Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 23:30 Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Vísir/tómas Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir. Töluvert hefur borið á því að myndskeið af börnum að beita önnur börn ofbeldi rati inn á samfélagsmiðla og fari þar í dreifingu. Iðulega er um að ræða fjölda gerenda gegn einum eða fáum þolendum, en dæmi eru um að þolendur séu allt niður í tíu ára gamlir. Oft á tíðum sé um sömu gerendur að ræða sem finni sífellt ný fórnarlömb. Upptaka sé líka ofbeldi Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Umrætt myndefni var birt á Instagram-aðgangi sem er nú með um 1.900 fylgjendur og má búast við að aðrir slíkir spretti upp þegar honum verður lokað. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá þá einhverja vitneskju. Kannski að minna á það, að deila upptökum, að skilja eftir athugasemd og að líka við færslu er þátttaka. Að taka upp er líka þátttaka að ofbeldi og nú er komið dómafordæmi fyrir því til dæmis.“ Sömu aðilar gjarnan á bak við síðurnar Bæði séu til dæmi um það að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál en einnig að slagsmál brjótist út fyrir tilviljun sem séu síðan tekin upp. Lögreglan hvetur fólk til að tilkynna ef það verður vart við slíkt myndefni. „Það er til dæmis hnappur inn á logreglan.is, ég vil tilkynna brot, og velja, ofbeldismyndband ungmenna. Það er mikilvægt að tilkynna til okkar svo við getum gert eitthvað í því. Hvort sem að þú veist að það er myndband af þér í dreifingu eða barninu þínu eða þú bara sérð það á veggnum þínum. Þá skal tilkynna það til okkar svo við getum tekið það niður.“ Lögregluna grunar að sömu aðilar séu gjarnan á bak við síðurnar, enda beri þær oft sambærileg nöfn. Foreldrar eru hvattir til að vera vakandi fyrir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá það einhverja vitneskju.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Töluvert hefur borið á því að myndskeið af börnum að beita önnur börn ofbeldi rati inn á samfélagsmiðla og fari þar í dreifingu. Iðulega er um að ræða fjölda gerenda gegn einum eða fáum þolendum, en dæmi eru um að þolendur séu allt niður í tíu ára gamlir. Oft á tíðum sé um sömu gerendur að ræða sem finni sífellt ný fórnarlömb. Upptaka sé líka ofbeldi Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Umrætt myndefni var birt á Instagram-aðgangi sem er nú með um 1.900 fylgjendur og má búast við að aðrir slíkir spretti upp þegar honum verður lokað. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá þá einhverja vitneskju. Kannski að minna á það, að deila upptökum, að skilja eftir athugasemd og að líka við færslu er þátttaka. Að taka upp er líka þátttaka að ofbeldi og nú er komið dómafordæmi fyrir því til dæmis.“ Sömu aðilar gjarnan á bak við síðurnar Bæði séu til dæmi um það að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál en einnig að slagsmál brjótist út fyrir tilviljun sem séu síðan tekin upp. Lögreglan hvetur fólk til að tilkynna ef það verður vart við slíkt myndefni. „Það er til dæmis hnappur inn á logreglan.is, ég vil tilkynna brot, og velja, ofbeldismyndband ungmenna. Það er mikilvægt að tilkynna til okkar svo við getum gert eitthvað í því. Hvort sem að þú veist að það er myndband af þér í dreifingu eða barninu þínu eða þú bara sérð það á veggnum þínum. Þá skal tilkynna það til okkar svo við getum tekið það niður.“ Lögregluna grunar að sömu aðilar séu gjarnan á bak við síðurnar, enda beri þær oft sambærileg nöfn. Foreldrar eru hvattir til að vera vakandi fyrir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá það einhverja vitneskju.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira