Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2024 20:00 Vigdís og Villi syngja dúett og í bígerð er óútgefið tónlistarmyndband. Einn þekktasti leikari og grínisti landsins Vilhelm Neto hefur breytt einu af sínu uppáhalds popplögum frá Japan í íslenskt jólalag ásamt söngkonunni og leikkonunni Vigdísi Hafliðadóttur. Vilhelm sem alltaf er kallaður Villi segist sitja á fleiri erlendum lögum sem hann er handviss um að myndu sóma sér vel sem jólalög. „Það er stundum sem maður heyrir erlent lag og maður hugsar bara strax: „Þetta er íslenskt jólalag!“ Og dúettinn með þeim Tatsuro Yamashita og Melissa Manchester er eitt þeirra,“ segir Villi í samtali við Vísi. Lag þeirra Vigdísar heitir Hleyptu ljósi inn og þar syngja þau bæði líkt og Yamashita og Manchester í lagi sem óneitanlega er afar jólalegt. En hvernig heyrði Villi lagið í fyrsta sinn? „Ég sá einhvern tímann viðtal á RÚV við Íslending í Japan sem talaði um Tatsuro og bara þessi litli hljóðbútur sem ég heyrði gerði mig ótrúlega forvitinn. Ég prófaði að hlusta á hann og þetta var eiginlega bara „ást við fyrstu hlustun,“ ef svo má segja,“ segir Villi hlæjandi. Síðan þá hefur hann keypt þó nokkra geisladiska með Tatsuro og verið diggur hlustandi jafnvel þó það hafi ekki alltaf verið dans á rósum að hlusta á tónlistina alla leið frá Japan. Sjálfur segist Villi vera mikill popp maður, sérstaklega lögum frá níunda áratugnum. Þar séu japönsk lög í sérflokki. „Þetta var svo ótrúlega þétt ballaða að ég bara varð að útfæra þetta á íslensku.“ Aldrei verið hægt án Vigdísar Villi segist fyrst og fremst þakklátur vinkonu sinni Vigdísi fyrir að hafa verið til. Hún hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um, Villa til mikillar gleði en þau hafa sopið ýmsa fjöruna saman, meðal annars gert ferðaþættina Villi og Vigdís og veröldin öll þar sem þau ferðuðust til nokkurra eyja. „Það er eiginlega ótrúlegt að ég hafi náð að sameina krafta mína með Vigdísi, því þetta hefði aldrei verið hægt í þúsund ár án hennar,“ segir Villi hlæjandi. Hann segir tökur á laginu hafa gengið vel auk þess sem tónlistarmyndband er í bígerð. En er einhver boðskapur í laginu? „Þetta er lag um fólk sem elskar jólin en kannski aðeins of mikið eins og heyrist í laginu. Svo hafa margir spurt mig hvort þetta séu hjón að syngja? Eða systkini? Eða vinir? Og ég hef alltaf farið undan í flæmingi, við ætlum bara að leyfa fólki að finna út úr því sjálft!“ Villi segist vera mikið jólabarn, eiginlega meira en hann hafi áttað sig á. „Ég virðist einhvern veginn alltaf vera að gera jólalög. Ég gerði til dæmis jólalag með Væb og Ella Grill í fyrra, þannig ætli þetta verði ekki bara að árlegri hefð!“ Tónlist Jól Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Það er stundum sem maður heyrir erlent lag og maður hugsar bara strax: „Þetta er íslenskt jólalag!“ Og dúettinn með þeim Tatsuro Yamashita og Melissa Manchester er eitt þeirra,“ segir Villi í samtali við Vísi. Lag þeirra Vigdísar heitir Hleyptu ljósi inn og þar syngja þau bæði líkt og Yamashita og Manchester í lagi sem óneitanlega er afar jólalegt. En hvernig heyrði Villi lagið í fyrsta sinn? „Ég sá einhvern tímann viðtal á RÚV við Íslending í Japan sem talaði um Tatsuro og bara þessi litli hljóðbútur sem ég heyrði gerði mig ótrúlega forvitinn. Ég prófaði að hlusta á hann og þetta var eiginlega bara „ást við fyrstu hlustun,“ ef svo má segja,“ segir Villi hlæjandi. Síðan þá hefur hann keypt þó nokkra geisladiska með Tatsuro og verið diggur hlustandi jafnvel þó það hafi ekki alltaf verið dans á rósum að hlusta á tónlistina alla leið frá Japan. Sjálfur segist Villi vera mikill popp maður, sérstaklega lögum frá níunda áratugnum. Þar séu japönsk lög í sérflokki. „Þetta var svo ótrúlega þétt ballaða að ég bara varð að útfæra þetta á íslensku.“ Aldrei verið hægt án Vigdísar Villi segist fyrst og fremst þakklátur vinkonu sinni Vigdísi fyrir að hafa verið til. Hún hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um, Villa til mikillar gleði en þau hafa sopið ýmsa fjöruna saman, meðal annars gert ferðaþættina Villi og Vigdís og veröldin öll þar sem þau ferðuðust til nokkurra eyja. „Það er eiginlega ótrúlegt að ég hafi náð að sameina krafta mína með Vigdísi, því þetta hefði aldrei verið hægt í þúsund ár án hennar,“ segir Villi hlæjandi. Hann segir tökur á laginu hafa gengið vel auk þess sem tónlistarmyndband er í bígerð. En er einhver boðskapur í laginu? „Þetta er lag um fólk sem elskar jólin en kannski aðeins of mikið eins og heyrist í laginu. Svo hafa margir spurt mig hvort þetta séu hjón að syngja? Eða systkini? Eða vinir? Og ég hef alltaf farið undan í flæmingi, við ætlum bara að leyfa fólki að finna út úr því sjálft!“ Villi segist vera mikið jólabarn, eiginlega meira en hann hafi áttað sig á. „Ég virðist einhvern veginn alltaf vera að gera jólalög. Ég gerði til dæmis jólalag með Væb og Ella Grill í fyrra, þannig ætli þetta verði ekki bara að árlegri hefð!“
Tónlist Jól Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira