Fjórir sagðir látnir eftir hryðjuverkaárás í Ankara Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2024 13:59 Hópur vopnaðra manna hljóp inn á lóðina eftir stóra sprengingu. Skjáskot Mikil skothríð og háværar sprengingar heyrðust í dag frá aðalskrifstofu fyrirtækisins Turkish Aerospace Industries í Ankara, höfuðborg Tyrklands í dag. Þungvopnað fólk ruddist svo þar inn. Hurriyet hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir, samkvæmt ráðherranum, sem heitir Ali Yerlikaya. Tveir hryðjuverkamenn voru felldir og berst nú fregnir af því að hættan sé yfirstaðin. Fregnir höfðu borist af því að einhverjir árásarmenn hefðu tekið gísla en óljóst er hvort þeir hafi verið fleiri en þrír en sá þriðji mun hafa sprengt sig í loft upp við upphaf árásarinnar. Árásin hófst víst á stórri sprengingu við innganginn á lóð fyrirtækisins um klukkan eitt að íslenskum tíma. Þar var mögulega um sjálfsmorðsárás á ræða og í kjölfarið ruddist vopnaða fólkið þar inn. NEW: More footage of gunmen in Ankara attack that targeted one of Turkey’s biggest defense companies pic.twitter.com/xmmEIR6PN4— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 23, 2024 Hvaða hópur gerði þessa árás liggur ekki fyrir að svo stöddu. PKK eða Verkamannaflokkur Kúrda og Íslamska ríkið hafa gert sambærilegar árásir í Tyrklandi áður. Það að kona sé meðal árásarmannanna bendir mögulega til PKK frekar en Íslamska ríkisins. TUSAŞ'taki saldırıyı gerçekleştiren teröristler kamerada! pic.twitter.com/OYdSyL380d— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Rúmlega fimmtán þúsund manns vinna hjá TAI og stór hluti þeirra í höfuðstöðvunum í Ankara. Fyrirtækið þróar og framleiðir flugvélar, bæði hefðbundnar og herflugvélar auk þess sem það framleiðir dróna, ýmis hergögn og annað. TUSAŞ'a saldırı yapan kadın terörist pic.twitter.com/rB3IdVbwt5— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Fréttin var uppfærð 15:25. Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hurriyet hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán særðir, samkvæmt ráðherranum, sem heitir Ali Yerlikaya. Tveir hryðjuverkamenn voru felldir og berst nú fregnir af því að hættan sé yfirstaðin. Fregnir höfðu borist af því að einhverjir árásarmenn hefðu tekið gísla en óljóst er hvort þeir hafi verið fleiri en þrír en sá þriðji mun hafa sprengt sig í loft upp við upphaf árásarinnar. Árásin hófst víst á stórri sprengingu við innganginn á lóð fyrirtækisins um klukkan eitt að íslenskum tíma. Þar var mögulega um sjálfsmorðsárás á ræða og í kjölfarið ruddist vopnaða fólkið þar inn. NEW: More footage of gunmen in Ankara attack that targeted one of Turkey’s biggest defense companies pic.twitter.com/xmmEIR6PN4— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 23, 2024 Hvaða hópur gerði þessa árás liggur ekki fyrir að svo stöddu. PKK eða Verkamannaflokkur Kúrda og Íslamska ríkið hafa gert sambærilegar árásir í Tyrklandi áður. Það að kona sé meðal árásarmannanna bendir mögulega til PKK frekar en Íslamska ríkisins. TUSAŞ'taki saldırıyı gerçekleştiren teröristler kamerada! pic.twitter.com/OYdSyL380d— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Rúmlega fimmtán þúsund manns vinna hjá TAI og stór hluti þeirra í höfuðstöðvunum í Ankara. Fyrirtækið þróar og framleiðir flugvélar, bæði hefðbundnar og herflugvélar auk þess sem það framleiðir dróna, ýmis hergögn og annað. TUSAŞ'a saldırı yapan kadın terörist pic.twitter.com/rB3IdVbwt5— İhlas Haber Ajansı (@ihacomtr) October 23, 2024 Fréttin var uppfærð 15:25.
Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira