Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Lovísa Arnardóttir skrifar 4. maí 2025 22:50 Arnar og Arnhildur í litla garðinum í skálanum þar sem fólk getur hvílt sig á meðan það skoðar sýninguna. Aðsend Mæðginin Arnhildur og Arnar hafa síðustu daga unnið hörðum höndum að því að koma upp sýningu sinni á Feneyjartvíæringnum í arkitektúr. Í sýningunni er fjallað um nýjar leiðir til að nota hraun í arkitektúr. Róttæk leið til að takast á við öfgafullar aðstæður segir Arnhildur. Tilkynnt var um það í september að verkefnið Hraunmyndanir hefði verið valið sem framlag Íslands. Arnhildur er arkitekt, stofnandi og listrænn stjórnandi verkefnisins. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr með opnu kalli. Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr er haldinn annað hvert ár, á móti tvíæringi í myndlist sem Ísland hefur tekið þátt í frá árinu 1960. „Það er mjög skemmtilegt að vera hérna fyrst og er vonandi byrjunin á einhverju mögnuðu. Það er í raun nauðsynlegt. Þetta er stóra sviðið í arkitektúr og hér er tækifæri til að sýna nýsköpun og hugmyndir sem geta verið inspírerandi fyrir aðra“ segir Arnhildur. Í verkefninu Hraunmyndanir eða Lavaforming á ensku er sögð saga framtíðarsamfélags þar sem framsæknar og nýjar lausnir eru þróaðar í mannvirkjagerð. Þar er hraunrennsli beislað og nýtt sem byggingarefni. Þegar tilkynnt var að verkefnið yrði framlag Íslands kom fram í tilkynningu stjórnarráðsins að Arnhildur væri þekkt fyrir að nálgast verkefni með hugarfari frumkvöðuls og þverfaglegri nálgun. Áræðin og ögrandi sýning Í rökstuðningi stýrihóps sem sá um valið á verkefninu segir að sýningartillagan Lavaforming sé bæði áræðin og ögrandi. „Hún hefur alla burði til þess að vekja athygli á sérstöðu Íslands og hlutverki og mikilvægi arkitektúrs á tímum óvissu og áskorana með eftirminnilegum hætti. Sýningin miðlar sögu, samtíð og framtíð lands í stöðugri mótun – og hugkvæmni fólks sem sífellt þarf að aðlaga sig krefjandi aðstæðum. Hugmyndin skapar umræðu um mikilvægi nýsköpunarviljans og ímyndunaraflsins fyrir þróun samfélaga og virði þess að vísindi og listi vinni saman.“ „Þetta er í raun verkefni sem við höfum verið að vinna að frá 2018,“ segir Arnhildur. Á þeim tíma hafi Arnar, sonur hennar, verið að hefja sitt arkitektúranám. Þau hafi alltaf talað mikið um arkitektúr, á meðan námi hans stóð og eftir það, og hafi samræðurnar oft snúið að umhverfissjónarmiðum og áhrifum arkitektúrs. Hugmyndin að verkefninu hafi komið þaðan. Verði að taka ábyrgð á menguninni „Við höfum dálítið verið að lalla með en ekki taka ábyrgð á því að við erum stór hluti af menguninni. Þannig við fórum að skoða hvað væri hægt að gera á Íslandi, hvaða efni væri hægt að nota sem eru lókal.“ Þau hafi tekið eftir því í fréttum þegar gaus í Holuhrauni 2014 til 2015 að ítrekað væri fjallað um magn efna sem kom upp með gosinu. „Steypa er í rauninni bara hraun sem hefur kólnað og er svo búið að brjóta niður með orkufrekum aðferðum þannig okkur datt í hug hvað ef við myndum nota hraunið áður en það kólnar aftur?“ Hún segir þau hafa viljað skoða hvort þau gætu notað efnið beint til að byggja mannvirki og hversu mörg mannvirki væri hægt að byggja. Arnar segir til dæmis að í rannsóknum sínum hafi hann komist að því að í Kína var árið 2008 notuð jafn mikil steypa og Bandaríkin notuðu alla 20. öldina. „Mér fannst þessar tölur svo svakalegar. Hvað það var verið að byggja mikið og hversu mikið mun verða byggt,“ segir Arnar og að þau hafi í þessu samhengi skoðað hversu mikil mengunin svo er. „Eftir að við kynntum okkur sement og steypu og hversu mikil mengun kemur frá því á ári. Það er allt of mikil mengun til að viðhalda lífvænlegum mörkum á plánetunni. Þessar borgir verða allar byggðar úr steypu en ef við getum ekki notað meiri steypu hvað getum við þá notað í staðinn?“ segir Arnar og heldur áfram: „Þetta var allt fyrir Reykjanesið þannig þetta var ekki svona mikið í fréttunum. En við byrjuðum að hugsa þetta og þetta byrjaði sem ádeila á umhverfismál en líka sem pæling um framtíðarborg,“ segir hann. Úr stuttmynd Arnars sem sýnir borgina eins og hún gæti verið. Arnar Skarphéðinsson Arnhildur segir þau hafa fyrst verið með kynningu á verkefninu árið 2022 á Hönnunarmars í Ásmundarsal. „Þá var nýbyrjað gos á Reykjanesi og við ákváðum þá að taka þetta aðeins lengra og skoða hvort það væri hægt að nota nokkrar aðferðir við að nýta hraunið. Við skoðuðum þrívíddarprentun eða að búa til rásir, svolítið eins og varnargarðarnir eru, nema öfugt.“ Þannig væri hægt að móta hraunið, samkvæmt kenningum þeirra, með minnstu afli og minnstum krafti. „Og að gera þá grunn að borg sem myndi rísa mjög hratt.“ Þetta var svo hugmyndin sem Arnhildur og Arnar lögðu fram til Hönnunarmiðstöðvar þegar þau óskuðu eftir þátttakendum á Feneyjartvíæringinn í arkitektúr. „Þau völdu hana eftir ákveðnu ferli þar sem margir tóku þátt. Þess vegna erum við svo heppin að fá að vera hérna í Feneyjum núna að sýna, og opnum eftir tæpa viku,“ segir Arnhildur. Gera tilraunir á hrauni Hún segir ganga vel að koma sýningunni upp. Þar eigi fólk að geta fengið innsýn í bakgrunnsupplýsingarnar og rannsóknir þeirra. „Við höfum verið að prófa að móta hraun þegar það er í bráðnu ástandi,“ segir hún og að það hafi verið gert í samráði við Lava show í Hörpu. Þannig hafi þau til dæmis fengið innsýn í efniseiginleika hraunsin þegar það kólnar við ólíkar aðstæður. Arnhildur að gera tilraunir á hrauninu fyrir sýninguna. Aðsend Á sýningunni er hægt að fá innsýn í þessar tilraunir auk þess sem þau sýna hraunflæðilíkön sem hönnunin byggir á. Innsýn í borg sem er byggð úr hrauni „Arnar hefur svo síðasta hálfa árið verið að vinna að stuttmynd sem sýnir þennan heim,“ segir Arnhildur og Arnar grípur orðið. „Þetta er þrívíddarteiknimynd, stuttmynd, sem sýnir framtíðina árið 2150 þegar við höfum lært að nota hraun sem byggingarefni. Við fáum þannig innsýn í borg sem er öll byggð úr hrauni á Reykjanesi og heyrum frá nokkrum íbúum borgarinnar sem lýsa sögunni upp að þeim tíma,“ segir Arnar. Þannig eigi fólk að skilja þróun samfélagsins og jafnvel hvernig fagurfræði borga getur breyst eftir byggingarefninu sem er notað og aðferðunum. Andri Snær Magnason rithöfundur hefur aðstoðað þau Arnhildi og Arnar við þennan hluta sýningarinnar, að þróa þessar sögur. Jack Armitage hefur svo aðstoðað við tónlistina. Mynd úr stuttmynd Arnar sem sýnir hvernig borgin geti myndast sé hraunið notað um leið og það kemur upp úr jörðinni. Arnar Skarphéðinsson Arnhildur segir íslenska skálann mjög vel staðsettan nærri aðalinngangi stærsta sýningasalsins. „Í fyrsta rýminu sem þú kemur inn í mætirðu veggi með skjáum. Þar eru allar bakgrunnsupplýsingarnar og rannsóknirnar. Inn af því er annað minna rými þar sem stuttmyndin er sýnd. Eftir það tekur við lítill inngarður þar sem fólk getur aðeins andað á milli. Inn af þessu rými er svo rými þar sem fólk getur lesið sögurnar og séð þessi hraunpróf sem við höfum verið að gera, auk innsetningar af hraunefnum.“ Sýningin er vel auglýst í Feneyjum. Aðsend Arnhildur segir þetta ekki hafa verið skoðað annars staðar með þessum hætti. En það væri til dæmis hægt að nota hraunið með samskonar hætti á Havaí eða Kanaríeyjum þar sem reglulega gýs. Hún segir kenninguna þó ekki bara snúast um eldgos eða hraun. „Hún snýst meira um það hvernig er hægt að bregðast við öfgafullum aðstæðum og hvernig maður geti byggt lókal án þess að rústa heiminum samhliða. Við þurfum að gera svo róttækar breytingar að okkur fannst við þurfa að koma fram með hugmynd sem væri svo róttæk að hún fengi fólk til að hugsa aðeins,“ segir Arnhildur. Með kenningu sinni vilji þau inspírera aðrar þjóðir sem búi við öfgafullar aðstæður eins og hita eða flóð að þróa róttækar lausnir. Arnar segir að í sínum rannsóknum hafi þau rekist á ýmsar nýjungar til að takast á við öfgafullar aðstæður og til dæmis eldgos sem ógni byggð. „Það minnir margt á viðbrögðin við Vestmannaeyjagosinu þegar það var verið að sprauta á hraunið. Hér á Ítalíu var til dæmis sprengt dýnamít á eldgos þar sem það ógnaði byggð. Það getur þannig verið áhugavert að leita það uppi og skoða hvernig fólk hefur dílað við náttúruöflin. Það heppnast kannski ekkert alveg vel en það er áhugavert að skoða.“ Arnhildur segir þau þannig hafa leitað að fyrirmyndum en aðallega hafa fundið þær í náttúrunni sjálfri. Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr fer fram í nítjánda sinn dagana 10. maí til 23. nóvember 2025, með foropnun 8. til 9. maí. Í tilkynningu segir að tvíæringurinn gegni lykilhlutverki við að móta og dýpka umræðu um arkitektúr um allan heim. Þar komi saman lykilaðilar sem vinna að lausnum á brýnustu áskorunum samtímans Yfirskrift tvíæringsins 2025 er Intelligens. Natural. Artificial. Collective og með sýningarstjórn fer arkitektinn og verkfræðingurinn Carlo Ratti. Arkitektúr fjölskylduáhugamálið „Þetta er fjölskylduáhugamál. Þetta er frá upphafi sameiginleg hugmynd. Við tölum mjög mikið um arkitektúr og höfum bæði mikinn áhuga þverfaglega á faginu, ekki bara tengingu við að byggja hús. Hann er yngri og kemur með annan vinkil í framsetningu, eins og að setja þetta fram sem kvikmynd og simulation eða prófun. Eins og í tölvuleik. Það er alveg ný hugmynd,“ segir Arnhildur og heldur áfram: „Við erum hér í nútímanum að horfa til framtíðar til að geta varðað leiðina áfram. Hvað þarf að breytast, hvaða kerfi þurfa að breytast og hvað þurfum við að gera til að ná raunverulega markmiðunum. Það sem við þurfum að gera til að bjarga okkur sjálfum sem tegund. Því plánetan lifir auðvitað hvort sem við gerum það eða ekki. Þetta snýst þannig um að við finnum leiðir til að halda okkur á lífi.“ Arnar segir sér alltaf hafa þótt gaman að vinna með móður sinni. „Við náum vel saman og höfum alltaf talað saman um arkitektúr. Þegar við komum heim af skrifstofunni erum við enn að tala saman við matarborðið og fram á kvöld. Það er eins og við séum alltaf að vinna eða aldrei að vinna,“ segir hann og Arnhildur segir þau svo tala um aðra hluti sem þau svo tengi á endanum við verkefnið með einhverjum hætti. Mæðginin eru afar samrýnd og fá alls ekki leið á að tala um arkitektúr þegar heim er komið. Aðsend Sýningin opin þar til í nóvember „Mér finnst þetta mjög gefandi og skemmtilegt. Við erum sammála um margt og erum með svipuð áhugamál en fókusinn á öðruvísi hluti í miðlun,“ segir Arnar Arnhildur segir alla fjölskylduna á sömu nótunum þannig aðrir fjölskyldumeðlimir hafi mikla þolinmæði fyrir þessum pælingum við matarborðið. „Þetta er meiri fjölskylda en bara við. Við erum hérna með systir Arnars, Björgu, sem er með meistaragráðu í prjóna- og fatahönnun en hefur verið að vinna með okkur tengt útliti og uppsetningu og grafík. Hún er líka hérna og Sukanya, kærastan hans Arnars, sem var með honum í skóla. Arnar er þannig að vinna með bæði kærustunni sinni og mömmu sinni. Þetta er stórskemmtilegt.“ Arnhildur hvetur alla sem eiga leið um Feneyjar næstu mánuði til að stoppa og skoða sýninguna. „Það er foropnun 8. maí og svo almenn opnun 10. maí. Sýningin er öllum opin fram í nóvember og miðarnir á hagkvæmu verði. Ef fólk er á leið um Feneyjar getur það stoppað hérna og skoðað alla skálana og farið á sýninguna. Það er búið að merkja þetta inn á Google Maps þannig það er ekki erfitt að finna þetta.“ Hægt er að fylgjast með uppsetningunni og sýningunni hér á Instagram. Arkitektúr Feneyjatvíæringurinn Ítalía Menning Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Arnhildur verðlaunuð fyrir frumleika í mannvirkjagerð Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hefur hlotið viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, færði Arnhildi viðurkenninguna á húsnæðisþingi í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð í tengslum við húsnæðisþing. 31. ágúst 2023 11:27 „Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30 Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tilkynnt var um það í september að verkefnið Hraunmyndanir hefði verið valið sem framlag Íslands. Arnhildur er arkitekt, stofnandi og listrænn stjórnandi verkefnisins. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í Feneyjatvíæringnum í arkitektúr með opnu kalli. Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr er haldinn annað hvert ár, á móti tvíæringi í myndlist sem Ísland hefur tekið þátt í frá árinu 1960. „Það er mjög skemmtilegt að vera hérna fyrst og er vonandi byrjunin á einhverju mögnuðu. Það er í raun nauðsynlegt. Þetta er stóra sviðið í arkitektúr og hér er tækifæri til að sýna nýsköpun og hugmyndir sem geta verið inspírerandi fyrir aðra“ segir Arnhildur. Í verkefninu Hraunmyndanir eða Lavaforming á ensku er sögð saga framtíðarsamfélags þar sem framsæknar og nýjar lausnir eru þróaðar í mannvirkjagerð. Þar er hraunrennsli beislað og nýtt sem byggingarefni. Þegar tilkynnt var að verkefnið yrði framlag Íslands kom fram í tilkynningu stjórnarráðsins að Arnhildur væri þekkt fyrir að nálgast verkefni með hugarfari frumkvöðuls og þverfaglegri nálgun. Áræðin og ögrandi sýning Í rökstuðningi stýrihóps sem sá um valið á verkefninu segir að sýningartillagan Lavaforming sé bæði áræðin og ögrandi. „Hún hefur alla burði til þess að vekja athygli á sérstöðu Íslands og hlutverki og mikilvægi arkitektúrs á tímum óvissu og áskorana með eftirminnilegum hætti. Sýningin miðlar sögu, samtíð og framtíð lands í stöðugri mótun – og hugkvæmni fólks sem sífellt þarf að aðlaga sig krefjandi aðstæðum. Hugmyndin skapar umræðu um mikilvægi nýsköpunarviljans og ímyndunaraflsins fyrir þróun samfélaga og virði þess að vísindi og listi vinni saman.“ „Þetta er í raun verkefni sem við höfum verið að vinna að frá 2018,“ segir Arnhildur. Á þeim tíma hafi Arnar, sonur hennar, verið að hefja sitt arkitektúranám. Þau hafi alltaf talað mikið um arkitektúr, á meðan námi hans stóð og eftir það, og hafi samræðurnar oft snúið að umhverfissjónarmiðum og áhrifum arkitektúrs. Hugmyndin að verkefninu hafi komið þaðan. Verði að taka ábyrgð á menguninni „Við höfum dálítið verið að lalla með en ekki taka ábyrgð á því að við erum stór hluti af menguninni. Þannig við fórum að skoða hvað væri hægt að gera á Íslandi, hvaða efni væri hægt að nota sem eru lókal.“ Þau hafi tekið eftir því í fréttum þegar gaus í Holuhrauni 2014 til 2015 að ítrekað væri fjallað um magn efna sem kom upp með gosinu. „Steypa er í rauninni bara hraun sem hefur kólnað og er svo búið að brjóta niður með orkufrekum aðferðum þannig okkur datt í hug hvað ef við myndum nota hraunið áður en það kólnar aftur?“ Hún segir þau hafa viljað skoða hvort þau gætu notað efnið beint til að byggja mannvirki og hversu mörg mannvirki væri hægt að byggja. Arnar segir til dæmis að í rannsóknum sínum hafi hann komist að því að í Kína var árið 2008 notuð jafn mikil steypa og Bandaríkin notuðu alla 20. öldina. „Mér fannst þessar tölur svo svakalegar. Hvað það var verið að byggja mikið og hversu mikið mun verða byggt,“ segir Arnar og að þau hafi í þessu samhengi skoðað hversu mikil mengunin svo er. „Eftir að við kynntum okkur sement og steypu og hversu mikil mengun kemur frá því á ári. Það er allt of mikil mengun til að viðhalda lífvænlegum mörkum á plánetunni. Þessar borgir verða allar byggðar úr steypu en ef við getum ekki notað meiri steypu hvað getum við þá notað í staðinn?“ segir Arnar og heldur áfram: „Þetta var allt fyrir Reykjanesið þannig þetta var ekki svona mikið í fréttunum. En við byrjuðum að hugsa þetta og þetta byrjaði sem ádeila á umhverfismál en líka sem pæling um framtíðarborg,“ segir hann. Úr stuttmynd Arnars sem sýnir borgina eins og hún gæti verið. Arnar Skarphéðinsson Arnhildur segir þau hafa fyrst verið með kynningu á verkefninu árið 2022 á Hönnunarmars í Ásmundarsal. „Þá var nýbyrjað gos á Reykjanesi og við ákváðum þá að taka þetta aðeins lengra og skoða hvort það væri hægt að nota nokkrar aðferðir við að nýta hraunið. Við skoðuðum þrívíddarprentun eða að búa til rásir, svolítið eins og varnargarðarnir eru, nema öfugt.“ Þannig væri hægt að móta hraunið, samkvæmt kenningum þeirra, með minnstu afli og minnstum krafti. „Og að gera þá grunn að borg sem myndi rísa mjög hratt.“ Þetta var svo hugmyndin sem Arnhildur og Arnar lögðu fram til Hönnunarmiðstöðvar þegar þau óskuðu eftir þátttakendum á Feneyjartvíæringinn í arkitektúr. „Þau völdu hana eftir ákveðnu ferli þar sem margir tóku þátt. Þess vegna erum við svo heppin að fá að vera hérna í Feneyjum núna að sýna, og opnum eftir tæpa viku,“ segir Arnhildur. Gera tilraunir á hrauni Hún segir ganga vel að koma sýningunni upp. Þar eigi fólk að geta fengið innsýn í bakgrunnsupplýsingarnar og rannsóknir þeirra. „Við höfum verið að prófa að móta hraun þegar það er í bráðnu ástandi,“ segir hún og að það hafi verið gert í samráði við Lava show í Hörpu. Þannig hafi þau til dæmis fengið innsýn í efniseiginleika hraunsin þegar það kólnar við ólíkar aðstæður. Arnhildur að gera tilraunir á hrauninu fyrir sýninguna. Aðsend Á sýningunni er hægt að fá innsýn í þessar tilraunir auk þess sem þau sýna hraunflæðilíkön sem hönnunin byggir á. Innsýn í borg sem er byggð úr hrauni „Arnar hefur svo síðasta hálfa árið verið að vinna að stuttmynd sem sýnir þennan heim,“ segir Arnhildur og Arnar grípur orðið. „Þetta er þrívíddarteiknimynd, stuttmynd, sem sýnir framtíðina árið 2150 þegar við höfum lært að nota hraun sem byggingarefni. Við fáum þannig innsýn í borg sem er öll byggð úr hrauni á Reykjanesi og heyrum frá nokkrum íbúum borgarinnar sem lýsa sögunni upp að þeim tíma,“ segir Arnar. Þannig eigi fólk að skilja þróun samfélagsins og jafnvel hvernig fagurfræði borga getur breyst eftir byggingarefninu sem er notað og aðferðunum. Andri Snær Magnason rithöfundur hefur aðstoðað þau Arnhildi og Arnar við þennan hluta sýningarinnar, að þróa þessar sögur. Jack Armitage hefur svo aðstoðað við tónlistina. Mynd úr stuttmynd Arnar sem sýnir hvernig borgin geti myndast sé hraunið notað um leið og það kemur upp úr jörðinni. Arnar Skarphéðinsson Arnhildur segir íslenska skálann mjög vel staðsettan nærri aðalinngangi stærsta sýningasalsins. „Í fyrsta rýminu sem þú kemur inn í mætirðu veggi með skjáum. Þar eru allar bakgrunnsupplýsingarnar og rannsóknirnar. Inn af því er annað minna rými þar sem stuttmyndin er sýnd. Eftir það tekur við lítill inngarður þar sem fólk getur aðeins andað á milli. Inn af þessu rými er svo rými þar sem fólk getur lesið sögurnar og séð þessi hraunpróf sem við höfum verið að gera, auk innsetningar af hraunefnum.“ Sýningin er vel auglýst í Feneyjum. Aðsend Arnhildur segir þetta ekki hafa verið skoðað annars staðar með þessum hætti. En það væri til dæmis hægt að nota hraunið með samskonar hætti á Havaí eða Kanaríeyjum þar sem reglulega gýs. Hún segir kenninguna þó ekki bara snúast um eldgos eða hraun. „Hún snýst meira um það hvernig er hægt að bregðast við öfgafullum aðstæðum og hvernig maður geti byggt lókal án þess að rústa heiminum samhliða. Við þurfum að gera svo róttækar breytingar að okkur fannst við þurfa að koma fram með hugmynd sem væri svo róttæk að hún fengi fólk til að hugsa aðeins,“ segir Arnhildur. Með kenningu sinni vilji þau inspírera aðrar þjóðir sem búi við öfgafullar aðstæður eins og hita eða flóð að þróa róttækar lausnir. Arnar segir að í sínum rannsóknum hafi þau rekist á ýmsar nýjungar til að takast á við öfgafullar aðstæður og til dæmis eldgos sem ógni byggð. „Það minnir margt á viðbrögðin við Vestmannaeyjagosinu þegar það var verið að sprauta á hraunið. Hér á Ítalíu var til dæmis sprengt dýnamít á eldgos þar sem það ógnaði byggð. Það getur þannig verið áhugavert að leita það uppi og skoða hvernig fólk hefur dílað við náttúruöflin. Það heppnast kannski ekkert alveg vel en það er áhugavert að skoða.“ Arnhildur segir þau þannig hafa leitað að fyrirmyndum en aðallega hafa fundið þær í náttúrunni sjálfri. Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr fer fram í nítjánda sinn dagana 10. maí til 23. nóvember 2025, með foropnun 8. til 9. maí. Í tilkynningu segir að tvíæringurinn gegni lykilhlutverki við að móta og dýpka umræðu um arkitektúr um allan heim. Þar komi saman lykilaðilar sem vinna að lausnum á brýnustu áskorunum samtímans Yfirskrift tvíæringsins 2025 er Intelligens. Natural. Artificial. Collective og með sýningarstjórn fer arkitektinn og verkfræðingurinn Carlo Ratti. Arkitektúr fjölskylduáhugamálið „Þetta er fjölskylduáhugamál. Þetta er frá upphafi sameiginleg hugmynd. Við tölum mjög mikið um arkitektúr og höfum bæði mikinn áhuga þverfaglega á faginu, ekki bara tengingu við að byggja hús. Hann er yngri og kemur með annan vinkil í framsetningu, eins og að setja þetta fram sem kvikmynd og simulation eða prófun. Eins og í tölvuleik. Það er alveg ný hugmynd,“ segir Arnhildur og heldur áfram: „Við erum hér í nútímanum að horfa til framtíðar til að geta varðað leiðina áfram. Hvað þarf að breytast, hvaða kerfi þurfa að breytast og hvað þurfum við að gera til að ná raunverulega markmiðunum. Það sem við þurfum að gera til að bjarga okkur sjálfum sem tegund. Því plánetan lifir auðvitað hvort sem við gerum það eða ekki. Þetta snýst þannig um að við finnum leiðir til að halda okkur á lífi.“ Arnar segir sér alltaf hafa þótt gaman að vinna með móður sinni. „Við náum vel saman og höfum alltaf talað saman um arkitektúr. Þegar við komum heim af skrifstofunni erum við enn að tala saman við matarborðið og fram á kvöld. Það er eins og við séum alltaf að vinna eða aldrei að vinna,“ segir hann og Arnhildur segir þau svo tala um aðra hluti sem þau svo tengi á endanum við verkefnið með einhverjum hætti. Mæðginin eru afar samrýnd og fá alls ekki leið á að tala um arkitektúr þegar heim er komið. Aðsend Sýningin opin þar til í nóvember „Mér finnst þetta mjög gefandi og skemmtilegt. Við erum sammála um margt og erum með svipuð áhugamál en fókusinn á öðruvísi hluti í miðlun,“ segir Arnar Arnhildur segir alla fjölskylduna á sömu nótunum þannig aðrir fjölskyldumeðlimir hafi mikla þolinmæði fyrir þessum pælingum við matarborðið. „Þetta er meiri fjölskylda en bara við. Við erum hérna með systir Arnars, Björgu, sem er með meistaragráðu í prjóna- og fatahönnun en hefur verið að vinna með okkur tengt útliti og uppsetningu og grafík. Hún er líka hérna og Sukanya, kærastan hans Arnars, sem var með honum í skóla. Arnar er þannig að vinna með bæði kærustunni sinni og mömmu sinni. Þetta er stórskemmtilegt.“ Arnhildur hvetur alla sem eiga leið um Feneyjar næstu mánuði til að stoppa og skoða sýninguna. „Það er foropnun 8. maí og svo almenn opnun 10. maí. Sýningin er öllum opin fram í nóvember og miðarnir á hagkvæmu verði. Ef fólk er á leið um Feneyjar getur það stoppað hérna og skoðað alla skálana og farið á sýninguna. Það er búið að merkja þetta inn á Google Maps þannig það er ekki erfitt að finna þetta.“ Hægt er að fylgjast með uppsetningunni og sýningunni hér á Instagram.
Arkitektúr Feneyjatvíæringurinn Ítalía Menning Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Arnhildur verðlaunuð fyrir frumleika í mannvirkjagerð Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hefur hlotið viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, færði Arnhildi viðurkenninguna á húsnæðisþingi í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð í tengslum við húsnæðisþing. 31. ágúst 2023 11:27 „Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30 Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Arnhildur verðlaunuð fyrir frumleika í mannvirkjagerð Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hefur hlotið viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, færði Arnhildi viðurkenninguna á húsnæðisþingi í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð í tengslum við húsnæðisþing. 31. ágúst 2023 11:27
„Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. 26. apríl 2022 17:30