Fer fram og til baka með SNAP Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2025 17:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fara eftir úrskurðum tveggja dómara varðandi umfangsmikla mataraðstoð. AP/Manuel Balce Ceneta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fjármagna velferðarkerfi sem kallast SNAP, fyrr en Demókratar greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Það ætlar hann að gera þrátt fyrir að tveir dómarar hafi skipað honum að fjármagna SNAP, með opinberum neyðarsjóðum. Það er einnig þrátt fyrir að Trump sagði á föstudaginn að það yrði hans „heiður“ að fjármagna velferðarkerfið. Fyrst vildi hann þó fá leiðsögn frá dómurum. Þá ítrekaði ríkisstjórn hans í gær, eftir úrskurði tveggja dómara um að fjármagna ætti kerfið, að það yrði fjármagnað að hluta til í nóvember. SNAP er í stuttu máli sagt mataraðstoð sem um einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum nýtir sér, eða um 42 milljónir manna. Það er einn stærsti hluti heildar velferðarkerfis Bandaríkjanna og kostar um átta milljarða dala á ári. Nú þegar hafa orðið tafir á aðstoð til milljóna Bandaríkjamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkisstjórn Trumps sagði í gær að um 4,65 milljarðar væru í sjóðnum sem notaður yrði til að fjármagna SNAP. Færsla Trumps um að hann ætli ekki að fara eftir úrskurðu dómara. Skammaðist út í Biden Í færslu sem Trump skrifaði á samfélagsmiðil sinn í dag sagði hann að engum peningum yrði varið í SNAP fyrr en Demókratar, sem hann kallaði „öfgamenn“, samþykktu fjárlög Repúblikanaflokksins. Það ættu þeir auðvelt með að gera. Trump skrifaði einnig að umfang SNAP og kostnaður við mataraðstoðina hefði aukist til muna í forsetatíð Joes Biden, forvera hans. Þá hefðu allir sem báðu um aðstoð fengið hana, þó að kerfið væri hugsað fyrir fólk í neyð. Blaðamenn Wall Street Journal reyndu að fá útskýringu frá talsmönnum Trumps um það hvað ummæli forsetans fælu í sér nákvæmlega en þeim var sagt að lesa færslu hans á Truth Social. Verður lengsta stöðvunin á morgun Eins og margir vita eflaust var ríkisrekstur Bandaríkjanna stöðvaður í upphafi október, þar sem ekki tókst að samþykkja fjárlög. Á morgun verður stöðvunin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Líklegt þykir að úrslit kosninga, sem fara fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í kvöld, muni hafa áhrif á framvindu stöðvunarinnar. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þau hafa ekki verið samþykkt í öldungadeildinni. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð í tryggingakerfi sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar hafa ekki viljað semja við Demókrata og segja að það verði hægt þegar búið verði að opna á ríkisreksturinn aftur. Demókratar segjast hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þeir segja einnig að þó að þeir semji við Repúblikana geti Trump gert það sem honum sýnist, burtséð frá því hvað þeir semja um. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Það er einnig þrátt fyrir að Trump sagði á föstudaginn að það yrði hans „heiður“ að fjármagna velferðarkerfið. Fyrst vildi hann þó fá leiðsögn frá dómurum. Þá ítrekaði ríkisstjórn hans í gær, eftir úrskurði tveggja dómara um að fjármagna ætti kerfið, að það yrði fjármagnað að hluta til í nóvember. SNAP er í stuttu máli sagt mataraðstoð sem um einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum nýtir sér, eða um 42 milljónir manna. Það er einn stærsti hluti heildar velferðarkerfis Bandaríkjanna og kostar um átta milljarða dala á ári. Nú þegar hafa orðið tafir á aðstoð til milljóna Bandaríkjamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkisstjórn Trumps sagði í gær að um 4,65 milljarðar væru í sjóðnum sem notaður yrði til að fjármagna SNAP. Færsla Trumps um að hann ætli ekki að fara eftir úrskurðu dómara. Skammaðist út í Biden Í færslu sem Trump skrifaði á samfélagsmiðil sinn í dag sagði hann að engum peningum yrði varið í SNAP fyrr en Demókratar, sem hann kallaði „öfgamenn“, samþykktu fjárlög Repúblikanaflokksins. Það ættu þeir auðvelt með að gera. Trump skrifaði einnig að umfang SNAP og kostnaður við mataraðstoðina hefði aukist til muna í forsetatíð Joes Biden, forvera hans. Þá hefðu allir sem báðu um aðstoð fengið hana, þó að kerfið væri hugsað fyrir fólk í neyð. Blaðamenn Wall Street Journal reyndu að fá útskýringu frá talsmönnum Trumps um það hvað ummæli forsetans fælu í sér nákvæmlega en þeim var sagt að lesa færslu hans á Truth Social. Verður lengsta stöðvunin á morgun Eins og margir vita eflaust var ríkisrekstur Bandaríkjanna stöðvaður í upphafi október, þar sem ekki tókst að samþykkja fjárlög. Á morgun verður stöðvunin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Líklegt þykir að úrslit kosninga, sem fara fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í kvöld, muni hafa áhrif á framvindu stöðvunarinnar. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þau hafa ekki verið samþykkt í öldungadeildinni. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð í tryggingakerfi sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar hafa ekki viljað semja við Demókrata og segja að það verði hægt þegar búið verði að opna á ríkisreksturinn aftur. Demókratar segjast hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þeir segja einnig að þó að þeir semji við Repúblikana geti Trump gert það sem honum sýnist, burtséð frá því hvað þeir semja um.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira