Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. mars 2025 20:30 Umhverfisráðherra kynnti í dag átak til að finna og nýta betur jarðvarma á köldum svæðum á landinu. Vísir/Lýður Umhverfisráðherra er sannfærður um að hægt sé að finna jarðvarma á köldum svæðum og hefur blásið til átaks í því skyni. Verja á milljarði í verkefnið á næstum árum. Bylting ef vel tekst til, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja. Um eitt af hverjum tíu heimilinum í landinu er á svokölluðum köldum svæðum þar sem hitað er upp með rafmagni eða olíu. Restin hefur aðgang að jarðhitaveitu. Af 62 sveitarfélögum á landinu eru 23 þeirra skilgreind á köldum svæðum. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum berjast fyrir hagsmunum þeirra. Ráðherra bjartsýnn Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-,orku- og loftlagsráðherra kynnti í dag átakið Jarðhiti jafnar leikinn sem miðar að því að finna og nýta jarðvarma betur á slíkum svæðum. Átakið er kynnt sem stærsta fjárfesting í jarðhita á þessari öld en gert er ráð fyrir að verja allt að einum milljarði króna í styrki til slíkra verkefna á næstu fjórum árum. Jóhann er bjartsýnn á að árangur náist. „Við ætlum með þessu að lækka húshitunarkostnað heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga. Ef þetta skilar þeim árangri sem við vonumst eftir þá mun þetta líka draga úr losun og bæta orkunýtni- og öryggi,“ segir Jóhann. Ráðist var í sambærilegt verkefni fyrir tveimur árum sem skilaði árangri. Jóhann segir að árangurinn á þeim tíma gefi tilefni til mikillar bjartsýni. „Það var minna átak en þetta og skilaði mjög miklum árangri t.d. á Ísafirði og Patreksfirði. Við munum nota það sem við lærðum af því átaki í þessu verkefni,“ segir Jóhann. Ef takist að draga úr rafhitun húsnæðis um fimmtung með því að nýta frekar jarðvarma geti það skilað miklum ávinningi. „Þá erum við kannski að tala um átta milljarða króna ávinning fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur yfir tíu ára tímabil,“ segir Jóhann. Væri bylting Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Vísir/Lýður „Við bindum vonir við það að tæknin og framtíðin beri það með sér að við getum leitað nýrra leiða til að kynda húsin okkar.Það þarf ekki háhitasvæði til að kynda upp öll hús það er líka hægt að nota svokallaðan lághita. Það væri algjör bylting fyrir þessi sveitarfélög sem eru á köldum svæðum ef við hefðum annað en rafmagn til að hita upp húsin okkar. Hægt verður að sækja um styrki til að ráðast í jarðhitaverkefni en reglur verða kynntar á næstunni. Vilhjálmur Hilmarsson formaður stjórnar Loftslags- og orkusjóðs segir að nánari útfærslu sé að vænta. „Styrkir verða einkum veittir til sveitarfélaga og orkufyrirtækja. En við munum kynna reglurnar á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Jarðhiti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Um eitt af hverjum tíu heimilinum í landinu er á svokölluðum köldum svæðum þar sem hitað er upp með rafmagni eða olíu. Restin hefur aðgang að jarðhitaveitu. Af 62 sveitarfélögum á landinu eru 23 þeirra skilgreind á köldum svæðum. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum berjast fyrir hagsmunum þeirra. Ráðherra bjartsýnn Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-,orku- og loftlagsráðherra kynnti í dag átakið Jarðhiti jafnar leikinn sem miðar að því að finna og nýta jarðvarma betur á slíkum svæðum. Átakið er kynnt sem stærsta fjárfesting í jarðhita á þessari öld en gert er ráð fyrir að verja allt að einum milljarði króna í styrki til slíkra verkefna á næstu fjórum árum. Jóhann er bjartsýnn á að árangur náist. „Við ætlum með þessu að lækka húshitunarkostnað heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga. Ef þetta skilar þeim árangri sem við vonumst eftir þá mun þetta líka draga úr losun og bæta orkunýtni- og öryggi,“ segir Jóhann. Ráðist var í sambærilegt verkefni fyrir tveimur árum sem skilaði árangri. Jóhann segir að árangurinn á þeim tíma gefi tilefni til mikillar bjartsýni. „Það var minna átak en þetta og skilaði mjög miklum árangri t.d. á Ísafirði og Patreksfirði. Við munum nota það sem við lærðum af því átaki í þessu verkefni,“ segir Jóhann. Ef takist að draga úr rafhitun húsnæðis um fimmtung með því að nýta frekar jarðvarma geti það skilað miklum ávinningi. „Þá erum við kannski að tala um átta milljarða króna ávinning fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur yfir tíu ára tímabil,“ segir Jóhann. Væri bylting Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Vísir/Lýður „Við bindum vonir við það að tæknin og framtíðin beri það með sér að við getum leitað nýrra leiða til að kynda húsin okkar.Það þarf ekki háhitasvæði til að kynda upp öll hús það er líka hægt að nota svokallaðan lághita. Það væri algjör bylting fyrir þessi sveitarfélög sem eru á köldum svæðum ef við hefðum annað en rafmagn til að hita upp húsin okkar. Hægt verður að sækja um styrki til að ráðast í jarðhitaverkefni en reglur verða kynntar á næstunni. Vilhjálmur Hilmarsson formaður stjórnar Loftslags- og orkusjóðs segir að nánari útfærslu sé að vænta. „Styrkir verða einkum veittir til sveitarfélaga og orkufyrirtækja. En við munum kynna reglurnar á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur.
Jarðhiti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira