Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. júní 2025 21:47 Kristófer Ingi Kristinsson skoraði þrennu fyrir Breiðablik í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kristófer Ingi Kristinsson átti frábæra innkomu inn í lið Breiðabliks sem vann góðan 1-4 sigur í kvöld en hann skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og hjálpaði Breiðablik heldur betur í endurkomu gegn Stjörnunni. „Helvíti mikilvægt að vinna bara hérna erfiðan andstæðing í dag. Stjarnan eru búnir að vera helvíti öflugir síðustu leiki og við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson framherji Breiðabliks í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Breiðablik gerði þrefalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks og það tók Kristófer Inga ekki nema um tvær mínútur að setja sitt mark á leikinn og gefa tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Við vorum 1-0 undir svo við þurftum mörk. Sem betur fer náði maður að hjálpa liðinu í dag,“ Meiðsli hafa verið að hrjá Kristófer Inga í svolítin tíma en hann er þó vonandi allur að koma til. „Ég er búin að vera meiddu í vetur og er búin að vera vinna mig í gang núna. Er búin að vera aðeins tæpur í kálfanum fyrir leikinn og bara frábært að ná að geta skilað sínu í dag allavega,“ Tobias Thomsen tók út leikbann í kvöld og má segja að Kristófer Ingi hafi svo sannarlega minnt á sig með þessari innkomu í kvöld. „Við erum bara með frábæran hóp og það eru bara allir jafn mikilvægir hvort sem að þeir séu að spila í byrjunarliðinu eða koma inn af bekknum eins og við sáum í dag,“ „Það þarf bara að sinna sínu hlutverki eins og er og ég er auðvitað að koma til baka úr meiðslum og þarf að sanna mig og spila mig í stand. Ég byrja allavega að svara kallinu svona,“ Aðspurður um hversu langt væri í níutíu mínúturnar sagðist Kristófer Ingi nánast vera klár. „Ég er nánast klár. Ég var aðeins tæpur fyrir síðasta leik og hvíldi þann leik en ég er bara klár í næsta leik“ Stjarnan hafði möguleika á að lyfta sér upp fyrir Breiðablik með sigri í kvöld svo þetta var mikilvægur sigur fyrir Breiðablik. „Heldur betur, þetta var bara fáránlega mikilvægur sigur og allir voru að skila sínu. Ef við ætlum að vinna þennan titil þá þurfum við að vinna svona leiki“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson að lokum. Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Sjá meira
„Helvíti mikilvægt að vinna bara hérna erfiðan andstæðing í dag. Stjarnan eru búnir að vera helvíti öflugir síðustu leiki og við vissum að þetta yrði erfiður leikur“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson framherji Breiðabliks í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Breiðablik gerði þrefalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks og það tók Kristófer Inga ekki nema um tvær mínútur að setja sitt mark á leikinn og gefa tóninn fyrir það sem koma skyldi. „Við vorum 1-0 undir svo við þurftum mörk. Sem betur fer náði maður að hjálpa liðinu í dag,“ Meiðsli hafa verið að hrjá Kristófer Inga í svolítin tíma en hann er þó vonandi allur að koma til. „Ég er búin að vera meiddu í vetur og er búin að vera vinna mig í gang núna. Er búin að vera aðeins tæpur í kálfanum fyrir leikinn og bara frábært að ná að geta skilað sínu í dag allavega,“ Tobias Thomsen tók út leikbann í kvöld og má segja að Kristófer Ingi hafi svo sannarlega minnt á sig með þessari innkomu í kvöld. „Við erum bara með frábæran hóp og það eru bara allir jafn mikilvægir hvort sem að þeir séu að spila í byrjunarliðinu eða koma inn af bekknum eins og við sáum í dag,“ „Það þarf bara að sinna sínu hlutverki eins og er og ég er auðvitað að koma til baka úr meiðslum og þarf að sanna mig og spila mig í stand. Ég byrja allavega að svara kallinu svona,“ Aðspurður um hversu langt væri í níutíu mínúturnar sagðist Kristófer Ingi nánast vera klár. „Ég er nánast klár. Ég var aðeins tæpur fyrir síðasta leik og hvíldi þann leik en ég er bara klár í næsta leik“ Stjarnan hafði möguleika á að lyfta sér upp fyrir Breiðablik með sigri í kvöld svo þetta var mikilvægur sigur fyrir Breiðablik. „Heldur betur, þetta var bara fáránlega mikilvægur sigur og allir voru að skila sínu. Ef við ætlum að vinna þennan titil þá þurfum við að vinna svona leiki“ sagði Kristófer Ingi Kristinsson að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Sjá meira