Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2025 18:03 Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vilhelm Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. Við ræðum við eigendur kattarins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og verðum með Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni hjá MAST, í viðtali í beinni útsendingu. Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. Við förum yfir ótrúlegar vendingar á alþjóðasviðinu síðasta sólarhringinn og ræðum við Piu Hansson, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar, í beinni útsendingu í myndveri. Þá sýnum við sláandi myndir frá stjórnlausum skógareldum sem geisa í Los Angeles og hittum íbúa í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða, sem missti heimili sitt í bruna í nótt. Hún segir borgina verða að finna byggðinni öruggari stað. Nýr og hvimleiður vandi gerir nú vart við sig í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis. Fundarherbergi á fimmtu hæð leikur reglulega á reiðiskjálfi vegna hraðahindrunar fyrir framan húsið. Formaður Flokks fólksins segist aldrei hafa upplifað annað eins. Í Sportpakkanum hittum við Teit Örn Einarsson, landsliðsmann í handbolta, sem hyggst ekki láta nýtt tækifæri renna sér úr greipum. Og í Íslandi í dag kynnumst við stjörnum Guðaveiga, nýrrar íslenskar kvikmyndar. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 8. janúar 2025 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Við ræðum við eigendur kattarins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og verðum með Þóru J. Jónasdóttur, yfirdýralækni hjá MAST, í viðtali í beinni útsendingu. Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. Við förum yfir ótrúlegar vendingar á alþjóðasviðinu síðasta sólarhringinn og ræðum við Piu Hansson, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar, í beinni útsendingu í myndveri. Þá sýnum við sláandi myndir frá stjórnlausum skógareldum sem geisa í Los Angeles og hittum íbúa í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða, sem missti heimili sitt í bruna í nótt. Hún segir borgina verða að finna byggðinni öruggari stað. Nýr og hvimleiður vandi gerir nú vart við sig í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis. Fundarherbergi á fimmtu hæð leikur reglulega á reiðiskjálfi vegna hraðahindrunar fyrir framan húsið. Formaður Flokks fólksins segist aldrei hafa upplifað annað eins. Í Sportpakkanum hittum við Teit Örn Einarsson, landsliðsmann í handbolta, sem hyggst ekki láta nýtt tækifæri renna sér úr greipum. Og í Íslandi í dag kynnumst við stjörnum Guðaveiga, nýrrar íslenskar kvikmyndar. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 8. janúar 2025
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira