða annarra keppenda, og höfðu engin áhrif á vegalengdina sem hlaupin var. Hann komst ekki fram úr neinum með þessum skrefum, og fór ekki styttri leið en aðrir. Aðrir hlauparar, þar á meðal skráður sigurvegar skv. úrslitum hlaupsins, fóru líka út fyrir gangstéttina,“ skrifaði Jóna. „Í dag gaf Frjálsíþróttadeild Ármanns út yfirlýsingu, þar sem formaður, mótsstjóri o.fl. aðilar, fullyrða að hlaupari (Arnar) “stytti sér þar með leið” með skrefunum þremur út af gangstéttinni, og taka þar með afstöðu í málinu - ranga afstöðu,“ skrifaði Jóna. Svívirðilegt „Að félagið beiti sér gegn keppanda með þessum hætti, sem á augljóslega eftir að kæra dóminn og úrslit mótsins og fá niðurstöðu í því máli, er svívirðilegt. Keppandinn, er einstaklingur, sem þarf að verja hlut sinn þar sem allt er upp í móti. Staða keppanda í þessum aðstæðum er virkilega erfið þegar kemur að kæruleiðum,“ skrifaði Jóna. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34 Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Útilokar ekki að koma heim Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
Jóna, sem er systir Arnars, byrjar pistil sinn á orðunum: „Nú er nóg komið.“ Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið. Hún segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Hún segir líka svívirðilegt að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð Jóna hrósar bróður sinum. „Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð fyrir venjulegt fólk sem kann að hafa miklað það fyrir sér að fara hlaupa eða hreyfa sig. Hann hefur lyft hlaupum í umræðunni á Íslandi og gert þau skemmtilegri og aðgengilegri og aukið áhuga fólks á frjálsum íþróttum,“ skrifaði Jóna. „Í gær var hann, óréttilega, dæmdur úr leik í gær þegar hann vann 10 km götuhlaup á vegum Ármanns og hefði átt að hljóta Íslandsmeistaratitil fyrir sigurinn. Enn dómari hélt nú ekki, heldur sagði - í lok hlaups - að hann hefði stigið “3 skref” út fyrir gangstéttina sem hlaupið var á, þegar um 6,5 km voru búnir af hlaupinu. Já, skrefin tók hann þegar 6,5 km voru búnir. Nei honum var ekki veitt viðvörun um leið. Heldur var hann látinn klára hlaupið og tilkynnt um niðurstöðuna þegar titillinn var kominn í hús eftir alla 10 km,“ skrifaði Jóna. Aðrir fóru líka út fyrir gangstéttina „Skrefin höfðu engin áhrif á stöðu hans eða annarra keppenda, og höfðu engin áhrif á vegalengdina sem hlaupin var. Hann komst ekki fram úr neinum með þessum skrefum, og fór ekki styttri leið en aðrir. Aðrir hlauparar, þar á meðal skráður sigurvegar skv. úrslitum hlaupsins, fóru líka út fyrir gangstéttina,“ skrifaði Jóna. „Í dag gaf Frjálsíþróttadeild Ármanns út yfirlýsingu, þar sem formaður, mótsstjóri o.fl. aðilar, fullyrða að hlaupari (Arnar) “stytti sér þar með leið” með skrefunum þremur út af gangstéttinni, og taka þar með afstöðu í málinu - ranga afstöðu,“ skrifaði Jóna. Svívirðilegt „Að félagið beiti sér gegn keppanda með þessum hætti, sem á augljóslega eftir að kæra dóminn og úrslit mótsins og fá niðurstöðu í því máli, er svívirðilegt. Keppandinn, er einstaklingur, sem þarf að verja hlut sinn þar sem allt er upp í móti. Staða keppanda í þessum aðstæðum er virkilega erfið þegar kemur að kæruleiðum,“ skrifaði Jóna. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34 Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Útilokar ekki að koma heim Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Hádramatík í sex marka leik Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park „Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34
Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05