Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 13:01 Arnar Davíð Jónsson var kátur í mótslok eftir sigur á mótinu í Eskilstuna. pbasweden.se Íslenski keilukappinn Arnar Davíð Jónsson fagnaði sigri á sænska stórmótinu PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open. Arnar hafði betur í úrslitaleiknum á móti Norðmanninum Henrik Nordang Larsen. Hann náði 557 pinnum á móti 554. „Það munaði litlu um stund að ég færi að hugsa að þetta væri ekki minn dagur í dag, en sem betur fer þá er ég þrjóskur og gefst aldrei upp,“ sagði Arnar Davíð Jónsson, glaður eftir keppni í viðtali við sænska keilublaðið Swebowl. Í undanúrslitum vann Arnar Davíð Englendinginn Dan Harding nokkuð auðveldlega með 632 pinnum á móti 567. Það var hins vegar mikið stress í mönnum í úrslitaleiknum og mun minna skor. „Þegar að ég henti í 7-10 glennu í annars fínu kasti í síðasta leiknum þá lá við að ég hugsaði: ‚Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu, þetta er ekki minn dagur'. Ég er sem betur fer þrjóskur og gefst aldrei upp og í dag bar það árangur. Henrik gaf mér í raun og veru séns með því að opna tvo ramma og maður á það til að gleyma að andstæðingurinn er alveg jafn taugaóstyrkur og undir jafn mikilli pressu og maður sjálfur,“ sagði Arnar. Arnar er núna búinn að tryggja sér sæti World Series of Bowling á næsta ári en það er mótaröð sem að hann hefur tekið þátt í á þessu ári og hefur gefið gríðarlega reynslu. Hann hefur einnig tryggt sér pláss í úrslitakeppninni í Storm Lucky Larssen í Svíþjóð í haust sem er eina PBA keppnin sem að fer fram utan Bandaríkjanna. „Ég er búinn að vinna mjög mikið með andlegu hliðina undanfarið. Núna þegar að kastið liggur vel fyrir og vöðvaminnið er til staðar, þá tel ég að andlega hliðin sé það mikilvægasta. Ég las bók eftir Amleto Monacelli (Í PBA heiðurshöllinni). Í einum af fyrstu köflunum þá lýsir hann því að ef að maður þarf að fella út í síðasta rammanum þá á maður að reyna að líta á fyrsta kastið sem æfingakast fyrir næsta kast. Ég hef notast við þetta og í dag nýttist það mér fullkomlega,“ sagði Arnar. Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi Keila Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Sjá meira
Arnar hafði betur í úrslitaleiknum á móti Norðmanninum Henrik Nordang Larsen. Hann náði 557 pinnum á móti 554. „Það munaði litlu um stund að ég færi að hugsa að þetta væri ekki minn dagur í dag, en sem betur fer þá er ég þrjóskur og gefst aldrei upp,“ sagði Arnar Davíð Jónsson, glaður eftir keppni í viðtali við sænska keilublaðið Swebowl. Í undanúrslitum vann Arnar Davíð Englendinginn Dan Harding nokkuð auðveldlega með 632 pinnum á móti 567. Það var hins vegar mikið stress í mönnum í úrslitaleiknum og mun minna skor. „Þegar að ég henti í 7-10 glennu í annars fínu kasti í síðasta leiknum þá lá við að ég hugsaði: ‚Er ekki bara kominn tími til að hætta þessu, þetta er ekki minn dagur'. Ég er sem betur fer þrjóskur og gefst aldrei upp og í dag bar það árangur. Henrik gaf mér í raun og veru séns með því að opna tvo ramma og maður á það til að gleyma að andstæðingurinn er alveg jafn taugaóstyrkur og undir jafn mikilli pressu og maður sjálfur,“ sagði Arnar. Arnar er núna búinn að tryggja sér sæti World Series of Bowling á næsta ári en það er mótaröð sem að hann hefur tekið þátt í á þessu ári og hefur gefið gríðarlega reynslu. Hann hefur einnig tryggt sér pláss í úrslitakeppninni í Storm Lucky Larssen í Svíþjóð í haust sem er eina PBA keppnin sem að fer fram utan Bandaríkjanna. „Ég er búinn að vinna mjög mikið með andlegu hliðina undanfarið. Núna þegar að kastið liggur vel fyrir og vöðvaminnið er til staðar, þá tel ég að andlega hliðin sé það mikilvægasta. Ég las bók eftir Amleto Monacelli (Í PBA heiðurshöllinni). Í einum af fyrstu köflunum þá lýsir hann því að ef að maður þarf að fella út í síðasta rammanum þá á maður að reyna að líta á fyrsta kastið sem æfingakast fyrir næsta kast. Ég hef notast við þetta og í dag nýttist það mér fullkomlega,“ sagði Arnar. Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi
Topp 4 í PBA Sweden Scorpion Eskilstuna Open 1. Arnar Davíð Jónsson, IS Göta, Íslandi 2. Henrik Nordang Larsen, BK Skrufscha, Noregi 3. Dan Harding, Team Alingsås, Englandi 4. Viktor Brentebråten Mortensen, BK Skrufscha, Noregi
Keila Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Sjá meira