Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 13:01 Jannik Sinner vann opna ástralska mótið í janúar. Getty/James D. Morgan Ítalinn Jannik Sinner, efsti maður heimslistans í tennis, hefur komist að samkomulagi við WADA, alþjóða lyfjaeftirlitið, um að taka út þriggja mánaða bann vegna tveggja jákvæðra lyfjaprófa á síðasta ári. Sinner, sem vann Opna ástralska mótið í síðasta mánuði, verður því í banni frá 9. febrúar til 4. maí. Það þýðir að hann missir ekki af neinu risamóti og getur spilað á Opna franska mótinu 19. maí. WADA hafði áfrýjað til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða heilindastofnun tennisíþróttarinnar, ITIA, komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að refsa Sinner. WADA kallaði eftir tveggja ára keppnisbanni en hefur nú tekið skýringar Sinner gildar og samþykkt að láta þriggja mánaða bann duga. Sinner féll á lyfjaprófi í tvígang í mars á síðasta ári, þegar hann tók þátt í Indian Wells-mótinu. Hann hefur sagt að efnið „clostebol“, sem er bannað, hafi fundist vegna þess að hann hafi óvart fengið það á sig í meðferð hjá sjúkraþjálfara. WADA segir ljóst að Sinner, sem unnið hefur þrjú risamót á ferlinum, hafi ekki ætlað sér að svindla, að efnið hafi ekki stuðlað að auknum árangri hans, og að þetta hafi gerst án hans vitneskju vegna gáleysis starfsmanns úr teymi hans. Sinner verði hins vegar að bera sjálfur ábyrgð á því gáleysi. Sinner kveðst í yfirlýsingu hafa viljað semja um þriggja mánaða bann til að losna loksins við mál sem hangið hafi yfir honum og hefði gert það áfram, mögulega út þetta ár. Tennis Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sjá meira
Sinner, sem vann Opna ástralska mótið í síðasta mánuði, verður því í banni frá 9. febrúar til 4. maí. Það þýðir að hann missir ekki af neinu risamóti og getur spilað á Opna franska mótinu 19. maí. WADA hafði áfrýjað til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, eftir að alþjóða heilindastofnun tennisíþróttarinnar, ITIA, komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að refsa Sinner. WADA kallaði eftir tveggja ára keppnisbanni en hefur nú tekið skýringar Sinner gildar og samþykkt að láta þriggja mánaða bann duga. Sinner féll á lyfjaprófi í tvígang í mars á síðasta ári, þegar hann tók þátt í Indian Wells-mótinu. Hann hefur sagt að efnið „clostebol“, sem er bannað, hafi fundist vegna þess að hann hafi óvart fengið það á sig í meðferð hjá sjúkraþjálfara. WADA segir ljóst að Sinner, sem unnið hefur þrjú risamót á ferlinum, hafi ekki ætlað sér að svindla, að efnið hafi ekki stuðlað að auknum árangri hans, og að þetta hafi gerst án hans vitneskju vegna gáleysis starfsmanns úr teymi hans. Sinner verði hins vegar að bera sjálfur ábyrgð á því gáleysi. Sinner kveðst í yfirlýsingu hafa viljað semja um þriggja mánaða bann til að losna loksins við mál sem hangið hafi yfir honum og hefði gert það áfram, mögulega út þetta ár.
Tennis Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sjá meira