Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2025 21:44 Frá höfuðstöðvum Ríkisendurskoðunar. Vísir/Arnar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun segist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp hjá embættinu sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann segir aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að málum gera þau sérstaklega flókin og erfið og segist ekki ætla að snúa aftur til starfa, starfsfólk stofnunarinnar sæti þöggun. Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Jóhannes er þar með fyrsti starfsmaður embættisins til þess að stíga fram og tjá sig um opinberlega stöðuna innan stofnunarinnar. Greint var frá ófremdarástandi þar innandyra í lok október. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál sem varði einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi eftir að Guðmundur Björgvin Helgason tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt við fréttastofu að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar, engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú. Segist velja heiðarleika frekar en þögn „Ég hef verið í veikindaleyfi undanfarið. Ástæður þess eru alvarleg mál sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun,“ skrifar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun á Facebook. „Þau tengjast EKKO – þ.e. einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Ég hef alltof oft orðið vitni að slíku í vinnuumhverfinu. Aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að þessum málum gerir þau sérstaklega flókin og erfið.“ Þá vísar Jóhannes beint í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem vísað er til heimilda um það að andi innan stofnunarinnar sé slæmur þvert á það sem ríkisendurskoðandi hafi sjálfur haldið fram, ástæða þess að engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú sé sú að starfsmenn sem hafi kvartað hafi horfið á braut. Ríkisendurskoðandi auk þess fært mannauðsmál undir sjálfan sig og menn kunni því síður við að leggja fram kvörtun vegna hans til hans sjálfs. Jóhannes segir þöggun alvarlegt mein. „Hún viðheldur ótta, vantrausti og óheilbrigðu vinnuumhverfi þar sem fáir þora að stíga fram og segja frá. Þegar þeir sem benda á misferli eru þaggaðir niður eða látnir hverfa úr starfi, er kerfið ekki lengur að vernda starfsfólkið, heldur þá sem beita valdi af ábyrgðarleysi. Opinber stofnun sem á að standa vörð um gagnsæi og ábyrgð má ekki sjálf verða táknmynd hins gagnstæða. Þegar traust til slíkrar stofnunar glatast er hún í reynd orðin óstarfhæf.“ Hyggst ekki snúa aftur Jóhannes tekur fram að hann hyggist ekki snúa aftur til starfa hjá stofnuninni að veikindaleyfi loknu. Slíkt væri í andstöðu við þau gildi sem hann hafi tamið sér. „Mitt siðferði og þá manneskju sem ég vil vera. Ég get ekki liðið að starfsfólki sé sýnd vanvirðing eða beitt misrétti, áreitni eða ofbeldi – virðing, heiðarleiki og mannúð eiga að vera grundvöllur hvers vinnustaðar. Ég vel heiðarleika og sjálfsvirðingu fram yfir þögn og ótta.“ Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Jóhannes er þar með fyrsti starfsmaður embættisins til þess að stíga fram og tjá sig um opinberlega stöðuna innan stofnunarinnar. Greint var frá ófremdarástandi þar innandyra í lok október. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál sem varði einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi eftir að Guðmundur Björgvin Helgason tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt við fréttastofu að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar, engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú. Segist velja heiðarleika frekar en þögn „Ég hef verið í veikindaleyfi undanfarið. Ástæður þess eru alvarleg mál sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun,“ skrifar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun á Facebook. „Þau tengjast EKKO – þ.e. einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Ég hef alltof oft orðið vitni að slíku í vinnuumhverfinu. Aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að þessum málum gerir þau sérstaklega flókin og erfið.“ Þá vísar Jóhannes beint í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem vísað er til heimilda um það að andi innan stofnunarinnar sé slæmur þvert á það sem ríkisendurskoðandi hafi sjálfur haldið fram, ástæða þess að engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú sé sú að starfsmenn sem hafi kvartað hafi horfið á braut. Ríkisendurskoðandi auk þess fært mannauðsmál undir sjálfan sig og menn kunni því síður við að leggja fram kvörtun vegna hans til hans sjálfs. Jóhannes segir þöggun alvarlegt mein. „Hún viðheldur ótta, vantrausti og óheilbrigðu vinnuumhverfi þar sem fáir þora að stíga fram og segja frá. Þegar þeir sem benda á misferli eru þaggaðir niður eða látnir hverfa úr starfi, er kerfið ekki lengur að vernda starfsfólkið, heldur þá sem beita valdi af ábyrgðarleysi. Opinber stofnun sem á að standa vörð um gagnsæi og ábyrgð má ekki sjálf verða táknmynd hins gagnstæða. Þegar traust til slíkrar stofnunar glatast er hún í reynd orðin óstarfhæf.“ Hyggst ekki snúa aftur Jóhannes tekur fram að hann hyggist ekki snúa aftur til starfa hjá stofnuninni að veikindaleyfi loknu. Slíkt væri í andstöðu við þau gildi sem hann hafi tamið sér. „Mitt siðferði og þá manneskju sem ég vil vera. Ég get ekki liðið að starfsfólki sé sýnd vanvirðing eða beitt misrétti, áreitni eða ofbeldi – virðing, heiðarleiki og mannúð eiga að vera grundvöllur hvers vinnustaðar. Ég vel heiðarleika og sjálfsvirðingu fram yfir þögn og ótta.“
Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira