Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. desember 2024 06:39 Umboðsmaður hefur meðal annars krafist svara um það hvernig símsvörun er háttað. VÍSIR/VILHELM Umboðsmaður Alþingis hefur það til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á aðgengi almennings að starfsmönnum og þjónustu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Ákvörðunina má rekja til máls sem umboðsmaður hafði til umfjöllunar, þar sem það tók sviðið tvö ár að afgreiða beiðni einstaklings um aðgang að gögnum og upplýsingum. Þá segir á vefsíðu umboðsmanns að umboðsmanni sjálfum hafi gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum vegna málsins, meðal annars vegna þess að ekki var hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Þannig þurfti ítrekað að ganga á eftir skýrari svörum í tölvupóstum. Í umfjöllun umboðsmanns um umrætt mál segir meðal annars að það hafi gengið erfiðlega fyrir embættið að fá fullnægjandi upplýsingar frá borginni um afgreiðslu upplýsingabeiðnar einstaklingsins, sem hafði verið send milli starfsmanna borgarinnar í tvö ár. „Ítrekað var gengið eftir þeim svörum bæði í síma sem bar engan árangur og tölvupóstum. Í því sambandi var minnt á að forsenda þess að umboðsmaður geti rækt eftirlitshlutverk sitt með stjórnsýslunni, eins og henni er ætlað, sé að stjórnvöld svari fyrirspurnum hennar með fullnægjandi hætti og láti fullnægjandi upplýsingar og gögn í té innan hæfilegs tíma. Enn barst ekki viðunandi svar, þ.e. með staðfestingu á að beiðnin hefði verið afgreidd, og þurfti þar af leiðandi að ganga eftir því enn einu sinni. Þegar slík staðfesting loksins barst var ekki tilefni til að fjalla frekar um málið þar sem beiðnin hafði verið afgreidd,“ segir í samantekt umboðsmanns. Sendi hann erindi á Reykjavíkurborg þar sem borgin var minnt á ákvæði stjórnsýslulaga um að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er og þegar fyrirsjáanlegt sé að afgreiðsla tefjist beri að skýra viðkomandi frá því, upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. „Að sama skapi væri mælt fyrir um í upplýsingalögum að ákvörðun um hvort orðið yrði við beiðni um aðgang að gögnum ætti að taka svo fljótt sem verða mætti. Ef slík beiðni væri ekki afgreidd innan viku skyldi skýra frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta. Borgin yrði að gæta betur að reglum um málshraða. Þá gerði umboðsmaður einnig athugasemdir við að ekki væri hægt að hafa samband við umhverfis- og skipulagssvið í gegnum síma og ítrekaði fyrirspurn sína um hvernig tilhögun símsvörunar væri háttað hjá sviðinu og aðgangi almennings að starfsmönnum og þjónustu þess í gegnum síma.“ Reykjavík Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Sjá meira
Ákvörðunina má rekja til máls sem umboðsmaður hafði til umfjöllunar, þar sem það tók sviðið tvö ár að afgreiða beiðni einstaklings um aðgang að gögnum og upplýsingum. Þá segir á vefsíðu umboðsmanns að umboðsmanni sjálfum hafi gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum vegna málsins, meðal annars vegna þess að ekki var hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Þannig þurfti ítrekað að ganga á eftir skýrari svörum í tölvupóstum. Í umfjöllun umboðsmanns um umrætt mál segir meðal annars að það hafi gengið erfiðlega fyrir embættið að fá fullnægjandi upplýsingar frá borginni um afgreiðslu upplýsingabeiðnar einstaklingsins, sem hafði verið send milli starfsmanna borgarinnar í tvö ár. „Ítrekað var gengið eftir þeim svörum bæði í síma sem bar engan árangur og tölvupóstum. Í því sambandi var minnt á að forsenda þess að umboðsmaður geti rækt eftirlitshlutverk sitt með stjórnsýslunni, eins og henni er ætlað, sé að stjórnvöld svari fyrirspurnum hennar með fullnægjandi hætti og láti fullnægjandi upplýsingar og gögn í té innan hæfilegs tíma. Enn barst ekki viðunandi svar, þ.e. með staðfestingu á að beiðnin hefði verið afgreidd, og þurfti þar af leiðandi að ganga eftir því enn einu sinni. Þegar slík staðfesting loksins barst var ekki tilefni til að fjalla frekar um málið þar sem beiðnin hafði verið afgreidd,“ segir í samantekt umboðsmanns. Sendi hann erindi á Reykjavíkurborg þar sem borgin var minnt á ákvæði stjórnsýslulaga um að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er og þegar fyrirsjáanlegt sé að afgreiðsla tefjist beri að skýra viðkomandi frá því, upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. „Að sama skapi væri mælt fyrir um í upplýsingalögum að ákvörðun um hvort orðið yrði við beiðni um aðgang að gögnum ætti að taka svo fljótt sem verða mætti. Ef slík beiðni væri ekki afgreidd innan viku skyldi skýra frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta. Borgin yrði að gæta betur að reglum um málshraða. Þá gerði umboðsmaður einnig athugasemdir við að ekki væri hægt að hafa samband við umhverfis- og skipulagssvið í gegnum síma og ítrekaði fyrirspurn sína um hvernig tilhögun símsvörunar væri háttað hjá sviðinu og aðgangi almennings að starfsmönnum og þjónustu þess í gegnum síma.“
Reykjavík Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Sjá meira