BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson hefur lengi keppt við Kanadamanninn Brent Fikowski sem er núna að kveðja keppnisferil sinn i CrossFit. @bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er einn af þeim sem sendu CrossFit goðsögninni Brent Fikowski kveðju eftir að Kanadamaðurinn tilkynnti á dögunum að þetta yrði síðasta keppnisár hans. Fikowski gaf það út á miðlum sínum að komandi Rogue Invitational mót verði hans síðasta á ferlinum. Fikowski hefur keppt á níu heimsleikum, komist þrisvar á verðlaunapall en aldrei náð að verða heimsmeistari. @bk_gudmundsson Fikowski var lengi í forystu á síðustu heimsleikum en varð að sætta sig við þriðja sætið. Hann varð annar árið 2017 og líka þriðji fyrir þremur árum. Fikowski þykir mikill heiðursmaður og er mjög vinsæll meðal bæði áhugafólks sem og kollega sinna. Björgvin Karl hefur verið lengi í hóp þeirra bestu í heimi og margoft keppt við Fikowski á mótum. „Við erum að kveðja góðan vin og ég vil þakka honum fyrir endalausar minningar frá undanförnum áratug,“ skrifaði Björgvin Karl við færslu Kanadamannsins. Árið 2024 hefur verið erfitt ár fyrir CrossFit íþróttina eftir það sem gerðist í fyrstu grein heimsleikanna þegar Lazor Dukic drukknaði. Heimsleikarnir voru samt kláraðir. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram og forráðamenn CrossFit voru harðlega gagnrýndir. Björgvin Karl hefur áhyggjur af íþróttinni sinni en treystir á það að Fikowski haldi áfram að berjast fyrir framtíð CrossFit. „Við munum sofa betur vitandi það að þú gerir allt sem er í þínu valdi til að lyfta áfram CrossFit íþróttinni sem er á viðkvæmum stað á þessum tímapunkti,“ skrifaði Björgvin Karl. Fikowski sjálfur vildi hætta á toppnum. „Þetta var erfið ákvörðun vitandi það að ég er enn upp á mitt besta og enn að bæta mig. Spennan fyrir nýjum áskorunum vegur þyngri en dapurleikinn við það að segja bless við þennan kafla í mínu lífi,“ skrifaði Brent Fikowski. „Ég mun gefa ekkert annað en hundrað prósent á Rogue Invitational mótinu í næstu viku og ætla að enda með látum,“ skrifaði Fikowski. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski) CrossFit Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Fikowski gaf það út á miðlum sínum að komandi Rogue Invitational mót verði hans síðasta á ferlinum. Fikowski hefur keppt á níu heimsleikum, komist þrisvar á verðlaunapall en aldrei náð að verða heimsmeistari. @bk_gudmundsson Fikowski var lengi í forystu á síðustu heimsleikum en varð að sætta sig við þriðja sætið. Hann varð annar árið 2017 og líka þriðji fyrir þremur árum. Fikowski þykir mikill heiðursmaður og er mjög vinsæll meðal bæði áhugafólks sem og kollega sinna. Björgvin Karl hefur verið lengi í hóp þeirra bestu í heimi og margoft keppt við Fikowski á mótum. „Við erum að kveðja góðan vin og ég vil þakka honum fyrir endalausar minningar frá undanförnum áratug,“ skrifaði Björgvin Karl við færslu Kanadamannsins. Árið 2024 hefur verið erfitt ár fyrir CrossFit íþróttina eftir það sem gerðist í fyrstu grein heimsleikanna þegar Lazor Dukic drukknaði. Heimsleikarnir voru samt kláraðir. Margir keppendur treystu sér ekki til að halda áfram og forráðamenn CrossFit voru harðlega gagnrýndir. Björgvin Karl hefur áhyggjur af íþróttinni sinni en treystir á það að Fikowski haldi áfram að berjast fyrir framtíð CrossFit. „Við munum sofa betur vitandi það að þú gerir allt sem er í þínu valdi til að lyfta áfram CrossFit íþróttinni sem er á viðkvæmum stað á þessum tímapunkti,“ skrifaði Björgvin Karl. Fikowski sjálfur vildi hætta á toppnum. „Þetta var erfið ákvörðun vitandi það að ég er enn upp á mitt besta og enn að bæta mig. Spennan fyrir nýjum áskorunum vegur þyngri en dapurleikinn við það að segja bless við þennan kafla í mínu lífi,“ skrifaði Brent Fikowski. „Ég mun gefa ekkert annað en hundrað prósent á Rogue Invitational mótinu í næstu viku og ætla að enda með látum,“ skrifaði Fikowski. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski)
CrossFit Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Ísland komst yfir og bjargaði á línu Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Tapaði frábærum slag gegn fremstu konu heims eftir leikinn við Alexander Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Alexander vann tvo leggi gegn Littler Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira