Barry Keoghan leikur Bítil Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2024 20:56 Kvikmyndirnar eiga allar að koma út árið 2027. Vísir/Samsett Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. Það er Ringo sjálfur sem greinir frá þessu í viðtali við bandaríska miðilinn Entertainment Tonight. „Mér finnst það frábært. Ég held að hann sé einhvers staðar á trommuæfingum og ég vona að þær verði ekki of margar,“ segir Bítillinn. Greint hefur verið frá því að leikstjórinn Sam Mendes, sem er frægur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndum á borð við American Beauty og 1917, stefni að því að gefa út ævisögulega kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Ekkert hefur verið staðfest hingað til um hver eigi að leika þessa frægustu rokkara tónlistarsögunnar. Margir orðrómar hafa þó gengið um hverjir það verði sem hreppi þessi eftirsóttu hlutverk. Paul Mescal, sem lék nýlega aðalhlutverkið í framhaldi Ripley Scott á Skylmingarþrælnum, hefur til að mynda verið orðaður við hlutverk sjálfs Paul McCartney. Þá hefur Harris Dickinson, sem fór til dæmis með aðalhlutverkið í Sorgarþríhyrningnum, verið bendlaður við hlutverk John Lennon en hvorugur þeirra hefur staðfest það. Bíó og sjónvarp Tónlist Hollywood Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Það er Ringo sjálfur sem greinir frá þessu í viðtali við bandaríska miðilinn Entertainment Tonight. „Mér finnst það frábært. Ég held að hann sé einhvers staðar á trommuæfingum og ég vona að þær verði ekki of margar,“ segir Bítillinn. Greint hefur verið frá því að leikstjórinn Sam Mendes, sem er frægur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndum á borð við American Beauty og 1917, stefni að því að gefa út ævisögulega kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Ekkert hefur verið staðfest hingað til um hver eigi að leika þessa frægustu rokkara tónlistarsögunnar. Margir orðrómar hafa þó gengið um hverjir það verði sem hreppi þessi eftirsóttu hlutverk. Paul Mescal, sem lék nýlega aðalhlutverkið í framhaldi Ripley Scott á Skylmingarþrælnum, hefur til að mynda verið orðaður við hlutverk sjálfs Paul McCartney. Þá hefur Harris Dickinson, sem fór til dæmis með aðalhlutverkið í Sorgarþríhyrningnum, verið bendlaður við hlutverk John Lennon en hvorugur þeirra hefur staðfest það.
Bíó og sjónvarp Tónlist Hollywood Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira