Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. maí 2025 11:32 Arnar Gauti og Darri eða Curly og Háski voru að senda frá sér lagið Baby hvað viltu? Stikla „Þetta er um smá rugl og smá von en fyrst og fremst um góðar víbrur og raunverulegar tilfinningar,“ segja tónlistarmennirnir Darri og Arnar Gauti, jafnan þekktir sem Háski og Curly. Þeir voru að gefa út tónlistarmyndband við lagið Baby hvað viltu? Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Háski & Curly - Baby hvað viltu? Strákarnir sækja innblástur aftur í tímann til fyrsta áratugar 21. aldarinnar. „Bæði svona seint 2000’s tíminn og popp- og r&b senan sem tröllreið öllu í kringum 2010. Lagið er mjög létt og grípandi og er í anda listamanna á borð við Iyaz, Sean Kingston, Jason Derulo og ungan Justin Bieber. Við reyndum að fanga þessa orku sem einkennir tímabilið þegar allt virtist aðeins einfaldara. Þegar internetið var saklaust, fyrsti iPhone-inn var nýkominn, allir voru bara með iPod og lífið var aðeins minna alvarlegt. Þetta var tími sem snerist um gleði, léttleika og góða stemningu og þar sem við elskum góða stemningu og gleði þá hentar hann okkur mjög vel. „Baby hvað viltu?“ fjallar um að vita ekki hvað þú vilt en heldur á sama tíma höldum við í léttleikann. Þetta er um smá rugl og smá von en fyrst og fremst um góðar víbrur og raunverulegar tilfinningar,“ segja strákarnir. View this post on Instagram A post shared by Lil Curly (@lilcurlyhaha) Alex from Iceland og Davíð Goði eru svo mennirnir á bak við tónlistarmyndbandið og starfsmenn Spúútnik stíliseruðu strákana. „Við gætum ekki verið sáttari með hvernig það kom út, þeir gjörsamlega negldu þetta.“ Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Háski & Curly - Baby hvað viltu? Strákarnir sækja innblástur aftur í tímann til fyrsta áratugar 21. aldarinnar. „Bæði svona seint 2000’s tíminn og popp- og r&b senan sem tröllreið öllu í kringum 2010. Lagið er mjög létt og grípandi og er í anda listamanna á borð við Iyaz, Sean Kingston, Jason Derulo og ungan Justin Bieber. Við reyndum að fanga þessa orku sem einkennir tímabilið þegar allt virtist aðeins einfaldara. Þegar internetið var saklaust, fyrsti iPhone-inn var nýkominn, allir voru bara með iPod og lífið var aðeins minna alvarlegt. Þetta var tími sem snerist um gleði, léttleika og góða stemningu og þar sem við elskum góða stemningu og gleði þá hentar hann okkur mjög vel. „Baby hvað viltu?“ fjallar um að vita ekki hvað þú vilt en heldur á sama tíma höldum við í léttleikann. Þetta er um smá rugl og smá von en fyrst og fremst um góðar víbrur og raunverulegar tilfinningar,“ segja strákarnir. View this post on Instagram A post shared by Lil Curly (@lilcurlyhaha) Alex from Iceland og Davíð Goði eru svo mennirnir á bak við tónlistarmyndbandið og starfsmenn Spúútnik stíliseruðu strákana. „Við gætum ekki verið sáttari með hvernig það kom út, þeir gjörsamlega negldu þetta.“
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira