Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 13:01 Arnar Davíð Jónsson var kátur í mótslok eftir sigur á mótinu í Eskilstuna. pbasweden.se Íslenski keilukappinn Arnar Davíð Jónsson fagnaði sigri á sænska stórmótinu PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open. Arnar hafði betur í úrslitaleiknum á móti Norðmanninum Henrik Nordang Larsen. Hann náði 557 pinnum á móti 554. „Það munaði litlu um stund að ég færi að hugsa að þetta væri ekki minn dagur í dag, en sem betur fer þá er ég þrjóskur og gefst aldrei upp,“ sagði Arnar Davíð Jónsson, glaður eftir keppni í viðtali við sænska keilublaðið Swebowl. Í undanúrslitum vann Arnar Davíð Englendinginn Dan Harding nokkuð auðveldlega með 632 pinnum á móti 567. Það var hins vegar mikið stress í mönnum í úrslitaleiknum og mun minna skor. „Þegar að ég henti í 7-10 glennu í annars fínu kasti í síðasta leiknum þá lá við að ég hugsaði: ‚Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu, þetta er ekki minn dagur'. Ég er sem betur fer þrjóskur og gefst aldrei upp og í dag bar það árangur. Henrik gaf mér í raun og veru séns með því að opna tvo ramma og maður á það til að gleyma að andstæðingurinn er alveg jafn taugaóstyrkur og undir jafn mikilli pressu og maður sjálfur,“ sagði Arnar. Arnar er núna búinn að tryggja sér sæti World Series of Bowling á næsta ári en það er mótaröð sem að hann hefur tekið þátt í á þessu ári og hefur gefið gríðarlega reynslu. Hann hefur einnig tryggt sér pláss í úrslitakeppninni í Storm Lucky Larssen í Svíþjóð í haust sem er eina PBA keppnin sem að fer fram utan Bandaríkjanna. „Ég er búinn að vinna mjög mikið með andlegu hliðina undanfarið. Núna þegar að kastið liggur vel fyrir og vöðvaminnið er til staðar, þá tel ég að andlega hliðin sé það mikilvægasta. Ég las bók eftir Amleto Monacelli (Í PBA heiðurshöllinni). Í einum af fyrstu köflunum þá lýsir hann því að ef að maður þarf að fella út í síðasta rammanum þá á maður að reyna að líta á fyrsta kastið sem æfingakast fyrir næsta kast. Ég hef notast við þetta og í dag nýttist það mér fullkomlega,“ sagði Arnar. Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi Keila Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira
Arnar hafði betur í úrslitaleiknum á móti Norðmanninum Henrik Nordang Larsen. Hann náði 557 pinnum á móti 554. „Það munaði litlu um stund að ég færi að hugsa að þetta væri ekki minn dagur í dag, en sem betur fer þá er ég þrjóskur og gefst aldrei upp,“ sagði Arnar Davíð Jónsson, glaður eftir keppni í viðtali við sænska keilublaðið Swebowl. Í undanúrslitum vann Arnar Davíð Englendinginn Dan Harding nokkuð auðveldlega með 632 pinnum á móti 567. Það var hins vegar mikið stress í mönnum í úrslitaleiknum og mun minna skor. „Þegar að ég henti í 7-10 glennu í annars fínu kasti í síðasta leiknum þá lá við að ég hugsaði: ‚Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu, þetta er ekki minn dagur'. Ég er sem betur fer þrjóskur og gefst aldrei upp og í dag bar það árangur. Henrik gaf mér í raun og veru séns með því að opna tvo ramma og maður á það til að gleyma að andstæðingurinn er alveg jafn taugaóstyrkur og undir jafn mikilli pressu og maður sjálfur,“ sagði Arnar. Arnar er núna búinn að tryggja sér sæti World Series of Bowling á næsta ári en það er mótaröð sem að hann hefur tekið þátt í á þessu ári og hefur gefið gríðarlega reynslu. Hann hefur einnig tryggt sér pláss í úrslitakeppninni í Storm Lucky Larssen í Svíþjóð í haust sem er eina PBA keppnin sem að fer fram utan Bandaríkjanna. „Ég er búinn að vinna mjög mikið með andlegu hliðina undanfarið. Núna þegar að kastið liggur vel fyrir og vöðvaminnið er til staðar, þá tel ég að andlega hliðin sé það mikilvægasta. Ég las bók eftir Amleto Monacelli (Í PBA heiðurshöllinni). Í einum af fyrstu köflunum þá lýsir hann því að ef að maður þarf að fella út í síðasta rammanum þá á maður að reyna að líta á fyrsta kastið sem æfingakast fyrir næsta kast. Ég hef notast við þetta og í dag nýttist það mér fullkomlega,“ sagði Arnar. Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi
Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi
Keila Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira