Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Atli Ísleifsson og Kjartan Kjartansson skrifa 4. nóvember 2025 11:28 Dick Cheney árið 2015. EPA Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Repúblikaninn Cheney var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009 og lék meðal annars lykilhlutverk í berja stríðstrumbur í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak árið 2003. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Cheney segir að hann hafi andast í gær, 3. nóvember, í faðmi fjölskyldunnar. Hann lést af völdum fylgikvilla tengdum lungnabólgu og hjarta- og æðasjúkdómum. Rök fyrir innrás byggð á sandi Cheney fæddist 30. janúar 1941 og þótti sérstaklega valdamikill varaforseti. Hann gegndi stóru hlutverki þegar kom að viðbrögðum bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 og „stríðsins gegn hryðjuverkum“ sem fylgdi. Þegar ríkisstjórn Bush hóf undirbúning að innrás í Írak var Cheney einn einarðasti stuðningsmaður þess að senda Bandaríkjaher inn í landið ásamt Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra. Rumsfeld lést árið 2021. Ásakanir og meintar sannanir Cheney og annarra svonefndra stríðshauka í ríkisstjórninni fyrir því að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum og að hann hefði tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda sem stóðu að hryðjuverkaárásunum árið 2001 reyndust byggðar aftur á móti byggðar á sandi. Síðar kom í ljós að lykilásakanir sem Colin Powell, utanríkisráðherra, gerði grein fyrir í frægu ávarpi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skömmu fyrir innrásina um að Hussein feldi efnavopnaframleiðslu sína í færanlegum einingum voru upprunnar hjá íröskum flóttamanni í Þýskalandi sem laug því að þarlendu leyniþjónustunni að hann hefði starfað við efnavopnaáætlunina. Bandaríska leyniþjónustan hafði aldrei rætt beint við heimildarmanninn þrátt fyrir að veigamestu rök Bandaríkjastjórnar fyrir innrásinni hvíldu á fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bush hefði lýst yfir sigri aðeins um tveimur mánuðum eftir innrásina í Írak drógust átökin þar verulega á langinn. Bandaríkjaher lauk ekki aðgerðum sínum í landinu fyrr en árið 2011, átta árum eftir að þær hófust. Yfirgaf Repúblikanaflokkinn vegna Trump Áður en Cheney varð varaforseti Bandaríkjanna hafði hann átt langan feril í stjórnmálum. Hann var starfsmannastjóri Hvíta hússins í forsetatíð Gerald Ford á áttunda áratugnum og átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Wyoming um tíu ára skeið. Þá var hann varnarmálaráðherra í ríkisstjórn George H. W. Bush þegar Bandaríkin réðust inn í Írak í fyrra skiptið árið 1991. Afneitun Donalds Trump og Repúblikanaflokksins á kosningaúrslitunum árið 2020 varð til þess að Cheney sagði skilið við flokkinn. Hann lýsti yfir stuðningi við demókratann Kamölu Harris í forsetakosningunum fyrir um ári þar sem Trump var aftur kjörinn forseti. Cheney lætur eftir sig eiginkonuna Lynne og dæturnar Liz og Mary. Liz Cheney var úthýst úr Repúblikanaflokknum fyrir að fordæma árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2021 og taka þátt í rannsókn Bandaríkjaþings á henni. Bandaríkin Andlát George W. Bush Írak Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Repúblikaninn Cheney var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009 og lék meðal annars lykilhlutverk í berja stríðstrumbur í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak árið 2003. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Cheney segir að hann hafi andast í gær, 3. nóvember, í faðmi fjölskyldunnar. Hann lést af völdum fylgikvilla tengdum lungnabólgu og hjarta- og æðasjúkdómum. Rök fyrir innrás byggð á sandi Cheney fæddist 30. janúar 1941 og þótti sérstaklega valdamikill varaforseti. Hann gegndi stóru hlutverki þegar kom að viðbrögðum bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 og „stríðsins gegn hryðjuverkum“ sem fylgdi. Þegar ríkisstjórn Bush hóf undirbúning að innrás í Írak var Cheney einn einarðasti stuðningsmaður þess að senda Bandaríkjaher inn í landið ásamt Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra. Rumsfeld lést árið 2021. Ásakanir og meintar sannanir Cheney og annarra svonefndra stríðshauka í ríkisstjórninni fyrir því að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum og að hann hefði tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda sem stóðu að hryðjuverkaárásunum árið 2001 reyndust byggðar aftur á móti byggðar á sandi. Síðar kom í ljós að lykilásakanir sem Colin Powell, utanríkisráðherra, gerði grein fyrir í frægu ávarpi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skömmu fyrir innrásina um að Hussein feldi efnavopnaframleiðslu sína í færanlegum einingum voru upprunnar hjá íröskum flóttamanni í Þýskalandi sem laug því að þarlendu leyniþjónustunni að hann hefði starfað við efnavopnaáætlunina. Bandaríska leyniþjónustan hafði aldrei rætt beint við heimildarmanninn þrátt fyrir að veigamestu rök Bandaríkjastjórnar fyrir innrásinni hvíldu á fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bush hefði lýst yfir sigri aðeins um tveimur mánuðum eftir innrásina í Írak drógust átökin þar verulega á langinn. Bandaríkjaher lauk ekki aðgerðum sínum í landinu fyrr en árið 2011, átta árum eftir að þær hófust. Yfirgaf Repúblikanaflokkinn vegna Trump Áður en Cheney varð varaforseti Bandaríkjanna hafði hann átt langan feril í stjórnmálum. Hann var starfsmannastjóri Hvíta hússins í forsetatíð Gerald Ford á áttunda áratugnum og átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Wyoming um tíu ára skeið. Þá var hann varnarmálaráðherra í ríkisstjórn George H. W. Bush þegar Bandaríkin réðust inn í Írak í fyrra skiptið árið 1991. Afneitun Donalds Trump og Repúblikanaflokksins á kosningaúrslitunum árið 2020 varð til þess að Cheney sagði skilið við flokkinn. Hann lýsti yfir stuðningi við demókratann Kamölu Harris í forsetakosningunum fyrir um ári þar sem Trump var aftur kjörinn forseti. Cheney lætur eftir sig eiginkonuna Lynne og dæturnar Liz og Mary. Liz Cheney var úthýst úr Repúblikanaflokknum fyrir að fordæma árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2021 og taka þátt í rannsókn Bandaríkjaþings á henni.
Bandaríkin Andlát George W. Bush Írak Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40
Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð