Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2025 22:35 Jannik Sinner vann Opna ástralska mótið í janúar og hóf svo að taka út þriggja mánaða keppnisbann. Getty/James D. Morgan Ítalski tennisspilarinn Jannik Sinner segist hafa verið nálægt því að gefast upp og leggja spaðann á hilluna vegna lyfjamáls síns, umræðunnar og viðhorfs annarra gagnvart honum. Sinner segir í samtali við ítalska miðilinn RAI að sér hafi liðið illa á Opna ástralska mótinu í byrjun þessa árs og fundist aðrir spilarar horfa á hann „með öðruvísi hætti en áður“. Þessi 23 ára Ítali féll á lyfjaprófi í mars í fyrra, eftir að í honum mældist ólöglega steraefnið clostebol. Hann komst að lokum að samkomulagi við alþjóða lyfjaeftirlitið um þriggja mánaða bann sem tók gildi 9. febrúar, skömmu eftir að hann fagnaði sigri á Opna ástralska mótinu. Á því móti fann hann hins vegar fyrir óvinsældunum sem málið hefur skapað honum. „Var týpan sem að grínaðist við alla“ „Ég man að rétt fyrir Opna ástralska í byrjun þessa árs þá var ég ekki mjög hamingjusamur því þetta dópmál var enn í gangi. Mér leið ekki vel í búningsklefanum og þar sem ég borðaði. Það var eins og að sumir hinna spilaranna litu öðruvísi á mig og mér líkaði það alls ekki,“ sagði Sinner við RAI. „Mér fannst það orðið of mikið að vera áfram í tennis í þessu andrúmslofti. Áður var ég alltaf týpan sem að grínaðist við alla og gat spjallað við hvern sem er í búningsklefanum en þetta breyttist. Mér var ekki rótt. Mér leið ekki vel og hugsaði með mér að eftir mótið í Ástralíu þyrfti ég frítíma, það er að segja að taka mér hlé, því það myndi gera mér gott,“ sagði Sinner. Sinner hafði upphaflega verið sýknaður en alþjóða lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri niðurstöðu til alþjóða íþróttadómstólsins og fór fram á tveggja ára bann. Það endaði þó eins og áður segir með samkomulagi um þriggja mánaða bann sem mun klárast í tæka tíð svo að Sinner geti verið með á heimavelli á Opna ítalska mótinu 6.-18. maí. Lyfjaeftirlitið tók undir það að Sinner hefði ekki haft neinn íþróttalegan ávinning af notkun efnisins og að það hefði ekki verið hans sök að efnið barst í hann í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Engu að síður hefur Sinner fengið sína gagnrýni og refsing hans þótt of mild. Serena Williams fullyrti til að mynda að hún hefði sjálf fengið tuttugu ára bann og misst alla sína titla ef hún hefði orðið uppvís að því sama og Sinner. Ítalinn vildi ekki svara slíkri gagnrýni í viðalinu við RAI. „Ég vil ekki bregðast við gagnrýni. Fólki er frjálst að segja það sem það vill og dæma. Ég veit bara sjálfur hvað ég hef gengið í gegnum. Þetta var erfitt og ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að ganga í gegnum það sem saklaus maður.“ Tennis Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Sjá meira
Sinner segir í samtali við ítalska miðilinn RAI að sér hafi liðið illa á Opna ástralska mótinu í byrjun þessa árs og fundist aðrir spilarar horfa á hann „með öðruvísi hætti en áður“. Þessi 23 ára Ítali féll á lyfjaprófi í mars í fyrra, eftir að í honum mældist ólöglega steraefnið clostebol. Hann komst að lokum að samkomulagi við alþjóða lyfjaeftirlitið um þriggja mánaða bann sem tók gildi 9. febrúar, skömmu eftir að hann fagnaði sigri á Opna ástralska mótinu. Á því móti fann hann hins vegar fyrir óvinsældunum sem málið hefur skapað honum. „Var týpan sem að grínaðist við alla“ „Ég man að rétt fyrir Opna ástralska í byrjun þessa árs þá var ég ekki mjög hamingjusamur því þetta dópmál var enn í gangi. Mér leið ekki vel í búningsklefanum og þar sem ég borðaði. Það var eins og að sumir hinna spilaranna litu öðruvísi á mig og mér líkaði það alls ekki,“ sagði Sinner við RAI. „Mér fannst það orðið of mikið að vera áfram í tennis í þessu andrúmslofti. Áður var ég alltaf týpan sem að grínaðist við alla og gat spjallað við hvern sem er í búningsklefanum en þetta breyttist. Mér var ekki rótt. Mér leið ekki vel og hugsaði með mér að eftir mótið í Ástralíu þyrfti ég frítíma, það er að segja að taka mér hlé, því það myndi gera mér gott,“ sagði Sinner. Sinner hafði upphaflega verið sýknaður en alþjóða lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri niðurstöðu til alþjóða íþróttadómstólsins og fór fram á tveggja ára bann. Það endaði þó eins og áður segir með samkomulagi um þriggja mánaða bann sem mun klárast í tæka tíð svo að Sinner geti verið með á heimavelli á Opna ítalska mótinu 6.-18. maí. Lyfjaeftirlitið tók undir það að Sinner hefði ekki haft neinn íþróttalegan ávinning af notkun efnisins og að það hefði ekki verið hans sök að efnið barst í hann í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Engu að síður hefur Sinner fengið sína gagnrýni og refsing hans þótt of mild. Serena Williams fullyrti til að mynda að hún hefði sjálf fengið tuttugu ára bann og misst alla sína titla ef hún hefði orðið uppvís að því sama og Sinner. Ítalinn vildi ekki svara slíkri gagnrýni í viðalinu við RAI. „Ég vil ekki bregðast við gagnrýni. Fólki er frjálst að segja það sem það vill og dæma. Ég veit bara sjálfur hvað ég hef gengið í gegnum. Þetta var erfitt og ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að ganga í gegnum það sem saklaus maður.“
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti