Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 08:32 Unga sundfólkið okkar er að gera frábæra hluti á Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug og það lítur út fyrir að Ísland verði með flottan hóp á HM og NM í desember. Sundsamband Íslands Metin héldu áfram að falla í Ásvallalaug í Hafnarfirði á öðrum degi Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug. Mikið af flottum sundum og góðar bætingar hjá sundfólkinu sem greinilega er í miklum ham um helgina. Nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós í undanrásum þegar sveit SH synti 4x50 metra fjórsund á tímanum 1:45,60 mín. og bættu tveggja ára gamalt met sitt. Sveitina skipuðu þau Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Guðmundur Leó Rafnsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50 metra baksundi þegar hann synti á 24,99 sek. en fyrra metið átti Kristinn Þórarinsson frá 2014 sem var 25,18 sek. Í 200 metra skriðsundi setti Vala Dís Cicero úr Sundfélagi Hafnarfjarðar nýtt unglingamet þegar hún bætti sextán ára gamalt met Sigrúnar Brár Sverrisdóttur og synti á tímanum 1:58,63 mín. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness syntu báðir undir lágmarki á HM í 50 metra bringusundi og mun Snorri Dagur synda það sund í Búdapest eftir að hafa sigrað greinina í dag. Boðsundin voru æsispennandi í þessum kvöldhluta og mikil barátta fram á síðustu metrana. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í 4x 100 metra skriðsundi karla á nýju Íslandsmeti, 3:17,84 mín. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Ýmir Chatenay Sölvason, Símon Elías Statkevicius og Veigar Hrafn Sigþórsson. Fyrra metið átti sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar frá 2016 sem var 3:22,49 min. en til gamans má geta að sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar synti einnig undir gamla metinu í dag á tímanum 3:22,14 mín. Birnir Freyr Hálfdánarson gerði sér einnig lítið fyrir í fyrsta sprettinum í boðsundinu, synti 100 metra skriðsund á 49,37 sek. Hann sló þar 26 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar frá 1998 sem var 49,71 sek. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði einnig í 4x100 metra skriðsundi kvenna á nýju Íslandsmeti, 3:45,58 mín. Sveitina skipuðu þær Jóhann Elín Guðmundsdóttir, Katja Lilja Andriyusdóttir, Nadja Djurovic og Vala Dís Cicero. Gamla metið átti Sundfélag Hafnarfjarðar frá því í fyrra, 3:47,89 mín. Nú hafa átta sundmenn tryggt þátttöku sína á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í desember og tólf sundmenn sem hafa náð lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Danmörku einnig í desember. Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson Sund Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Nýtt Íslandsmet leit dagsins ljós í undanrásum þegar sveit SH synti 4x50 metra fjórsund á tímanum 1:45,60 mín. og bættu tveggja ára gamalt met sitt. Sveitina skipuðu þau Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Vala Dís Cicero. Guðmundur Leó Rafnsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar gerði sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet í 50 metra baksundi þegar hann synti á 24,99 sek. en fyrra metið átti Kristinn Þórarinsson frá 2014 sem var 25,18 sek. Í 200 metra skriðsundi setti Vala Dís Cicero úr Sundfélagi Hafnarfjarðar nýtt unglingamet þegar hún bætti sextán ára gamalt met Sigrúnar Brár Sverrisdóttur og synti á tímanum 1:58,63 mín. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Einar Margeir Ágústsson úr Sundfélagi Akraness syntu báðir undir lágmarki á HM í 50 metra bringusundi og mun Snorri Dagur synda það sund í Búdapest eftir að hafa sigrað greinina í dag. Boðsundin voru æsispennandi í þessum kvöldhluta og mikil barátta fram á síðustu metrana. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði í 4x 100 metra skriðsundi karla á nýju Íslandsmeti, 3:17,84 mín. Sveitina skipuðu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Ýmir Chatenay Sölvason, Símon Elías Statkevicius og Veigar Hrafn Sigþórsson. Fyrra metið átti sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar frá 2016 sem var 3:22,49 min. en til gamans má geta að sveit Íþróttabandalags Reykjanesbæjar synti einnig undir gamla metinu í dag á tímanum 3:22,14 mín. Birnir Freyr Hálfdánarson gerði sér einnig lítið fyrir í fyrsta sprettinum í boðsundinu, synti 100 metra skriðsund á 49,37 sek. Hann sló þar 26 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarsonar frá 1998 sem var 49,71 sek. Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar sigraði einnig í 4x100 metra skriðsundi kvenna á nýju Íslandsmeti, 3:45,58 mín. Sveitina skipuðu þær Jóhann Elín Guðmundsdóttir, Katja Lilja Andriyusdóttir, Nadja Djurovic og Vala Dís Cicero. Gamla metið átti Sundfélag Hafnarfjarðar frá því í fyrra, 3:47,89 mín. Nú hafa átta sundmenn tryggt þátttöku sína á HM í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í desember og tólf sundmenn sem hafa náð lágmörkum á Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Danmörku einnig í desember. Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson
Sundfólkið sem hefur tryggt sig inn á HM25 í desember: Einar Margeir Ágústsson Guðmundur Leó Rafnsson Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Símon Elías Statkevicius Snorri Dagur Einarsson Snæfríður Sól Jórunnardóttir Vala Dís Cicero Snorri Dagur Einarsson
Sund Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn