Coco Gauff batt enda á franska ævintýrið Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 11:00 Coco Gauff mætti hinni frönsku Lois Boisson (t.v.) og batt enda á ótrúlegt á ótrúlegt ævintýri. Tnani Badreddine/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Hin franska Loïs Boisson situr í 361. sæti heimslistans í tennis en fagnaði ótrúlega góðu gengi á Opna franska meistaramótinu, komst óvænt alla leið í undanúrslit en tapaði þar fyrir Bandaríkjakonunni Coco Gauff, sem situr í öðru sæti heimslistans. Coco Gauff nýtur alla jafnan gríðarlegra vinsælda þegar hún keppir en nánast hver einasti af áhorfendunum fimmtán þúsund studdu heimakonuna Boisson á Roland Garros leikvanginum í París í gær. Ekki að ástæðulausu, Boisson komst inn á mótið sem jóker (e. wild card) og hafði slegið mun sterkari andstæðinga út á leiðinni í undanúrslitin. Frakkar hafa líka ekki séð heimamann vinna mótið síðan um aldamótin. Ævintýri Boisson tók hins vegar enda þegar hún mætti hinni ógnarsterku Coco Gauff í gærkvöldi. Sú næstbesta í heiminum tók sér ekki nema rúman klukkutíma í að klára leikinn, með 6-1 og 6-2 sigrum í settunum. "When you were chanting her name, I was saying to myself my name!" 😅Coco Gauff explains how she dealt with the atmosphere playing against home favourite Lois Boisson in a buzzing Paris crowd🗣️#RolandGarros pic.twitter.com/mXGQbnvgxF— TNT Sports (@tntsports) June 5, 2025 Á framtíðina fyrir sér og fúlgur fjár Boisson er aðeins 22 ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta risamóti, hún komst einnig inn á Opna franska í fyrra en sleit krossband rétt fyrir mót. Eftir níu mánaða endurhæfingu steig hún aftur inn á tennisvöllinn og hefur nú náð hreint ótrúlegum árangri. Árangurinn á mótinu mun hækka hana um tæp þrjú hundruð sæti á heimslistanum, frá 361. sæti fyrir mót er reiknað með að hún verði í 65. sæti eftir næstu uppfærslu listans. Sem tryggir henni greiðan aðgang að risamótum í framtíðinni. Auk þess sem hún tryggði sér um hundrað milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Lois Boisson’s earnings for her entire career before Roland Garros:$148,500. After reaching the Roland Garros semifinals, she will leave with at least:$788,200. She has quadrupled her career earnings in less than two weeks. Life-changing. 🥹💰 🇫🇷❤️ pic.twitter.com/3JiqgrogAj— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 4, 2025 Efstu tvær á heimslistanum í úrslitum Coco Gauff heldur í úrslitaleik Opna franska gegn Arynu Sabalenka, efstu konu heimslistans. Þær mættust síðast í úrslitaleik risamóts á Opna bandaríska 2023, þar sem Gauff vann sinn fyrsta risamótstitil á ferlinum. Nýlega mættust þær í úrslitaleik á móti í Madríd, þar sem Sabalenka sigraði örugglega. Tennis Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Coco Gauff nýtur alla jafnan gríðarlegra vinsælda þegar hún keppir en nánast hver einasti af áhorfendunum fimmtán þúsund studdu heimakonuna Boisson á Roland Garros leikvanginum í París í gær. Ekki að ástæðulausu, Boisson komst inn á mótið sem jóker (e. wild card) og hafði slegið mun sterkari andstæðinga út á leiðinni í undanúrslitin. Frakkar hafa líka ekki séð heimamann vinna mótið síðan um aldamótin. Ævintýri Boisson tók hins vegar enda þegar hún mætti hinni ógnarsterku Coco Gauff í gærkvöldi. Sú næstbesta í heiminum tók sér ekki nema rúman klukkutíma í að klára leikinn, með 6-1 og 6-2 sigrum í settunum. "When you were chanting her name, I was saying to myself my name!" 😅Coco Gauff explains how she dealt with the atmosphere playing against home favourite Lois Boisson in a buzzing Paris crowd🗣️#RolandGarros pic.twitter.com/mXGQbnvgxF— TNT Sports (@tntsports) June 5, 2025 Á framtíðina fyrir sér og fúlgur fjár Boisson er aðeins 22 ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta risamóti, hún komst einnig inn á Opna franska í fyrra en sleit krossband rétt fyrir mót. Eftir níu mánaða endurhæfingu steig hún aftur inn á tennisvöllinn og hefur nú náð hreint ótrúlegum árangri. Árangurinn á mótinu mun hækka hana um tæp þrjú hundruð sæti á heimslistanum, frá 361. sæti fyrir mót er reiknað með að hún verði í 65. sæti eftir næstu uppfærslu listans. Sem tryggir henni greiðan aðgang að risamótum í framtíðinni. Auk þess sem hún tryggði sér um hundrað milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Lois Boisson’s earnings for her entire career before Roland Garros:$148,500. After reaching the Roland Garros semifinals, she will leave with at least:$788,200. She has quadrupled her career earnings in less than two weeks. Life-changing. 🥹💰 🇫🇷❤️ pic.twitter.com/3JiqgrogAj— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 4, 2025 Efstu tvær á heimslistanum í úrslitum Coco Gauff heldur í úrslitaleik Opna franska gegn Arynu Sabalenka, efstu konu heimslistans. Þær mættust síðast í úrslitaleik risamóts á Opna bandaríska 2023, þar sem Gauff vann sinn fyrsta risamótstitil á ferlinum. Nýlega mættust þær í úrslitaleik á móti í Madríd, þar sem Sabalenka sigraði örugglega.
Tennis Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira