Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2025 23:14 Arnar Pétursson var dæmdur úr leik og sakaður um að hafa stytt sér leið. @arnarpeturs Jóna Þórey Pétursdóttir, varaþingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Samfylkinguna, tjáir sig í kvöld um brottvísun Arnars Péturssonar úr Íslandsmeistarahlaupinu í 10 kílómetra hlaupi í gærkvöldi. Jóna, sem er systir Arnars, byrjar pistil sinn á orðunum: „Nú er nóg komið.“ Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið. Hún segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Hún segir líka svívirðilegt að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð Jóna hrósar bróður sinum. „Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð fyrir venjulegt fólk sem kann að hafa miklað það fyrir sér að fara hlaupa eða hreyfa sig. Hann hefur lyft hlaupum í umræðunni á Íslandi og gert þau skemmtilegri og aðgengilegri og aukið áhuga fólks á frjálsum íþróttum,“ skrifaði Jóna. „Í gær var hann, óréttilega, dæmdur úr leik í gær þegar hann vann 10 km götuhlaup á vegum Ármanns og hefði átt að hljóta Íslandsmeistaratitil fyrir sigurinn. Enn dómari hélt nú ekki, heldur sagði - í lok hlaups - að hann hefði stigið “3 skref” út fyrir gangstéttina sem hlaupið var á, þegar um 6,5 km voru búnir af hlaupinu. Já, skrefin tók hann þegar 6,5 km voru búnir. Nei honum var ekki veitt viðvörun um leið. Heldur var hann látinn klára hlaupið og tilkynnt um niðurstöðuna þegar titillinn var kominn í hús eftir alla 10 km,“ skrifaði Jóna. Aðrir fóru líka út fyrir gangstéttina „Skrefin höfðu engin áhrif á stöðu hans eða annarra keppenda, og höfðu engin áhrif á vegalengdina sem hlaupin var. Hann komst ekki fram úr neinum með þessum skrefum, og fór ekki styttri leið en aðrir. Aðrir hlauparar, þar á meðal skráður sigurvegar skv. úrslitum hlaupsins, fóru líka út fyrir gangstéttina,“ skrifaði Jóna. „Í dag gaf Frjálsíþróttadeild Ármanns út yfirlýsingu, þar sem formaður, mótsstjóri o.fl. aðilar, fullyrða að hlaupari (Arnar) “stytti sér þar með leið” með skrefunum þremur út af gangstéttinni, og taka þar með afstöðu í málinu - ranga afstöðu,“ skrifaði Jóna. Svívirðilegt „Að félagið beiti sér gegn keppanda með þessum hætti, sem á augljóslega eftir að kæra dóminn og úrslit mótsins og fá niðurstöðu í því máli, er svívirðilegt. Keppandinn, er einstaklingur, sem þarf að verja hlut sinn þar sem allt er upp í móti. Staða keppanda í þessum aðstæðum er virkilega erfið þegar kemur að kæruleiðum,“ skrifaði Jóna. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34 Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sjá meira
Jóna, sem er systir Arnars, byrjar pistil sinn á orðunum: „Nú er nóg komið.“ Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið. Hún segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Hún segir líka svívirðilegt að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð Jóna hrósar bróður sinum. „Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð fyrir venjulegt fólk sem kann að hafa miklað það fyrir sér að fara hlaupa eða hreyfa sig. Hann hefur lyft hlaupum í umræðunni á Íslandi og gert þau skemmtilegri og aðgengilegri og aukið áhuga fólks á frjálsum íþróttum,“ skrifaði Jóna. „Í gær var hann, óréttilega, dæmdur úr leik í gær þegar hann vann 10 km götuhlaup á vegum Ármanns og hefði átt að hljóta Íslandsmeistaratitil fyrir sigurinn. Enn dómari hélt nú ekki, heldur sagði - í lok hlaups - að hann hefði stigið “3 skref” út fyrir gangstéttina sem hlaupið var á, þegar um 6,5 km voru búnir af hlaupinu. Já, skrefin tók hann þegar 6,5 km voru búnir. Nei honum var ekki veitt viðvörun um leið. Heldur var hann látinn klára hlaupið og tilkynnt um niðurstöðuna þegar titillinn var kominn í hús eftir alla 10 km,“ skrifaði Jóna. Aðrir fóru líka út fyrir gangstéttina „Skrefin höfðu engin áhrif á stöðu hans eða annarra keppenda, og höfðu engin áhrif á vegalengdina sem hlaupin var. Hann komst ekki fram úr neinum með þessum skrefum, og fór ekki styttri leið en aðrir. Aðrir hlauparar, þar á meðal skráður sigurvegar skv. úrslitum hlaupsins, fóru líka út fyrir gangstéttina,“ skrifaði Jóna. „Í dag gaf Frjálsíþróttadeild Ármanns út yfirlýsingu, þar sem formaður, mótsstjóri o.fl. aðilar, fullyrða að hlaupari (Arnar) “stytti sér þar með leið” með skrefunum þremur út af gangstéttinni, og taka þar með afstöðu í málinu - ranga afstöðu,“ skrifaði Jóna. Svívirðilegt „Að félagið beiti sér gegn keppanda með þessum hætti, sem á augljóslega eftir að kæra dóminn og úrslit mótsins og fá niðurstöðu í því máli, er svívirðilegt. Keppandinn, er einstaklingur, sem þarf að verja hlut sinn þar sem allt er upp í móti. Staða keppanda í þessum aðstæðum er virkilega erfið þegar kemur að kæruleiðum,“ skrifaði Jóna. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34 Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sjá meira
Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34
Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05