„Ég trúi þessu varla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2025 09:04 Eir Chang Hlésdóttir, Íslandsmethafi í 200 metra hlaupi. Vísir/Bjarni Nýjasta hlaupastjarna Íslands hefur bætt sig gríðarlega á örstuttum tíma. Eftir að hafa slegið Íslandsmet um helgina, stefnir hún enn hærra. Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss. Hún kom í mark á 23,69 sekúndum og bætti Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu hundraðshluta úr sekúndu. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. „Þetta er mjög skrýtin tilhugsun. Ég trúi þessu varla, að þetta sé 21 árs gamalt met,“ segir Eir í samtali við íþróttadeild en hún hefur fengið töluvert af skilaboðum síðan. „Allir að óska mér til hamingju. Svo vorum við að fagna liðið því við unnum liðakeppnina. Ég er búin að vera að fagna og hvíla mig, og reyna að koma þessu inn,“ segir Eir. Hleypur milli skóla og fiðluæfinga Eir hefur í nægu að snúast í fiðlunámi sem og í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá er ekki langt síðan hún hætti í taekwondo til að geta einbeitt sér að hlaupunum. Það hefur sannarlega skilað sér enda bætingin gríðarhröð. Hún hljóp metrana 200 á 24 sekúndum á Meistaramóti ungmenna fyrir viku síðan og sléttum sjö dögum síðar var hún 21 hundraðshlutum úr sekúndu fljótari, og raunar bætt sig um 60 hundraðshluta á aðeins tveimur vikum, sem er fáheyrð bæting. „Ég er búin að bæta mig um 0,6 sekúndur innanhúss á tveimur vikum. Ég var alltaf fljót en þetta er að koma (fljótt)“ segir Eir sem hóf ekki að æfa frjálsar íþróttir af fullum krafti fyrr en síðasta haust. „Ég byrjaði að æfa á fullu í byjun menntaskóla. Ég byrjaði að mæta alltaf á æfingar í september en var að keppa mikið í sumar,“ segir Eir sem segist taka eftir því hversu hratt hún bæti sig þessa dagana. „Ég sé mjög mikla breytingu á frammistöðunni minni. Þegar ég mæti á æfingar þá verð ég betri.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira
Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss. Hún kom í mark á 23,69 sekúndum og bætti Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu hundraðshluta úr sekúndu. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. „Þetta er mjög skrýtin tilhugsun. Ég trúi þessu varla, að þetta sé 21 árs gamalt met,“ segir Eir í samtali við íþróttadeild en hún hefur fengið töluvert af skilaboðum síðan. „Allir að óska mér til hamingju. Svo vorum við að fagna liðið því við unnum liðakeppnina. Ég er búin að vera að fagna og hvíla mig, og reyna að koma þessu inn,“ segir Eir. Hleypur milli skóla og fiðluæfinga Eir hefur í nægu að snúast í fiðlunámi sem og í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá er ekki langt síðan hún hætti í taekwondo til að geta einbeitt sér að hlaupunum. Það hefur sannarlega skilað sér enda bætingin gríðarhröð. Hún hljóp metrana 200 á 24 sekúndum á Meistaramóti ungmenna fyrir viku síðan og sléttum sjö dögum síðar var hún 21 hundraðshlutum úr sekúndu fljótari, og raunar bætt sig um 60 hundraðshluta á aðeins tveimur vikum, sem er fáheyrð bæting. „Ég er búin að bæta mig um 0,6 sekúndur innanhúss á tveimur vikum. Ég var alltaf fljót en þetta er að koma (fljótt)“ segir Eir sem hóf ekki að æfa frjálsar íþróttir af fullum krafti fyrr en síðasta haust. „Ég byrjaði að æfa á fullu í byjun menntaskóla. Ég byrjaði að mæta alltaf á æfingar í september en var að keppa mikið í sumar,“ segir Eir sem segist taka eftir því hversu hratt hún bæti sig þessa dagana. „Ég sé mjög mikla breytingu á frammistöðunni minni. Þegar ég mæti á æfingar þá verð ég betri.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira