Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. mars 2025 20:30 Umhverfisráðherra kynnti í dag átak til að finna og nýta betur jarðvarma á köldum svæðum á landinu. Vísir/Lýður Umhverfisráðherra er sannfærður um að hægt sé að finna jarðvarma á köldum svæðum og hefur blásið til átaks í því skyni. Verja á milljarði í verkefnið á næstum árum. Bylting ef vel tekst til, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja. Um eitt af hverjum tíu heimilinum í landinu er á svokölluðum köldum svæðum þar sem hitað er upp með rafmagni eða olíu. Restin hefur aðgang að jarðhitaveitu. Af 62 sveitarfélögum á landinu eru 23 þeirra skilgreind á köldum svæðum. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum berjast fyrir hagsmunum þeirra. Ráðherra bjartsýnn Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-,orku- og loftlagsráðherra kynnti í dag átakið Jarðhiti jafnar leikinn sem miðar að því að finna og nýta jarðvarma betur á slíkum svæðum. Átakið er kynnt sem stærsta fjárfesting í jarðhita á þessari öld en gert er ráð fyrir að verja allt að einum milljarði króna í styrki til slíkra verkefna á næstu fjórum árum. Jóhann er bjartsýnn á að árangur náist. „Við ætlum með þessu að lækka húshitunarkostnað heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga. Ef þetta skilar þeim árangri sem við vonumst eftir þá mun þetta líka draga úr losun og bæta orkunýtni- og öryggi,“ segir Jóhann. Ráðist var í sambærilegt verkefni fyrir tveimur árum sem skilaði árangri. Jóhann segir að árangurinn á þeim tíma gefi tilefni til mikillar bjartsýni. „Það var minna átak en þetta og skilaði mjög miklum árangri t.d. á Ísafirði og Patreksfirði. Við munum nota það sem við lærðum af því átaki í þessu verkefni,“ segir Jóhann. Ef takist að draga úr rafhitun húsnæðis um fimmtung með því að nýta frekar jarðvarma geti það skilað miklum ávinningi. „Þá erum við kannski að tala um átta milljarða króna ávinning fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur yfir tíu ára tímabil,“ segir Jóhann. Væri bylting Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Vísir/Lýður „Við bindum vonir við það að tæknin og framtíðin beri það með sér að við getum leitað nýrra leiða til að kynda húsin okkar.Það þarf ekki háhitasvæði til að kynda upp öll hús það er líka hægt að nota svokallaðan lághita. Það væri algjör bylting fyrir þessi sveitarfélög sem eru á köldum svæðum ef við hefðum annað en rafmagn til að hita upp húsin okkar. Hægt verður að sækja um styrki til að ráðast í jarðhitaverkefni en reglur verða kynntar á næstunni. Vilhjálmur Hilmarsson formaður stjórnar Loftslags- og orkusjóðs segir að nánari útfærslu sé að vænta. „Styrkir verða einkum veittir til sveitarfélaga og orkufyrirtækja. En við munum kynna reglurnar á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Jarðhiti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Um eitt af hverjum tíu heimilinum í landinu er á svokölluðum köldum svæðum þar sem hitað er upp með rafmagni eða olíu. Restin hefur aðgang að jarðhitaveitu. Af 62 sveitarfélögum á landinu eru 23 þeirra skilgreind á köldum svæðum. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum berjast fyrir hagsmunum þeirra. Ráðherra bjartsýnn Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-,orku- og loftlagsráðherra kynnti í dag átakið Jarðhiti jafnar leikinn sem miðar að því að finna og nýta jarðvarma betur á slíkum svæðum. Átakið er kynnt sem stærsta fjárfesting í jarðhita á þessari öld en gert er ráð fyrir að verja allt að einum milljarði króna í styrki til slíkra verkefna á næstu fjórum árum. Jóhann er bjartsýnn á að árangur náist. „Við ætlum með þessu að lækka húshitunarkostnað heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga. Ef þetta skilar þeim árangri sem við vonumst eftir þá mun þetta líka draga úr losun og bæta orkunýtni- og öryggi,“ segir Jóhann. Ráðist var í sambærilegt verkefni fyrir tveimur árum sem skilaði árangri. Jóhann segir að árangurinn á þeim tíma gefi tilefni til mikillar bjartsýni. „Það var minna átak en þetta og skilaði mjög miklum árangri t.d. á Ísafirði og Patreksfirði. Við munum nota það sem við lærðum af því átaki í þessu verkefni,“ segir Jóhann. Ef takist að draga úr rafhitun húsnæðis um fimmtung með því að nýta frekar jarðvarma geti það skilað miklum ávinningi. „Þá erum við kannski að tala um átta milljarða króna ávinning fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur yfir tíu ára tímabil,“ segir Jóhann. Væri bylting Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Vísir/Lýður „Við bindum vonir við það að tæknin og framtíðin beri það með sér að við getum leitað nýrra leiða til að kynda húsin okkar.Það þarf ekki háhitasvæði til að kynda upp öll hús það er líka hægt að nota svokallaðan lághita. Það væri algjör bylting fyrir þessi sveitarfélög sem eru á köldum svæðum ef við hefðum annað en rafmagn til að hita upp húsin okkar. Hægt verður að sækja um styrki til að ráðast í jarðhitaverkefni en reglur verða kynntar á næstunni. Vilhjálmur Hilmarsson formaður stjórnar Loftslags- og orkusjóðs segir að nánari útfærslu sé að vænta. „Styrkir verða einkum veittir til sveitarfélaga og orkufyrirtækja. En við munum kynna reglurnar á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur.
Jarðhiti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira