Hundruð milljóna um allan heim muni eignast færri börn en þau vilja Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júní 2025 09:10 Stjórnvöld víða um heim hafa áhyggjur af fæðingartíðni en í nýrri skýrslu segir að aðgerðir til að takast á við lækkandi fæðingartíðni hafi oft öfug áhrif. Vísir/Getty Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, varar við því í nýrri skýrslu að hundruð milljóna um allan heim geti ekki eignast jafn mörg börn og þau langar vegna þess kostnaðar sem fylgir foreldrahlutverkinu eða vegna þess að þau finna ekki maka við hæfi. Í skýrslunni segir að flesta langi í börn en að of margir séu útilokaðir frá foreldrahlutverkinu. Konum sé að mestu kennt um að fólksfjölgun sé ekki næg og þær smánaðar í fjölmiðlum fyrir að velja að gifta sig ekki eða að eignast ekki börn. Á sama tíma sýni niðurstöður könnunarinnar að flesta langi í eitt eða fleiri börn en óttist að það geti ekki orðið að raunveruleika. Um helmingur segir fjárhag skipta þar mestu máli og þá í tengslum við húsnæðiskostnað, dagvistun og atvinnuöryggi. Leiðtogar kalli eftir hraðari fjölgun á sama tíma því þeir óttist að vinnuafl verði annars ekki nægjanlegt til að viðhalda efnahagskerfinu. Sjá einnig: Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Í skýrslunni segir að minni frjósemi og efnahagskerfi sem kólni eigi þó eitt sameiginlegt, og það sé kynjamisrétti. Þegar ekki sé gætt að jafnrétti á vinnustöðum fari konur ekki á vinnumarkaðinn. Eins sé það kynjamisrétti sem valdi því að konur eignist ekki jafn mörg börn og þær langi, því þær sjái að mestu um umönnun barnanna og sinni heimilisverkum. Það sé þekkt breyta sem stuðli að minni frjósemi. Þegar konur séu ekki neyddar til að velja á milli móðurhlutverksins og ferilsins séu þær líklegri til að eignast eins mörg börn og þær langar. Fjölmargir segja fjárhag koma í veg fyrir að þau eignist fleiri börn. Vísir/Getty Í skýrslunni segir að enn séu líka enn of margir að eignast börn sem þau vildu ekki eða voru ekki tilbúin fyrir. Einn af hverjum þremur sagði þannig að þau sjálf eða maki þeirra hafi orðið óvart ólétt og einn af hverjum fimm sagðist hafa fundið fyrir þrýstingi að eignast barn þegar þau vildu það ekki. Fjórðungur karlmanna og þriðjungur kvenna sagðist hafa liðið eins og þau gætu ekki sagt nei við kynlífi. Aðgerðir hafi jafnvel öfug áhrif Í skýrslunni er tekið dæmi um Nígeríu þar sem konur eignast að meðaltali fimm börn. Þar sagðist einn af hverjum tíu búast við því að eignast fleiri börn en þau vilji og að þar skipti mestu máli lélegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega um fjölskylduáætlun. Sjá einnig: Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda Þá segir að flestar frjósemisáætlanir virki ekki eða hafi öfug áhrif. Jafnvel í löndum þar sem fólksfjölgun sé stöðug hafi stjórnvöld áhyggjur og hafi innleitt aukagreiðslur til þeirra sem eignist börn eða lækki tímabundið dagvistunar- eða húsnæðisgjöld. Slíkar áætlanir hafi sjaldan áætluð áhrif. Í verstu tilfellunum hafi slíkar áætlanir jafnvel þannig áhrif að tekin séu skref aftur á bak þegar kemur að réttindum er varða heilbrigði og frjósemi. Í sumum löndum hafi verið dregið úr kynfræðslu í skólum, dregið úr aðgengi að getnaðarvörnum og þungunarrof gert saknæmt. Það síðasta auki til dæmis líkurnar á því að þungunarrof sé framkvæmt við óöruggar aðstæður sem auki líkurnar á hlutfalli kvenna sem látist við fæðingu og ófrjósemisvandamálum. Sagan sýni að leiðir til þess að stýra frjósemi hafi oft leitt til skerðingar á mannréttindum og nauðungar. Að takmarka val ungs fólks leiði til þess að það verði svartsýnna um framtíð sína og ólíklegra til að eignast fleiri börn. Í Nígeríu eignast konur að meðaltali fimm börn. Myndin er tekin á fæðingardeild King Fahed IBN Abdul-Azezz kvenna- og barnaspítalanum í Gusau. Vísir/Getty Það sem virki sé að tryggja fólki öryggi, jafnrétti og von. Það þurfi að tryggja fólki fjárhagslegt öryggi en einnig aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá þurfi einnig að huga að stöðunni í heiminum en um tuttugu prósent þeirra sem svöruðu könnunni sögðust hafa áhyggjur af stríði, farsótt, stjórnmálum og loftslagsvánni, og að það myndi valda því að þau myndu ekki eignast jafn mörg börn og þau langi. Það sem virki sé að bæta aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu og sérstaklega fyrir fatlað fólk, þjóðernisminnihluta og innflytjendur. Styðja eigi við konur svo þær geti verið áfram á vinnumarkaði án þess að fórna móðurhlutverkinu. Það sé gert með því að útrýma kenningum og vinnustaðastefnum sem dragi úr því að karlmenn taki þátt í barnauppeldi. Það geti einnig þýtt að styðja þurfi betur við fólk sem á við frjósemisvanda eða vill ættleiða og fólk sem er útilokað frá barneignum, til dæmis hinsegin fólk, einhleypa og konur sem áður voru taldar of gamlar til að eignast börn. Á sama tíma verði að virða val fólks um að eignast ekki börn. Einn af hverjum fimm eignast færri börn en þau vilja Fjórtán þúsund manns í fjórtán löndum tóku þátt í könnun UNFPA um frjósemisætlanir sínar. Einn af hverjum fimm sagðist ekki hafa eignast eða byggist ekki við því að eignast þann fjölda barna sem þau langaði í. Löndin sem tóku þátt voru Suður Kórea, Taíland, Ítalía, Ungverjaland, Þýskaland, Svíþjóð, Brasilía, Mexíkó, Bandaríkin, Indland, Indónesía, Marokkó, Suður-Afríka og Nígería en íbúar þessara landa telja þriðjung mannkyns. Í umfjöllun BBC um skýrsluna segir að í löndunum búi bland af tekjulágum, fólki með meðaltekjur og hátekjufólki. Bæði var rætt við ungt fólk og eldra fólk sem er komið yfir barneignaraldur. „Fordæmalaus þróun í fæðingartíðni er hafin í heiminum,“ er haft eftir Dr Natalia Kanem, forstjóra Mannfjöldasjóðsins, í frétt BBC. Dr Natalia Kanem, forstjóra Mannfjöldasjóðsins segir stærstu krísuna ekki snúast um vilja fólks heldur val. Vísir/Getty Hún segir flesta sem rætt var við hafa viljað tvö eða fleiri börn en að fæðingartíðni hrapi vegna þess að þeim líði eins og þau geti ekki stofnað til þeirrar fjölskyldu sem þau vilja eiga og það sé raunverulega krísan. „Stór hluti fólks getur ekki stofnað til þeirrar fjölskyldu sem það vill. Vandamálið er skortur á vali, ekki vilja, með miklum afleiðingum fyrir bæði einstaklinga og samfélagið. Það er raunverulega frjósemiskrísan og svarið liggur í því að svara því sem fólkið kallar eftir: Launað fæðingarorlof, frjósemisaðstoð á viðráðanlegu verði og styðjandi maki,“ segir Kanem. Tólf prósent að meðaltali sögðu ófrjósemi eða erfiðleika við getnað ástæðuna fyrir því að þau áttu ekki þann fjölda barna sem þeim langaði í. Vísir/Getty Í frétt BBC er einnig rætt við lýðfræðinginn Anna Rotkirch sem segir rétt að kalla þetta krísu. Rotkirch hefur rannsakað fæðingartíðni og leiðbeint finnsku ríkisstjórninni um aðgerðir tengt mannfjöldaþróun. Í frétt BBC kemur fram að könnunin sé fyrsta kynning og að seinna á árinu eigi að stækka hana þannig hún taki til 50 landa í heiminum. Þá er tekið fram að vegna þess hve til dæmis úrtakið er lítið með tilliti til aldurs sé erfitt að draga ályktanir út frá skýrslunni en að sumar niðurstöður séu þó alveg skýrar. Geti leitt til ýktra viðbragða Til dæmis sé það sameiginlegt að 39 prósent fólks í öllum löndum sagði peninga koma í veg fyrir að þau eignist fleiri börn. Hæsta hlutfallið var í Suður-Kóreu, 58 prósent, og það lægsta í Svíþjóð, 19 prósent. Tólf prósent að meðaltali sögðu ófrjósemi eða erfiðleika við getnað ástæðuna fyrir því að þau áttu ekki þann fjölda barna sem þeim langaði í. En þetta hlutfall var þó víða hærra eins og í Taílandi, 19 prósent, Bandaríkjunum, 16 prósent, Suður-Afríku, 15 prósent, Nígeríu, 14 prósent, og Indlandi, þrettán prósent. Kanem segir best að gæta varúðar í viðbrögðum við slíkum fréttum. Ýmist sé í heiminum talað um að fólk sé of margt eða að þeim fækki of hratt. Slík umfjöllun leiði til ýktra viðbragða og stundum til viðbragða sem blekki, eins og til dæmis til að fá konur til að eignast fleiri eða færri börn en þær vilja. Í þessu samhengi bendir hún á að fyrir 40 árum hafi Kína, Kóra, Japan, Taíland og Tyrkland öll haft áhyggjur af því að mannfjölda fjölgaði of hratt. Árið 2015 hafi svo öll þessi lönd verið að leita leiða til að auka frjósemi. Frjósemi Mannfjöldi Efnahagsmál Fjölskyldumál Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Ríkharð Óskar Guðnason eða Rikki G og eiginkona hans Valdís hafa staðið í ströngu í mörg ár við það að reyna eignast annað barn. 28. maí 2025 14:03 Mari sló met í eggheimtu „Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum. 9. desember 2024 14:21 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Í skýrslunni segir að flesta langi í börn en að of margir séu útilokaðir frá foreldrahlutverkinu. Konum sé að mestu kennt um að fólksfjölgun sé ekki næg og þær smánaðar í fjölmiðlum fyrir að velja að gifta sig ekki eða að eignast ekki börn. Á sama tíma sýni niðurstöður könnunarinnar að flesta langi í eitt eða fleiri börn en óttist að það geti ekki orðið að raunveruleika. Um helmingur segir fjárhag skipta þar mestu máli og þá í tengslum við húsnæðiskostnað, dagvistun og atvinnuöryggi. Leiðtogar kalli eftir hraðari fjölgun á sama tíma því þeir óttist að vinnuafl verði annars ekki nægjanlegt til að viðhalda efnahagskerfinu. Sjá einnig: Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Í skýrslunni segir að minni frjósemi og efnahagskerfi sem kólni eigi þó eitt sameiginlegt, og það sé kynjamisrétti. Þegar ekki sé gætt að jafnrétti á vinnustöðum fari konur ekki á vinnumarkaðinn. Eins sé það kynjamisrétti sem valdi því að konur eignist ekki jafn mörg börn og þær langi, því þær sjái að mestu um umönnun barnanna og sinni heimilisverkum. Það sé þekkt breyta sem stuðli að minni frjósemi. Þegar konur séu ekki neyddar til að velja á milli móðurhlutverksins og ferilsins séu þær líklegri til að eignast eins mörg börn og þær langar. Fjölmargir segja fjárhag koma í veg fyrir að þau eignist fleiri börn. Vísir/Getty Í skýrslunni segir að enn séu líka enn of margir að eignast börn sem þau vildu ekki eða voru ekki tilbúin fyrir. Einn af hverjum þremur sagði þannig að þau sjálf eða maki þeirra hafi orðið óvart ólétt og einn af hverjum fimm sagðist hafa fundið fyrir þrýstingi að eignast barn þegar þau vildu það ekki. Fjórðungur karlmanna og þriðjungur kvenna sagðist hafa liðið eins og þau gætu ekki sagt nei við kynlífi. Aðgerðir hafi jafnvel öfug áhrif Í skýrslunni er tekið dæmi um Nígeríu þar sem konur eignast að meðaltali fimm börn. Þar sagðist einn af hverjum tíu búast við því að eignast fleiri börn en þau vilji og að þar skipti mestu máli lélegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega um fjölskylduáætlun. Sjá einnig: Lækkandi fæðingartíðni er vandamál sem leysist ekki án innflytjenda Þá segir að flestar frjósemisáætlanir virki ekki eða hafi öfug áhrif. Jafnvel í löndum þar sem fólksfjölgun sé stöðug hafi stjórnvöld áhyggjur og hafi innleitt aukagreiðslur til þeirra sem eignist börn eða lækki tímabundið dagvistunar- eða húsnæðisgjöld. Slíkar áætlanir hafi sjaldan áætluð áhrif. Í verstu tilfellunum hafi slíkar áætlanir jafnvel þannig áhrif að tekin séu skref aftur á bak þegar kemur að réttindum er varða heilbrigði og frjósemi. Í sumum löndum hafi verið dregið úr kynfræðslu í skólum, dregið úr aðgengi að getnaðarvörnum og þungunarrof gert saknæmt. Það síðasta auki til dæmis líkurnar á því að þungunarrof sé framkvæmt við óöruggar aðstæður sem auki líkurnar á hlutfalli kvenna sem látist við fæðingu og ófrjósemisvandamálum. Sagan sýni að leiðir til þess að stýra frjósemi hafi oft leitt til skerðingar á mannréttindum og nauðungar. Að takmarka val ungs fólks leiði til þess að það verði svartsýnna um framtíð sína og ólíklegra til að eignast fleiri börn. Í Nígeríu eignast konur að meðaltali fimm börn. Myndin er tekin á fæðingardeild King Fahed IBN Abdul-Azezz kvenna- og barnaspítalanum í Gusau. Vísir/Getty Það sem virki sé að tryggja fólki öryggi, jafnrétti og von. Það þurfi að tryggja fólki fjárhagslegt öryggi en einnig aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þá þurfi einnig að huga að stöðunni í heiminum en um tuttugu prósent þeirra sem svöruðu könnunni sögðust hafa áhyggjur af stríði, farsótt, stjórnmálum og loftslagsvánni, og að það myndi valda því að þau myndu ekki eignast jafn mörg börn og þau langi. Það sem virki sé að bæta aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu og sérstaklega fyrir fatlað fólk, þjóðernisminnihluta og innflytjendur. Styðja eigi við konur svo þær geti verið áfram á vinnumarkaði án þess að fórna móðurhlutverkinu. Það sé gert með því að útrýma kenningum og vinnustaðastefnum sem dragi úr því að karlmenn taki þátt í barnauppeldi. Það geti einnig þýtt að styðja þurfi betur við fólk sem á við frjósemisvanda eða vill ættleiða og fólk sem er útilokað frá barneignum, til dæmis hinsegin fólk, einhleypa og konur sem áður voru taldar of gamlar til að eignast börn. Á sama tíma verði að virða val fólks um að eignast ekki börn. Einn af hverjum fimm eignast færri börn en þau vilja Fjórtán þúsund manns í fjórtán löndum tóku þátt í könnun UNFPA um frjósemisætlanir sínar. Einn af hverjum fimm sagðist ekki hafa eignast eða byggist ekki við því að eignast þann fjölda barna sem þau langaði í. Löndin sem tóku þátt voru Suður Kórea, Taíland, Ítalía, Ungverjaland, Þýskaland, Svíþjóð, Brasilía, Mexíkó, Bandaríkin, Indland, Indónesía, Marokkó, Suður-Afríka og Nígería en íbúar þessara landa telja þriðjung mannkyns. Í umfjöllun BBC um skýrsluna segir að í löndunum búi bland af tekjulágum, fólki með meðaltekjur og hátekjufólki. Bæði var rætt við ungt fólk og eldra fólk sem er komið yfir barneignaraldur. „Fordæmalaus þróun í fæðingartíðni er hafin í heiminum,“ er haft eftir Dr Natalia Kanem, forstjóra Mannfjöldasjóðsins, í frétt BBC. Dr Natalia Kanem, forstjóra Mannfjöldasjóðsins segir stærstu krísuna ekki snúast um vilja fólks heldur val. Vísir/Getty Hún segir flesta sem rætt var við hafa viljað tvö eða fleiri börn en að fæðingartíðni hrapi vegna þess að þeim líði eins og þau geti ekki stofnað til þeirrar fjölskyldu sem þau vilja eiga og það sé raunverulega krísan. „Stór hluti fólks getur ekki stofnað til þeirrar fjölskyldu sem það vill. Vandamálið er skortur á vali, ekki vilja, með miklum afleiðingum fyrir bæði einstaklinga og samfélagið. Það er raunverulega frjósemiskrísan og svarið liggur í því að svara því sem fólkið kallar eftir: Launað fæðingarorlof, frjósemisaðstoð á viðráðanlegu verði og styðjandi maki,“ segir Kanem. Tólf prósent að meðaltali sögðu ófrjósemi eða erfiðleika við getnað ástæðuna fyrir því að þau áttu ekki þann fjölda barna sem þeim langaði í. Vísir/Getty Í frétt BBC er einnig rætt við lýðfræðinginn Anna Rotkirch sem segir rétt að kalla þetta krísu. Rotkirch hefur rannsakað fæðingartíðni og leiðbeint finnsku ríkisstjórninni um aðgerðir tengt mannfjöldaþróun. Í frétt BBC kemur fram að könnunin sé fyrsta kynning og að seinna á árinu eigi að stækka hana þannig hún taki til 50 landa í heiminum. Þá er tekið fram að vegna þess hve til dæmis úrtakið er lítið með tilliti til aldurs sé erfitt að draga ályktanir út frá skýrslunni en að sumar niðurstöður séu þó alveg skýrar. Geti leitt til ýktra viðbragða Til dæmis sé það sameiginlegt að 39 prósent fólks í öllum löndum sagði peninga koma í veg fyrir að þau eignist fleiri börn. Hæsta hlutfallið var í Suður-Kóreu, 58 prósent, og það lægsta í Svíþjóð, 19 prósent. Tólf prósent að meðaltali sögðu ófrjósemi eða erfiðleika við getnað ástæðuna fyrir því að þau áttu ekki þann fjölda barna sem þeim langaði í. En þetta hlutfall var þó víða hærra eins og í Taílandi, 19 prósent, Bandaríkjunum, 16 prósent, Suður-Afríku, 15 prósent, Nígeríu, 14 prósent, og Indlandi, þrettán prósent. Kanem segir best að gæta varúðar í viðbrögðum við slíkum fréttum. Ýmist sé í heiminum talað um að fólk sé of margt eða að þeim fækki of hratt. Slík umfjöllun leiði til ýktra viðbragða og stundum til viðbragða sem blekki, eins og til dæmis til að fá konur til að eignast fleiri eða færri börn en þær vilja. Í þessu samhengi bendir hún á að fyrir 40 árum hafi Kína, Kóra, Japan, Taíland og Tyrkland öll haft áhyggjur af því að mannfjölda fjölgaði of hratt. Árið 2015 hafi svo öll þessi lönd verið að leita leiða til að auka frjósemi.
Frjósemi Mannfjöldi Efnahagsmál Fjölskyldumál Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Ríkharð Óskar Guðnason eða Rikki G og eiginkona hans Valdís hafa staðið í ströngu í mörg ár við það að reyna eignast annað barn. 28. maí 2025 14:03 Mari sló met í eggheimtu „Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum. 9. desember 2024 14:21 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
„Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Ríkharð Óskar Guðnason eða Rikki G og eiginkona hans Valdís hafa staðið í ströngu í mörg ár við það að reyna eignast annað barn. 28. maí 2025 14:03
Mari sló met í eggheimtu „Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum. 9. desember 2024 14:21