Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. mars 2025 12:02 Tölustafurinn 0 blasti við á þessu skilti við Hellisheiði fyrir tæpum þremur vikum en talan hefur verið uppfærð eftir fjölda banaslysa á síðustu dögum. vísir/Sigurjón Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag skullu rúta og jepplingur saman við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegarins og lést þar barn á öðru aldursári. Á laugardag skullu tveir bílar saman við Flúðir þar sem einn maður lést og í gær lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Fjórir voru um borð í bílunum og var einn úrskurðaður látinn á vettvangi en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Fjögur banaslys hafa orðið á tæpum þremur vikum.vísir/sara Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir þennan fjölda banaslysa á stuttum tíma afar óvenjulegan. „Blessunarlega gerist það mjög sjaldan að þetta sé í svona svakalegum hnappi eins og þetta var um helgina, en það hefur svo sem gerst að það hafa verið tvö banaslys í sitt hvorum landshlutanum á sama degi,“ segir Gunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með slysin til rannsóknar og Gunnar segir Samgöngustofu ekki hafa ítarlegar upplýsingar um aðdraganda eða orsakir þeirra enn sem komið er. „En manni sýnist fátt benda til þess að það sé eitthvað almennt að fara úrskeiðis. Þetta virðast vera ólík slys, veðrið virðist hafa verið ágætt þótt einhver hálka hafi reyndar komið við sögu. Þetta eru líka ólíkir landshlutar þannig það er ekki margt sammerkt með þessu.“ Þróun þvert á markmið Þrettán létust í banaslysum í fyrra og átta árið áður. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi almennt farið lækkandi, sé litið yfir lengra tímabil, hefur heildarfjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega farið hækkandi - þvert á yfirlýst markmið. Hann segir unnið gegn þróuninni með ýmsum hætti; fræðsluátökum og auglýsingaherferðum. „Almennt séð eru bílar að verða öruggari en á móti kemur að við höfum verið að takast á við ýmsar nýjar áskoranir síðustu ár, farsímar, ferðamenn og rafhlaupahjól og umferðin hefur breyst svolítið mikið undanfarið. Og þetta jafnvægi, öruggari bílar á móti breyttri umferð, hefur verið okkur í óhag,“ segir Gunnar. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag skullu rúta og jepplingur saman við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegarins og lést þar barn á öðru aldursári. Á laugardag skullu tveir bílar saman við Flúðir þar sem einn maður lést og í gær lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Fjórir voru um borð í bílunum og var einn úrskurðaður látinn á vettvangi en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Fjögur banaslys hafa orðið á tæpum þremur vikum.vísir/sara Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir þennan fjölda banaslysa á stuttum tíma afar óvenjulegan. „Blessunarlega gerist það mjög sjaldan að þetta sé í svona svakalegum hnappi eins og þetta var um helgina, en það hefur svo sem gerst að það hafa verið tvö banaslys í sitt hvorum landshlutanum á sama degi,“ segir Gunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með slysin til rannsóknar og Gunnar segir Samgöngustofu ekki hafa ítarlegar upplýsingar um aðdraganda eða orsakir þeirra enn sem komið er. „En manni sýnist fátt benda til þess að það sé eitthvað almennt að fara úrskeiðis. Þetta virðast vera ólík slys, veðrið virðist hafa verið ágætt þótt einhver hálka hafi reyndar komið við sögu. Þetta eru líka ólíkir landshlutar þannig það er ekki margt sammerkt með þessu.“ Þróun þvert á markmið Þrettán létust í banaslysum í fyrra og átta árið áður. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi almennt farið lækkandi, sé litið yfir lengra tímabil, hefur heildarfjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega farið hækkandi - þvert á yfirlýst markmið. Hann segir unnið gegn þróuninni með ýmsum hætti; fræðsluátökum og auglýsingaherferðum. „Almennt séð eru bílar að verða öruggari en á móti kemur að við höfum verið að takast á við ýmsar nýjar áskoranir síðustu ár, farsímar, ferðamenn og rafhlaupahjól og umferðin hefur breyst svolítið mikið undanfarið. Og þetta jafnvægi, öruggari bílar á móti breyttri umferð, hefur verið okkur í óhag,“ segir Gunnar.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira