Sport

NFL-stjörnur með á ÓL í LA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Justin Jefferson er hér að spila Flag Football í síðasta Pro Bowl leik NFL-deildarinnar.
Justin Jefferson er hér að spila Flag Football í síðasta Pro Bowl leik NFL-deildarinnar. vísir/getty

NFL-deildin gaf það út í gær að stjörnur deildarinnar mættu taka þátt á næstu Ólympíuleikum árið 2028. Leikarnir fara þá fram í Los Angeles.

Þá verður í fyrsta skipti keppt í „Flag football“ sem er útgáfa af amerískum fótbolta en þó með mun minni hörku.

Að NFL-stjörnur munu spila fyrir Bandaríkin þýðir bara eitt. Bandaríkjamenn munu fá gullverðlaun og rústa hverjum einasta leik.

„Ég er orðlaus. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að ég eigi möguleika á því að keppa á Ólympíuleikum og það yrði draumur að vinna Ólympíugull. Mig hefur dreymt um það síðan ég var barn,“ segir stjörnuútherjinn Justin Jefferson, leikmaður Minnesota Vikings, en hann hefur leitt þessa baráttu NFL-leikmanna.

Öll lið deildarinnar gáfu grænt ljós á að þeirra menn mættu spila þó svo leikarnir séu á miðju undirbúningstímabili deildarinnar.

Nú þegar hafa margar stórstjörnur deildarinnar lýst yfir áhuga á að vera með og það verður örugglega ekki öfundsvert að velja leikmannahópinn þegar þar að kemur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×