Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2025 18:14 Yifat Tomer-Yerushalmi, herforingi og fyrrverandi æðsti lögmaður ísraelska hersins, í sal hæstaréttar Ísrael í síðasta mánuði. AP/Oren Ben Hakoon Yifat Tomer-Yerushalmi, sem var þar til nýlega æðsti lögmaður ísraelska hersins, var í gær handtekin, ásamt fyrrverandi undirmanni sínum og saksóknara, Matan Solomosh. Þau voru handtekin vegna rannsóknar á leka myndbands sem rataði til fjölmiðla í fyrra og sýndi ísraelska hermenn misþyrma og brjóta kynferðislega á palestínskum fanga. Bæði Tomer-Yerushalmi og Solomosh hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til á miðvikudaginn. Saksóknarar fóru fram á að þau yrðu úrskurðuð í fimm daga gæsluvarðhald og sögðu þau líkleg til að reyna að hindra framgang réttvísinnar, samkvæmt frétt Times of Israel. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Honum var sleppt úr haldi í fangaskiptum við Hamas-samtökin í síðasta mánuði, eftir að samið var um vopnahlé. Auk þess að leka myndbandinu til fjölmiða eru þau einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir meint brot sín. Sjá einnig: Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Fimm hermenn voru handteknir og ákærðir fyrir að brjóta á fanganum. Þeir segjast allir saklausir en samkvæmt frétt BBC stigu fjórir þeirra og lögmenn fyrir framan myndavélar í gær, klæddir lambhúshettum, og kröfðust þeir þess að málið gegn þeim yrði fellt niður. BBC hefur eftir einum lögmannanna, sem starfar hjá íhaldssömum ísraelskum samtökum, að málaferlin gegn hermönnunum væru byggð á gölluðum, hlutdrægum og tilbúnum málaflutningi. Ákærurnar gegn mönnunum fimm eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Leituðu hennar á strönd Fjölskylda Tomer-Yerushalmi leitaði til lögreglunnar í gær vegna þess að hún hafði ekki sést í nokkrar klukkustundir og hafði hún víst skilið eftir undarlegt bréf til fjölskyldunnar. Hún fannst þó heil á húfi seint í gærkvöldi og var í kjölfarið handtekin. Lögregluna grunar að atvikið og að meint neyð Tomer-Yerushalmi hafi verið sviðsett en bíll hennar fannst nærri strönd í Jerúsalem. Bæði hún og Solomosh voru færð fyrir dómara í dag. Hvorugt þeirra var í herbúningi en Tomer-Yerushalmi er grunuð um að hafa lekið myndbandinu til fjölmiðla. Solomosh er grunaður um að hafa vitað af því og reynt að hjálpa henni að hylma yfir það. Þá kom fram að alls hefði lögreglan fimm grunaða vegna leka myndbandsins. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Bæði Tomer-Yerushalmi og Solomosh hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald þar til á miðvikudaginn. Saksóknarar fóru fram á að þau yrðu úrskurðuð í fimm daga gæsluvarðhald og sögðu þau líkleg til að reyna að hindra framgang réttvísinnar, samkvæmt frétt Times of Israel. Umrætt myndband sýndi hermenn taka einn fanga í búðunum Sde Teiman til hliðar. Þeir umkringdu fangann með skjöldum, svo ekki sæist nákvæmlega hvað þeir gerðu en þeir hafa verið sakaðir um að brjóta á honum kynferðislega. Fanginn var svo fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka. Hann hlaut meðal annars brotin rifbein og rifinn endaþarm. Honum var sleppt úr haldi í fangaskiptum við Hamas-samtökin í síðasta mánuði, eftir að samið var um vopnahlé. Auk þess að leka myndbandinu til fjölmiða eru þau einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir meint brot sín. Sjá einnig: Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Fimm hermenn voru handteknir og ákærðir fyrir að brjóta á fanganum. Þeir segjast allir saklausir en samkvæmt frétt BBC stigu fjórir þeirra og lögmenn fyrir framan myndavélar í gær, klæddir lambhúshettum, og kröfðust þeir þess að málið gegn þeim yrði fellt niður. BBC hefur eftir einum lögmannanna, sem starfar hjá íhaldssömum ísraelskum samtökum, að málaferlin gegn hermönnunum væru byggð á gölluðum, hlutdrægum og tilbúnum málaflutningi. Ákærurnar gegn mönnunum fimm eru sagðar byggja á umtalsverðum sönnunargögnum og upptökum úr öryggismyndavélum í fangabúðunum. Leituðu hennar á strönd Fjölskylda Tomer-Yerushalmi leitaði til lögreglunnar í gær vegna þess að hún hafði ekki sést í nokkrar klukkustundir og hafði hún víst skilið eftir undarlegt bréf til fjölskyldunnar. Hún fannst þó heil á húfi seint í gærkvöldi og var í kjölfarið handtekin. Lögregluna grunar að atvikið og að meint neyð Tomer-Yerushalmi hafi verið sviðsett en bíll hennar fannst nærri strönd í Jerúsalem. Bæði hún og Solomosh voru færð fyrir dómara í dag. Hvorugt þeirra var í herbúningi en Tomer-Yerushalmi er grunuð um að hafa lekið myndbandinu til fjölmiðla. Solomosh er grunaður um að hafa vitað af því og reynt að hjálpa henni að hylma yfir það. Þá kom fram að alls hefði lögreglan fimm grunaða vegna leka myndbandsins.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira