Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 06:48 Eldgosinu er formlega lokið en ekki atburðinum að sögn jarðvísindamanna. Enn mælast skjálftar í kvikuganginum. Vísir/Anton Brink Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt en hefur þó farið minnkandi frá fyrri dögum. Hins vegar reið kröftug gikkskjálftahrina yfir við Trölladyngju og fannst hún víða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Þar kemur fram að dregið hafi úr skjálftavirkni í kvikuganginum en hún sé þó nokkuð jafndreifð um hann, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Sömuleiðis sé dýpi skjálfta enn nokkuð stöðugt á milli fjögurra og sex kílómetra. Jarðvísindamenn lýstu síðdegis í gær yfir endalokum eldgossins. Kvikuflæði væri það lítið að landsig mældist ekki. Atburðinum væri þó ekki lokið því áfram mælist fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins. Ólíklegt væri að ný gosopnun myndaðist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma. Hins vegar ríkti óvissa um framhaldið en aflögunarmælingar næstu daga og vikna myndu varpa ljósi á kvikusöfnun undir Svartsengi. Skjálftavirkni síðustu tólf klukkustundir. Gikkskjálftahrina við Trölladyngju fannst víða Öflug hrina gikkskjálfta hófst um hálf sex í gærkvöldi við Trölladyngju norðvestan við Kleifarvatn og hélt áfram í marga klukkutíma. Um var að ræða gikkskjálftahrinu sem hófst við Reykjanestá og færði sig svo að Eldey og loks Trölladyngju. Stærsti skjálftinn sem mældist var 3.9 að stærð rétt fyrir ellefu í gærkvöldi en alls mældust fimm skjálftar yfir 3 að stærð frá upphafi hrinunnar. Náttúruvárvakt Veðurstofunnar segir Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftarnir hefðu fundist í byggð. „Eftir miðnætti hefur hægt og bítandi dregið úr fjölda gikkskjálfta á svæðinu,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Þar kemur fram að dregið hafi úr skjálftavirkni í kvikuganginum en hún sé þó nokkuð jafndreifð um hann, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Sömuleiðis sé dýpi skjálfta enn nokkuð stöðugt á milli fjögurra og sex kílómetra. Jarðvísindamenn lýstu síðdegis í gær yfir endalokum eldgossins. Kvikuflæði væri það lítið að landsig mældist ekki. Atburðinum væri þó ekki lokið því áfram mælist fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins. Ólíklegt væri að ný gosopnun myndaðist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma. Hins vegar ríkti óvissa um framhaldið en aflögunarmælingar næstu daga og vikna myndu varpa ljósi á kvikusöfnun undir Svartsengi. Skjálftavirkni síðustu tólf klukkustundir. Gikkskjálftahrina við Trölladyngju fannst víða Öflug hrina gikkskjálfta hófst um hálf sex í gærkvöldi við Trölladyngju norðvestan við Kleifarvatn og hélt áfram í marga klukkutíma. Um var að ræða gikkskjálftahrinu sem hófst við Reykjanestá og færði sig svo að Eldey og loks Trölladyngju. Stærsti skjálftinn sem mældist var 3.9 að stærð rétt fyrir ellefu í gærkvöldi en alls mældust fimm skjálftar yfir 3 að stærð frá upphafi hrinunnar. Náttúruvárvakt Veðurstofunnar segir Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftarnir hefðu fundist í byggð. „Eftir miðnætti hefur hægt og bítandi dregið úr fjölda gikkskjálfta á svæðinu,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira