Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 16:37 Snorrabraut 79 og Flóki by Guesthouse Reykjavík eru innsigluð. Samsett Lögreglan hefur á síðustu vikum innsiglað sex gistiheimili eða hótel þar sem tilskyld leyfi eru ekki til staðar. Meðal gistiheimila er Flóki by Guesthouse Reykjavík og íbúð á Snorrabraut. „Lögreglan hefur á síðustu sex vikum innsiglað sex gistiheimili og hótel þar sem að starfsleyfi og eða rekstrarleyfi hefur skort. Svo höfum við haft afskipti af einni heimagistingu þar sem viðkomandi fór yfir mörk sem má þéna á ári. Henni var lokað líka,“ segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í núgildandi lögum um heimagistingu segir að hagnaður fyrir hvert ár megi ekki vera meiri en tvær milljónir króna og ekki megi leigja húsnæðið í fleiri en níutíu daga samanlagt. Í fyrradag var greint frá að Flóki by Guesthouse hefði verið innsiglað af lögreglu þar sem rekstrarleyfi væru ekki til staðar. Fram kom í dagbók lögreglu að hóteli hefði verið innsiglað vegna skorts á rekstrarleyfi en Unnar Már, staðfesti að Flóki hafi ekki verið umrætt hótel. Flóki by Guesthouse Reykjavík var þó eitt af gistiheimilunum sem var lokað í aðgerðunum auk ónefnda hótelsins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ármann Andri Einarsson, eigandi Flóka, að gistihúsinu hafi verið lokað í einhvern tíma út af ágreiningi um gistiheimilisleyfi vegna nýs deiluskipulags. Þar segir að leyfi hafi verið til staðar fyrir stærri starfsemi en í nýju skipulagi sé gert ráð fyrir minni starfsemi. Ármann Andri segir að opnað verði aftur um leið og niðurstaða varðandi leyfið sé komin. AirBnB íbúð innsigluð Að auki hefur lögreglan einnig innsiglað íbúð við Snorragötu 79 í sömu aðgerðum. Sú íbúð er auglýst til leigu á vefsíðu AirBnB af hópi fólks. Alls eru ellefu gististaðir auglýstir af hópnum í Reykjavík og á Akureyri, nokkrir þeirra merktir starfsemi Norðurey Hótel. Lögreglan innsiglaði Snorrabraut 79.Aðsend Unnar Már segir að til standi að athuga leyfi fleiri gistiheimila á næstu vikum og mánuðum. „Við erum að feta okkur áfram inn í þetta. Þetta er risastór markaður og að sjálfsögðu hvetjum við rekstraraðila til að kíkja hvort það sé ekki í lagi og tryggja að svo sé hjá yfirvöldum að fara í leyfisveitingaferli hjá viðkomandi stöðum eins og Heilbrigðiseftirlitinu og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann og bendir á að lögreglan sinni einungis eftirliti, ekki leyfisveitingum. Lögreglumál Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Airbnb Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Lögreglan hefur á síðustu sex vikum innsiglað sex gistiheimili og hótel þar sem að starfsleyfi og eða rekstrarleyfi hefur skort. Svo höfum við haft afskipti af einni heimagistingu þar sem viðkomandi fór yfir mörk sem má þéna á ári. Henni var lokað líka,“ segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í núgildandi lögum um heimagistingu segir að hagnaður fyrir hvert ár megi ekki vera meiri en tvær milljónir króna og ekki megi leigja húsnæðið í fleiri en níutíu daga samanlagt. Í fyrradag var greint frá að Flóki by Guesthouse hefði verið innsiglað af lögreglu þar sem rekstrarleyfi væru ekki til staðar. Fram kom í dagbók lögreglu að hóteli hefði verið innsiglað vegna skorts á rekstrarleyfi en Unnar Már, staðfesti að Flóki hafi ekki verið umrætt hótel. Flóki by Guesthouse Reykjavík var þó eitt af gistiheimilunum sem var lokað í aðgerðunum auk ónefnda hótelsins. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ármann Andri Einarsson, eigandi Flóka, að gistihúsinu hafi verið lokað í einhvern tíma út af ágreiningi um gistiheimilisleyfi vegna nýs deiluskipulags. Þar segir að leyfi hafi verið til staðar fyrir stærri starfsemi en í nýju skipulagi sé gert ráð fyrir minni starfsemi. Ármann Andri segir að opnað verði aftur um leið og niðurstaða varðandi leyfið sé komin. AirBnB íbúð innsigluð Að auki hefur lögreglan einnig innsiglað íbúð við Snorragötu 79 í sömu aðgerðum. Sú íbúð er auglýst til leigu á vefsíðu AirBnB af hópi fólks. Alls eru ellefu gististaðir auglýstir af hópnum í Reykjavík og á Akureyri, nokkrir þeirra merktir starfsemi Norðurey Hótel. Lögreglan innsiglaði Snorrabraut 79.Aðsend Unnar Már segir að til standi að athuga leyfi fleiri gistiheimila á næstu vikum og mánuðum. „Við erum að feta okkur áfram inn í þetta. Þetta er risastór markaður og að sjálfsögðu hvetjum við rekstraraðila til að kíkja hvort það sé ekki í lagi og tryggja að svo sé hjá yfirvöldum að fara í leyfisveitingaferli hjá viðkomandi stöðum eins og Heilbrigðiseftirlitinu og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann og bendir á að lögreglan sinni einungis eftirliti, ekki leyfisveitingum.
Lögreglumál Ferðaþjónusta Hótel á Íslandi Airbnb Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira