Kim „loksins“ útskrifuð Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. maí 2025 14:54 Stórstjarnan Kim Kardashian er orðin lögfræðingur. Gilbert Flores/Variety via Getty Images Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er útskrifuð eftir sex ár í lögfræðinámi. Kim fagnaði áfanganum með nánustu fjölskyldu og vinum í garðinum heima hjá sér í Beverly Hills í gær. Kim, sem er 44 ára, lauk námi í svokölluðu California Law Office Study Program, sem gerir nemendum kleift að stunda lögfræðinám í gegnum starfsnám hjá lögmönnum eða dómurum í stað þess að fara í hefðbundið háskólanám. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Hún hóf námið árið 2018 og var undir handleiðslu lögmanna í San Francisco. Hluti námsins fól í sér að standast hið krefjandi baby bar próf, sem Kim tókst loks árið 2021 – eftir fjórar tilraunir. „Ég er loksins útskrifuð úr lögfræðinámi eftir sex ár!“ skrifaði hún við myndband af sér á Instagram-síðu sinni. Óvænt og persónuleg útskriftarveisla Útskriftarathöfnin var persónuleg og falleg. Borðskreytingarnar voru gerðar úr gömlum glósum Kim úr náminu, og samkvæmt frásögn hennar sjálfrar hélt hún að hún væri að fara í venjulegan hádegisverð þegar fjölskyldan kom henni á óvart með veislunni. Meðal gesta voru systir hennar Khloé Kardashian, börnin Saint, Chicago og Psalm, auk vinar hennar og baráttumannsins Van Jones. Í ræðu sinni þakkaði Kim leiðbeinendum sínum og fjölskyldu fyrir stuðninginn. Einn kennaranna benti á að hún hefði varið átján klukkustundum í námið á viku, í 48 vikur á ári, í sex ár, eða alls 5.184 klukkustundum, samhliða því að ala upp fjögur börn, reka fyrirtæki og taka þátt í sjónvarpsþáttum. Kim hefur lýst því yfir að hún vilji feta í fótspor föður síns, Roberts Kardashians, sem var einn verjenda O.J. Simpson og lést árið 2003. Hún hefur þegar vakið athygli fyrir þátttöku sína í réttindabaráttu, m.a. í málum þar sem ósanngjarnir fangelsisdómar hafa verið endurskoðaðir. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Kim, sem er 44 ára, lauk námi í svokölluðu California Law Office Study Program, sem gerir nemendum kleift að stunda lögfræðinám í gegnum starfsnám hjá lögmönnum eða dómurum í stað þess að fara í hefðbundið háskólanám. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Hún hóf námið árið 2018 og var undir handleiðslu lögmanna í San Francisco. Hluti námsins fól í sér að standast hið krefjandi baby bar próf, sem Kim tókst loks árið 2021 – eftir fjórar tilraunir. „Ég er loksins útskrifuð úr lögfræðinámi eftir sex ár!“ skrifaði hún við myndband af sér á Instagram-síðu sinni. Óvænt og persónuleg útskriftarveisla Útskriftarathöfnin var persónuleg og falleg. Borðskreytingarnar voru gerðar úr gömlum glósum Kim úr náminu, og samkvæmt frásögn hennar sjálfrar hélt hún að hún væri að fara í venjulegan hádegisverð þegar fjölskyldan kom henni á óvart með veislunni. Meðal gesta voru systir hennar Khloé Kardashian, börnin Saint, Chicago og Psalm, auk vinar hennar og baráttumannsins Van Jones. Í ræðu sinni þakkaði Kim leiðbeinendum sínum og fjölskyldu fyrir stuðninginn. Einn kennaranna benti á að hún hefði varið átján klukkustundum í námið á viku, í 48 vikur á ári, í sex ár, eða alls 5.184 klukkustundum, samhliða því að ala upp fjögur börn, reka fyrirtæki og taka þátt í sjónvarpsþáttum. Kim hefur lýst því yfir að hún vilji feta í fótspor föður síns, Roberts Kardashians, sem var einn verjenda O.J. Simpson og lést árið 2003. Hún hefur þegar vakið athygli fyrir þátttöku sína í réttindabaráttu, m.a. í málum þar sem ósanngjarnir fangelsisdómar hafa verið endurskoðaðir.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira