Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2025 10:31 Íslendingarnir hjá Fortuna Düsseldorf, Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson, fagna hér marki þess fyrrnefnda. Getty/ Lars Baron Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur átt flott tímabil með Fortuna Düsseldorf í þýsku b-deildinni þar sem liðið er í mikilli baráttu sæti í þýsku bundesligunni. Ísak Bergmann fékk mikið hrós í grein hjá þýska stórblaðinu Bild þar sem farið yfir það af hverju Ísak sé besti leikmaður síns liðs en ekki bara vegna markanna sem hann býr til fyrir liðið. Greinin í Bild byrjar á einfaldri fullyrðingu: „Ísak Jóhannesson (21 árs) er besti leikmaðurinn í liðinu hans Daniel Thioune (50 ára) á þessu tímabili. Ekki aðeins vegna þess að hann er búinn að búa til þrettán mörk (7 mörk, 6 stoðsendingar) eða hversu stöðugur leikmaður hann er heldur einnig vegna þess að hann er sannur leiðtogi þrátt fyrir ungan aldur,“ skrifar blaðamaður Bild. „Thioune setti meiri ábyrgð á miðjumanninn fyrir þetta tímabil. Það er magnað að sjá hversu vel Ísak skilar sínu hlutverki. Eitt lítið dæmi: Eftir alla leiki þá kemur Jóhannesson í fjölmiðlaviðtölin í næstum því hvert einasta skiptið og þó að það sé ekki beðið um það sérstaklega. Þar talar hann hreint út við fjölmiðlamenn,“ skrifar blaðamaðurinn og nefnir dæmi um orðalag Ísaks: Hertha var mun betri en við en við vorum bara heppnir. Þetta segir hann í staðinn fyrir að koma með einhverjar fótbolaklisjur,“ segir í greininni í Bild. Þar má líka finna viðtal við þjálfarann Daniel Thioune um íslenska landsliðsmanninn. „Ég fékk ekki að kynnast honum hér í fyrra þegar hann var bara tvítugur en það var ljóst að hann var mun þroskaðri en aðrir. Inn á vellinum af því að hann er að spila í sínu þriðja landi og er auk þess í íslenska landsliðinu. Líka með því að vera kosinn í liðsráðið og að hann sé búinn að festa sig hjá Fortuna í fimm ár. Það sýnir mér hvað hann er mikilvægur fyrir mig og okkur alla,“ sagði Daniel Thioune. Bild vísar í verðmat Transfermarkt á Ísaki sem er nú komið upp í 14,5 milljónir evra. Þeir telja að stærri lið geti fengið hann á útsöluverði með því annað hvort að kaupa hann á fimm milljónir evra eða sjö milljónir evra komist Düsseldorf upp. Ísak valdi aftur á móti að vera hjá Fortuna Düsseldorf og hann trúir á verkefnið þar. Það höfðu önnur félög áhuga á honum en hann valdi þýska félagið. Það sýnir þjálfaranum hollustuna svart og hvítu og af hverju óskar sé framar öllu að uppskera með Ísak í forystuhlutverki. Það má samt búast við auknum áhuga á Ísaki í sumar ekki síst ef Düsseldorf kemst ekki upp. Þá vita menn líka betur hvaða hlutverk þessi framtíðarleiðtogi íslenska landsliðsins færi í nýju landsliði Arnars Gunnlaugssonar. Þýski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Sjá meira
Ísak Bergmann fékk mikið hrós í grein hjá þýska stórblaðinu Bild þar sem farið yfir það af hverju Ísak sé besti leikmaður síns liðs en ekki bara vegna markanna sem hann býr til fyrir liðið. Greinin í Bild byrjar á einfaldri fullyrðingu: „Ísak Jóhannesson (21 árs) er besti leikmaðurinn í liðinu hans Daniel Thioune (50 ára) á þessu tímabili. Ekki aðeins vegna þess að hann er búinn að búa til þrettán mörk (7 mörk, 6 stoðsendingar) eða hversu stöðugur leikmaður hann er heldur einnig vegna þess að hann er sannur leiðtogi þrátt fyrir ungan aldur,“ skrifar blaðamaður Bild. „Thioune setti meiri ábyrgð á miðjumanninn fyrir þetta tímabil. Það er magnað að sjá hversu vel Ísak skilar sínu hlutverki. Eitt lítið dæmi: Eftir alla leiki þá kemur Jóhannesson í fjölmiðlaviðtölin í næstum því hvert einasta skiptið og þó að það sé ekki beðið um það sérstaklega. Þar talar hann hreint út við fjölmiðlamenn,“ skrifar blaðamaðurinn og nefnir dæmi um orðalag Ísaks: Hertha var mun betri en við en við vorum bara heppnir. Þetta segir hann í staðinn fyrir að koma með einhverjar fótbolaklisjur,“ segir í greininni í Bild. Þar má líka finna viðtal við þjálfarann Daniel Thioune um íslenska landsliðsmanninn. „Ég fékk ekki að kynnast honum hér í fyrra þegar hann var bara tvítugur en það var ljóst að hann var mun þroskaðri en aðrir. Inn á vellinum af því að hann er að spila í sínu þriðja landi og er auk þess í íslenska landsliðinu. Líka með því að vera kosinn í liðsráðið og að hann sé búinn að festa sig hjá Fortuna í fimm ár. Það sýnir mér hvað hann er mikilvægur fyrir mig og okkur alla,“ sagði Daniel Thioune. Bild vísar í verðmat Transfermarkt á Ísaki sem er nú komið upp í 14,5 milljónir evra. Þeir telja að stærri lið geti fengið hann á útsöluverði með því annað hvort að kaupa hann á fimm milljónir evra eða sjö milljónir evra komist Düsseldorf upp. Ísak valdi aftur á móti að vera hjá Fortuna Düsseldorf og hann trúir á verkefnið þar. Það höfðu önnur félög áhuga á honum en hann valdi þýska félagið. Það sýnir þjálfaranum hollustuna svart og hvítu og af hverju óskar sé framar öllu að uppskera með Ísak í forystuhlutverki. Það má samt búast við auknum áhuga á Ísaki í sumar ekki síst ef Düsseldorf kemst ekki upp. Þá vita menn líka betur hvaða hlutverk þessi framtíðarleiðtogi íslenska landsliðsins færi í nýju landsliði Arnars Gunnlaugssonar.
Þýski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti