Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. desember 2024 20:02 Edda Björgvinsdóttir leikkona fær listamannalaun á næsta ári. Hún hlakkar til að halda áfram að gefa af sér til íslenskrar menningar og samfélagsins. Vísir/Einar Fyrirkomulagið við úthlutun listamannalauna snýst ekki lengur um pólitíska bitlunga líkt og áður var og er nú allt á réttri leið. Þetta segir Edda Björgvinsdóttir leikkona sem er ein þeirra tvö hundruð og fimmtíu listamanna sem fá listamannalaun á næsta ári. Hún kveðst þakklát fyrir það framlag sem hún fær sem geri henni kleift að gefa enn meira af sér til baka til samfélagsins og íslenskrar menningar en ella. Rétt um 250 af þeim ríflega þrettán hundruð sem sóttu um listamannalaun fá úthlutun úr launasjóðum listamanna á næsta ári. Úthlutað er úr átta launasjóðum eftir fagstétt og nemur greiðslan 560 þúsund krónum á mánuði í verktakagreiðslu. Þrjátíu þeirra sem fá úthlutun á næsta ári teljast nýliðar, og þá hljóta tuttugu yfir 67 ára aldri úthlutun samkvæmt nýjum reglum. Þeirra á meðal er Edda Björvins. „Þetta gerir mér kleift að halda áfram að skrifa þessi þrjú leikrit sem ég er að skrifa og taka þátt í alls konar viðburðum sem ég fæ ekkert greitt fyrir en mig langar til að leggja til svo að þjóðfélagið okkar verði auðugra,“ segir Edda. „Listamannalaunin eru auðvitað bara grunnur að menningu. Við erum ofsalega montin af íslenskri menningu og við erum ofsalega montin af öllum listamönnunum okkar. Ef að við setjum ekki niður fræ í gróðurhúsið, þá er engin uppspretta. Engin uppskera ef engin eru fræin Skiptar skoðanir hafa löngum verið um ágæti listamannalauna og vekur það mikið umtal ár hvert þegar fyrir liggur hverjir fá úthlutun. „Það er bara eins og að ætlast til að fá kartöfluuppskeru og setja ekki niður kartöflur. Þannig að þetta er bara lífsnauðsynlegt ef að við ákveðum að vera menningarþjóð. Svo getum við bara ákveðið að vera iðnaðarþjóð eða eitthvað annað. En við erum ofboðslega montin af þessu, þá verðum við að standa með þessu, við verðum að setja niður fræin,“ segir Edda. Hún kveðst sérstaklega þakklát Lilju Alfreðsdóttur, fráfarandi ráðherra menningarmála, fyrir hennar framlag til lista. „Hún hefur staðið með listamönnum fram í rauðan dauðann og það er ekki algengt að ráðamenn þjóðarinnar geri það. Hún til dæmis setur á þennan sérstaka sjóð sem heitir vegferð sem er fyrir 67 og eldri, þá bæði til að þakka fyrir störfin sem maður hefur unnið og til þess að gera manni kleift að vinna,“ segir Edda sem bendir á að flestir listamenn vinni mikið á sinni starfsæfi ólaunað. „Ég er bara svo heppin að hafa starfsorku. Ég gæti náttúrlega unnið mér til húðar og bara dottið niður dauð eins og Íslendingar gera í ofvinnu,“ segir Edda sem er þakklát fyrir það framlag sem hún fær og á móti vilji hún gefa áfram af sér til samfélagsins. Allt á réttri leið Hún segist skilja að í gegnum tíðina hafi listamannalaun og fyrirkomulagið við úthlutun þeirra verið umdeilt, hins vegar séu hlutirnir á réttri leið nú. „Við erum einhvern veginn á leiðinni að gera þetta betra. Nú er þetta allt komið undir Rannís, allt þetta fjármagn sem menn voru bara að veita í litlum hópum einhvers staðar eftir pólitísku ágæti þeirra sem ekki einu sinni sóttu um. Þetta voru bara einhverjir bitlingar og þetta var algjörlega glatað en við erum svo mikið á réttri leið og þetta á bara eftir að vera enn betra,“ segir Edda. „Bara áfram íslensk menning og listamenn og takk fyrir að setja þessi fræ niður.“ Listamannalaun Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Rétt um 250 af þeim ríflega þrettán hundruð sem sóttu um listamannalaun fá úthlutun úr launasjóðum listamanna á næsta ári. Úthlutað er úr átta launasjóðum eftir fagstétt og nemur greiðslan 560 þúsund krónum á mánuði í verktakagreiðslu. Þrjátíu þeirra sem fá úthlutun á næsta ári teljast nýliðar, og þá hljóta tuttugu yfir 67 ára aldri úthlutun samkvæmt nýjum reglum. Þeirra á meðal er Edda Björvins. „Þetta gerir mér kleift að halda áfram að skrifa þessi þrjú leikrit sem ég er að skrifa og taka þátt í alls konar viðburðum sem ég fæ ekkert greitt fyrir en mig langar til að leggja til svo að þjóðfélagið okkar verði auðugra,“ segir Edda. „Listamannalaunin eru auðvitað bara grunnur að menningu. Við erum ofsalega montin af íslenskri menningu og við erum ofsalega montin af öllum listamönnunum okkar. Ef að við setjum ekki niður fræ í gróðurhúsið, þá er engin uppspretta. Engin uppskera ef engin eru fræin Skiptar skoðanir hafa löngum verið um ágæti listamannalauna og vekur það mikið umtal ár hvert þegar fyrir liggur hverjir fá úthlutun. „Það er bara eins og að ætlast til að fá kartöfluuppskeru og setja ekki niður kartöflur. Þannig að þetta er bara lífsnauðsynlegt ef að við ákveðum að vera menningarþjóð. Svo getum við bara ákveðið að vera iðnaðarþjóð eða eitthvað annað. En við erum ofboðslega montin af þessu, þá verðum við að standa með þessu, við verðum að setja niður fræin,“ segir Edda. Hún kveðst sérstaklega þakklát Lilju Alfreðsdóttur, fráfarandi ráðherra menningarmála, fyrir hennar framlag til lista. „Hún hefur staðið með listamönnum fram í rauðan dauðann og það er ekki algengt að ráðamenn þjóðarinnar geri það. Hún til dæmis setur á þennan sérstaka sjóð sem heitir vegferð sem er fyrir 67 og eldri, þá bæði til að þakka fyrir störfin sem maður hefur unnið og til þess að gera manni kleift að vinna,“ segir Edda sem bendir á að flestir listamenn vinni mikið á sinni starfsæfi ólaunað. „Ég er bara svo heppin að hafa starfsorku. Ég gæti náttúrlega unnið mér til húðar og bara dottið niður dauð eins og Íslendingar gera í ofvinnu,“ segir Edda sem er þakklát fyrir það framlag sem hún fær og á móti vilji hún gefa áfram af sér til samfélagsins. Allt á réttri leið Hún segist skilja að í gegnum tíðina hafi listamannalaun og fyrirkomulagið við úthlutun þeirra verið umdeilt, hins vegar séu hlutirnir á réttri leið nú. „Við erum einhvern veginn á leiðinni að gera þetta betra. Nú er þetta allt komið undir Rannís, allt þetta fjármagn sem menn voru bara að veita í litlum hópum einhvers staðar eftir pólitísku ágæti þeirra sem ekki einu sinni sóttu um. Þetta voru bara einhverjir bitlingar og þetta var algjörlega glatað en við erum svo mikið á réttri leið og þetta á bara eftir að vera enn betra,“ segir Edda. „Bara áfram íslensk menning og listamenn og takk fyrir að setja þessi fræ niður.“
Listamannalaun Menning Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira