Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. janúar 2025 13:33 Hera kom, sá og sigraði Söngvakeppnina í fyrra en enn á eftir að krýna sigurvegara þessa árs og fulltrúa Íslands í Eurovision. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í ár, þriðjudagskvöldið 13. maí. Dregið var um það í dag í hvaða undanúrslit keppendur landanna munu keppa í og auk þess var dregið um fyrri og seinni helming kvöldsins. Ljóst er eftir dráttinn að fulltrúi Íslands mun stíga á svið fyrri hluta kvöldsins. Svíþjóð og Noregur voru bæði á meðal þeirra Norðurlanda sem dregin voru til þess að keppa saman kvöld og Ísland. Þá var einnig dregið um það í hvorum undanúrslitinum fimm stóru löndin sem leggja keppninni mesta fjármuni fá að greiða sín atkvæði í. Sviss, sem sigurvegari í fyrra og Ítalía og Spánn fá að kjósa í riðli Íslands. Dregið verður síðar um nákvæma röð keppenda í undanúrslitunum. Eins og alþjóð veit á Ísland enn eftir að velja sér fulltrúa. Það verður gert í Söngvakeppninni sem fram fer þrjár helgar í röð í febrúar, fyrri undanúrslit þann 8. febrúar og þau síðari þann 15. febrúar. Úrslitin verða svo þann 22. febrúar og í þetta skiptið er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt og stigafjöldi símaatkvæða og dómnefnda ræður úrslitum. Dregið var um röðina á sérstökum viðburði í dag þar sem skipuleggjendur keppninnar í Malmö í fyrra afhentu skipuleggjendum í Basel skipulagningu keppninnar formlega. Fyrra undanúrslitakvöldið 13. maí. Seinna undanúrslitakvöldið 15. maí. Bretland, Ítalía, Frakkland, Spánn og Þýskaland komast sjálfkrafa í úrslit auk sigurvegara ársins í fyrra. Íbúar þar fá samt að kjósa á sitthvoru kvöldinu og var dregið um það hvaða kvöld það er. Tveir sigurvegarar gætu keppt sama kvöld og Ísland Svo gæti farið að tveir fyrrverandi Eurovision sigurvegarar muni stíga á svið á sama kvöldi og Ísland keppir. Það yrði annars vegar Mans Zelmerlow fyrir hönd Svíþjóðar fari svo að hann beri sigur úr býtum í sænsku undankeppninni Melodi Festivalen en hann kom, sá og sigraði Eurovision árið 2015 með Heroes. Hann snýr nú aftur í undankeppni með lagið Revolution en enn á eftir að svipta hulunni af laginu. Það yrði svo hinsvegar Bobbysocks fyrir hönd Noregs en tvíeykið tók síðast þátt í keppninni fyrir fjörutíu árum síðan. Þá sigruðu þær keppnina með La Det Swinge. Þær munu líklega berjast á banaspjótum í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix við glamrokkarana í Wig Wam sem einnig eiga endurkomu í keppnina. Þeir voru fulltrúar Noregs árið 2005 með lagið In My Dreams og slógu gjörsamlega í gegn á Íslandi og stigu meðal annars á svið í Smáralind í Kópavogi sama ár. Úrslit norsku undankeppninnar fara fram 15. febrúar en Svíar velja sér sinn fulltrúa þann 8. mars næstkomandi. Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Ljóst er eftir dráttinn að fulltrúi Íslands mun stíga á svið fyrri hluta kvöldsins. Svíþjóð og Noregur voru bæði á meðal þeirra Norðurlanda sem dregin voru til þess að keppa saman kvöld og Ísland. Þá var einnig dregið um það í hvorum undanúrslitinum fimm stóru löndin sem leggja keppninni mesta fjármuni fá að greiða sín atkvæði í. Sviss, sem sigurvegari í fyrra og Ítalía og Spánn fá að kjósa í riðli Íslands. Dregið verður síðar um nákvæma röð keppenda í undanúrslitunum. Eins og alþjóð veit á Ísland enn eftir að velja sér fulltrúa. Það verður gert í Söngvakeppninni sem fram fer þrjár helgar í röð í febrúar, fyrri undanúrslit þann 8. febrúar og þau síðari þann 15. febrúar. Úrslitin verða svo þann 22. febrúar og í þetta skiptið er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt og stigafjöldi símaatkvæða og dómnefnda ræður úrslitum. Dregið var um röðina á sérstökum viðburði í dag þar sem skipuleggjendur keppninnar í Malmö í fyrra afhentu skipuleggjendum í Basel skipulagningu keppninnar formlega. Fyrra undanúrslitakvöldið 13. maí. Seinna undanúrslitakvöldið 15. maí. Bretland, Ítalía, Frakkland, Spánn og Þýskaland komast sjálfkrafa í úrslit auk sigurvegara ársins í fyrra. Íbúar þar fá samt að kjósa á sitthvoru kvöldinu og var dregið um það hvaða kvöld það er. Tveir sigurvegarar gætu keppt sama kvöld og Ísland Svo gæti farið að tveir fyrrverandi Eurovision sigurvegarar muni stíga á svið á sama kvöldi og Ísland keppir. Það yrði annars vegar Mans Zelmerlow fyrir hönd Svíþjóðar fari svo að hann beri sigur úr býtum í sænsku undankeppninni Melodi Festivalen en hann kom, sá og sigraði Eurovision árið 2015 með Heroes. Hann snýr nú aftur í undankeppni með lagið Revolution en enn á eftir að svipta hulunni af laginu. Það yrði svo hinsvegar Bobbysocks fyrir hönd Noregs en tvíeykið tók síðast þátt í keppninni fyrir fjörutíu árum síðan. Þá sigruðu þær keppnina með La Det Swinge. Þær munu líklega berjast á banaspjótum í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix við glamrokkarana í Wig Wam sem einnig eiga endurkomu í keppnina. Þeir voru fulltrúar Noregs árið 2005 með lagið In My Dreams og slógu gjörsamlega í gegn á Íslandi og stigu meðal annars á svið í Smáralind í Kópavogi sama ár. Úrslit norsku undankeppninnar fara fram 15. febrúar en Svíar velja sér sinn fulltrúa þann 8. mars næstkomandi.
Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira