Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 22:03 Torfi Frans Ólafsson er einn af framleiðendum Minecraft-myndarinnar. Getty/Neil Mockford Íslenskur framleiðandi einnar stærstu kvikmyndar heimsins í ár, segir velgengnina að einhverju leyti koma á óvart. Honum tókst að setja sitt mark á myndina og er afar ánægður með útkomuna. Síðan kvikmyndin Minecraft, byggð á samnefndum tölvuleik, kom út þann 4. apríl hefur hún verið sú allra vinsælasta í flestum kvikmyndahúsum. Myndin nálgast að hafa grætt 100 milljarða króna í miðasölu um allan heim og hafa atriði úr myndinni tekið yfir internetið. Einn af framleiðendum myndarinnar er Torfi Frans Ólafsson. Hann segir það mjög ánægjulegt hve vinsæl myndin er. „Oft leit það út fyrir að myndin myndi aldrei koma út, eins og gengur og gerist. Við vorum með Covid, verkföll hjá leikurum og handritshöfundum. Svo gáfum við út stiklu og henni var ekki vel tekið svo við vorum ekki viss hvort þetta væri rétt mynd. En við ákváðum að spýta í lófana og reyna að útskýra betur í gegnum stiklurnar hvernig myndin væri í raun og veru. Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum,“ segir Torfi. Torfi (næstlengst til vinstri) ásamt leikurum myndarinnar og leikstjóranum Jared Hess (næstlengst til hægri).Getty/Carlos Tischler Torfi vinnur hjá Mojang sem framleiðir tölvuleikinn og sá meðal annars til þess að myndin væri í takt við það sem gerist í leiknum og að markaðssetningin næði til spilara. Þá fékk hann að setja sitt mark á myndina með ýmsum bröndurum. Þar á meðal var brandari þar sem þjónn spyr hvort matargestur sé búinn að borða (e. finished). Hinn gesturinn svarar „Nei, ég held hann sé sænskur.“ „Konunni minni þykir þetta mjög lélegur brandari, en fólk hlær að honum. Ég sit stundum aftast í kvikmyndahúsum og sé hvernig viðbrögðin eru,“ segir Torfi. Kjúllaknapinn geðugi Fjallað hefur verið um hegðun bíógesta í ákveðnu atriði myndarinnar um allan heim, meðal annars hér á landi. Þar birtist svokallaður kjúllaknapi (e. chicken jockey) og missa áhorfendur oft vitið við það, klappa og kasta poppi. Torfi segir framleiðendurna ekki hafa órað fyrir að viðbrögðin yrðu slík yfir þessum kjúllaknapa. „Að kasta poppi, eða vera með skrílslæti í bíó. Það er ótrúlega gaman þegar fólk er að haga sér vel en er samt að hrópa og taka þátt í kvikmyndinni,“ segir Torfi. Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Síðan kvikmyndin Minecraft, byggð á samnefndum tölvuleik, kom út þann 4. apríl hefur hún verið sú allra vinsælasta í flestum kvikmyndahúsum. Myndin nálgast að hafa grætt 100 milljarða króna í miðasölu um allan heim og hafa atriði úr myndinni tekið yfir internetið. Einn af framleiðendum myndarinnar er Torfi Frans Ólafsson. Hann segir það mjög ánægjulegt hve vinsæl myndin er. „Oft leit það út fyrir að myndin myndi aldrei koma út, eins og gengur og gerist. Við vorum með Covid, verkföll hjá leikurum og handritshöfundum. Svo gáfum við út stiklu og henni var ekki vel tekið svo við vorum ekki viss hvort þetta væri rétt mynd. En við ákváðum að spýta í lófana og reyna að útskýra betur í gegnum stiklurnar hvernig myndin væri í raun og veru. Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum,“ segir Torfi. Torfi (næstlengst til vinstri) ásamt leikurum myndarinnar og leikstjóranum Jared Hess (næstlengst til hægri).Getty/Carlos Tischler Torfi vinnur hjá Mojang sem framleiðir tölvuleikinn og sá meðal annars til þess að myndin væri í takt við það sem gerist í leiknum og að markaðssetningin næði til spilara. Þá fékk hann að setja sitt mark á myndina með ýmsum bröndurum. Þar á meðal var brandari þar sem þjónn spyr hvort matargestur sé búinn að borða (e. finished). Hinn gesturinn svarar „Nei, ég held hann sé sænskur.“ „Konunni minni þykir þetta mjög lélegur brandari, en fólk hlær að honum. Ég sit stundum aftast í kvikmyndahúsum og sé hvernig viðbrögðin eru,“ segir Torfi. Kjúllaknapinn geðugi Fjallað hefur verið um hegðun bíógesta í ákveðnu atriði myndarinnar um allan heim, meðal annars hér á landi. Þar birtist svokallaður kjúllaknapi (e. chicken jockey) og missa áhorfendur oft vitið við það, klappa og kasta poppi. Torfi segir framleiðendurna ekki hafa órað fyrir að viðbrögðin yrðu slík yfir þessum kjúllaknapa. „Að kasta poppi, eða vera með skrílslæti í bíó. Það er ótrúlega gaman þegar fólk er að haga sér vel en er samt að hrópa og taka þátt í kvikmyndinni,“ segir Torfi.
Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira