Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2025 13:03 Donatella Versace fyrir miðju ásamt Clooney hjónunum George og Amal á góðgerðarviðburði þeirra í New York árið 2023. EPA-EFE/Eduardo Munoz Alvarez Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er fullyrt að um risatíðindi sé að ræða enda hafi Donatella haft afgerandi áhrif á helstu tískustrauma undanfarin ár og þá stefnu sem rekin hefur verið í tískuheimum. Donatella er orðin 69 ára gömul og tilkynnti í Instagram færslu að hönnuðurinn Dario Vitale muni taka við af henni 1. apríl næstkomandi. Hann var áður hjá Miu Mu. „Það hefur alltaf verið mér mikilvægt að veita næstu kynslóð hönnuða vængi. Ég er hæstánægð með það að Dario Vitale muni ganga til liðs við okkur og hlakka til að sjá Versace með nýjum augum. Ég vil þakka mínu magnaða teymi af hönnuðum og öllu starfsfólki Versace, það hefur verið heiður að vinna með þeim undanfarna þrjá áratugi.“ Þá minnist Donatella bróður síns með hlýju. „Það hefur verið mesti heiður lífs míns að halda áfram ævistarfi Gianni bróður míns. Hann var alvöru snillingur og ég vona að ég hafi eitthvað af hans anda og dugnaði,“ segir Donatella. Hún segist munu halda áfram að styðja tískuhúsið með ráðum og dáðum í nýju starfi sínu sem sendiherra. Bróðir hennar Gianni Versace var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami í Flórída 15. júlí 1997 af hinum 27 ára gamla Andrew Cuananan. Sá hafði þegar skotið fjóra aðra til bana. View this post on Instagram A post shared by Versace (@versace) Tíska og hönnun Tímamót Ítalía Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er fullyrt að um risatíðindi sé að ræða enda hafi Donatella haft afgerandi áhrif á helstu tískustrauma undanfarin ár og þá stefnu sem rekin hefur verið í tískuheimum. Donatella er orðin 69 ára gömul og tilkynnti í Instagram færslu að hönnuðurinn Dario Vitale muni taka við af henni 1. apríl næstkomandi. Hann var áður hjá Miu Mu. „Það hefur alltaf verið mér mikilvægt að veita næstu kynslóð hönnuða vængi. Ég er hæstánægð með það að Dario Vitale muni ganga til liðs við okkur og hlakka til að sjá Versace með nýjum augum. Ég vil þakka mínu magnaða teymi af hönnuðum og öllu starfsfólki Versace, það hefur verið heiður að vinna með þeim undanfarna þrjá áratugi.“ Þá minnist Donatella bróður síns með hlýju. „Það hefur verið mesti heiður lífs míns að halda áfram ævistarfi Gianni bróður míns. Hann var alvöru snillingur og ég vona að ég hafi eitthvað af hans anda og dugnaði,“ segir Donatella. Hún segist munu halda áfram að styðja tískuhúsið með ráðum og dáðum í nýju starfi sínu sem sendiherra. Bróðir hennar Gianni Versace var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami í Flórída 15. júlí 1997 af hinum 27 ára gamla Andrew Cuananan. Sá hafði þegar skotið fjóra aðra til bana. View this post on Instagram A post shared by Versace (@versace)
Tíska og hönnun Tímamót Ítalía Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira